Fjár­mála­áætlun 2022-2026 – betri tím­ar framund­an en reikn­að var með

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili nýrrar fjármálaáætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.
Alþingishús
31. mars 2021 - Hagfræðideild

Ný fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 fjallar mikið um hagstjórnarlegt hlutverk hins opinbera og það erfiða verkefni sem liggur fyrir um að koma opinberum fjármálum aftur á réttan kjöl, m.a. með því að stöðva skuldasöfnun fyrir árslok 2025 og að opinber fjármál nái aftur að uppfylla tölusett skilyrði viðkomandi laga sem slakað var á í fyrra og eiga að taka aftur gildi árið 2026.

Skilaboðin í fjármálaáætluninni eru aðallega þau að efnahagsbatinn muni ná fótfestu í ár og svo flugi árið 2022 eftir einhverja dýpstu efnahagslægð sem við höfum upplifað. Líftími þessarar áætlunar verður reyndar mjög skammur þar sem kosningar verða í haust og nýrri ríkisstjórn ber þá að leggja fram bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Veruleg útgjaldaaukning hefur orðið til vegna kreppunnar og sagan segir að það geti tekið langan tíma að draga úr þeirri aukningu.

Boðskapur nýrrar fjármálaáætlunar er að aðgerðirnar stjórnvalda hafi skilað árangri og mildað efnahagslegan samdrátt. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla rétt fyrir jól. Samkvæmt fjármálaáætlun er reiknað með neikvæðum heildarjöfnuði ríkissjóðs upp á um 320 ma.kr. í ár þannig að árið 2021 er enn í járnum.

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili áætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung, eða 7 ma.kr. á ári á tímabili áætlunarinnar, úr 37 ma.kr. í 30 ma.kr. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.

Samkvæmt áætluninni mun þróttmeira hagkerfi en flesta grunaði og kraftmikil viðspyrna leiða til þess að skuldir hins opinbera aukist minna en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjármálaáætlunar.

Þessi jákvæða staða birtist sömuleiðis í minni lánsfjárþörf ríkisins. Nú er gert ráð fyrir að hámark skuldsetningar ríkissjóðs verði 53,9% af VLF árið 2025 í stað 60,4% af VLF í síðustu áætlun.

Bjartari horfur um afkomu fela þannig í sér að þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun fyrir árslok 2025 er fimmtungi minni en í áætluninni frá því í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármálaáætlun 2022-2026 – betri tímar framundan en reiknað var með

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur