Fólk á far­alds­fæti og korta­velta eykst enn

Kortavelta Íslendinga jókst um 4% milli ára í september, þó nokkuð minna en á undanförnum mánuðum. Aukningin er öll komin til vegna þess sem Íslendingar kaupa í útlöndum, enda hafa þeir aldrei ferðast jafnmikið í septembermánuði eins og nú.
Símagreiðsla
17. október 2022 - Hagfræðideild

Erlendir ferðamenn eru næstum jafnmargir og í september 2019, fyrir faraldur, en enn þá mun færri en á metárinu 2018. Kortavelta þeirra nam um 28 mö.kr. hér á landi í september.

Greiðslukortavelta heimila nam 93 mö.kr. í september og jókst um 4% milli ára að raunvirði sem er talsvert hægari vöxtur en á síðustu mánuðum. Í ágúst jókst kortaveltan til að mynda um 14%. Aukningin í september milli ára er öll komin til vegna aukinnar neyslu Íslendinga erlendis. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru 60 þúsund í september og hafa aldrei verið fleiri í septembermánuði.

Breytt neysluhegðun

Kortavelta Íslendinga innanlands nam samtals 74 ma.kr. og dróst saman um tæp 4% milli ára. Frá því í byrjun sumars hefur mælst samdráttur milli ára á neyslu Íslendinga innanlands (ef frá er talinn ágústmánuður). Þetta endurspeglar breytta neysluhegðun frá því þegar faraldurinn stóð sem hæst. Kortavelta íslenskra heimila erlendis nam alls 19,6 mö.kr. í september og jókst um 51% milli ára miðað við fast gengi. Hún er 38% meiri, á föstu gengi, en í sama mánuði árið 2019, áður en faraldurinn skall á, enda eru brottfarir til útlanda ríflega 20% fleiri nú en þá. Það að kortaveltan í útlöndum aukist þó nokkuð meira en brottförum fjölgar er vísbending um að fólk geri betur við sig í útlöndum en árið 2019, eða dvelji lengur. Það ber þó að hafa í huga að hluti af erlendri kortaveltu Íslendinga eru rafræn þjónustukaup, svo sem áskriftir af streymisveitum, sem fer ekki endilega fram erlendis.

Vísbendingar um hægari vöxt einkaneyslu

Einkaneysluþróun fylgir nokkurn veginn þróun kortaveltu sem jókst alls um 8,5% á þriðja árfjórðungi, talsvert minna en á öðrum ársfjórðungi þegar hún jókst um tæp 17%. Það má því gera ráð fyrir að einkaneysla aukist hægar á þriðja ársfjórðungi en öðrum og að aukningin komi að miklu leyti frá útlöndum. Þar af leiðandi má ætla að aukin einkaneysla muni hafa minni áhrif á hagvöxt hér á landi en ella. Kaupmáttur er tekinn að dragast lítillega saman, og það gæti dregið úr aukningu í kortaveltu og einkaneyslu þegar fram í sækir.

Mikill ferðaþorsti í Íslendingum

Ferðalög Íslendinga til útlanda færðust verulega í aukana á þessu ári og eins og fram hefur komið hafa brottfarir Íslendinga um Leifstöð aldrei verið jafnmargar í septembermánuði og í ár. Íslendingar greiddu 150% meira til ferðaskrifstofa og í tengslum við skipulagðar ferðir á fyrstu níu mánuðum þessa árs en þess síðasta. Við sjáum líka skýr merki þess að Íslendingar hafi haldið áfram að ferðast innanlands á þessu ári eins og þeir gerðu í faraldrinum, en greiðslur Íslendinga vegna gistiþjónustu innanlands voru helmingi hærri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en ársins 2019, áður en faraldurinn skall á. Nokkuð hefur dregið úr kaupum á byggingarvörum, fötum og áfengi milli ára, en þó eru þau mun meiri en á sama tíma árið 2019. Fólk ver hærri upphæðum í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi, hvort sem árið í ár er borið saman við árið 2019 eða 2021.

Erlendir ferðamenn eyddu 28 mö.kr. á Íslandi í september

Alls ferðuðust rétt tæplega 177 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands í september, 63,5% fleiri en í september í fyrra. Fjöldinn er mjög nálægt því sem var í sama mánuði árið 2019 en þá voru ferðamenn 3,6% fleiri en nú. Ferðamenn eru enn þó nokkuð færri en á metárinu 2018 þegar hingað komu hátt í 232 þúsund manns í september. Erlendir ferðamenn eyddu 28 mö.kr. á Íslandi í september. Þeir eyddu 8% meiru en þeir gerðu í september árið 2019, áður en faraldurinn skall á. Hér er miðað við fast verðlag hér á landi, þ.e. neysluverðsvísitölu án húsnæðis og þetta segir okkur því hversu miklu ferðamenn eyða í íslenskum krónum, miðað við að íslensku verðlagi sé haldið föstu. Sé horft til kortaveltu erlendra ferðamanna á föstu gengi sést að þeir eyddu 19% meiru nú í september en í september 2019. Það má því ætla að líkt og Íslendingar í útlöndum, gera ferðamenn hér á landi ögn betur við sig nú en í september 2019. Þetta gæti skýrst af því að fólk vilji bæta sér upp þau ferðalög sem þeir fóru ekki í þegar faraldurinn stóð sem hæst.

Ferðamenn vörðu tæpum 8 milljörðum í gistiþjónustu í september, tæpum 5 í verslun, 4 í veitingaþjónustu, 3 í bílaleigu og gjöld í tengslum við akstur.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur