Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Fjár­mála­áætl­un 2022-2026 – betri tím­ar framund­an en reikn­að var með

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili nýrrar fjármálaáætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.
Alþingishús
31. mars 2021 - Greiningardeild

Ný fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 fjallar mikið um hagstjórnarlegt hlutverk hins opinbera og það erfiða verkefni sem liggur fyrir um að koma opinberum fjármálum aftur á réttan kjöl, m.a. með því að stöðva skuldasöfnun fyrir árslok 2025 og að opinber fjármál nái aftur að uppfylla tölusett skilyrði viðkomandi laga sem slakað var á í fyrra og eiga að taka aftur gildi árið 2026.

Skilaboðin í fjármálaáætluninni eru aðallega þau að efnahagsbatinn muni ná fótfestu í ár og svo flugi árið 2022 eftir einhverja dýpstu efnahagslægð sem við höfum upplifað. Líftími þessarar áætlunar verður reyndar mjög skammur þar sem kosningar verða í haust og nýrri ríkisstjórn ber þá að leggja fram bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Veruleg útgjaldaaukning hefur orðið til vegna kreppunnar og sagan segir að það geti tekið langan tíma að draga úr þeirri aukningu.

Boðskapur nýrrar fjármálaáætlunar er að aðgerðirnar stjórnvalda hafi skilað árangri og mildað efnahagslegan samdrátt. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla rétt fyrir jól. Samkvæmt fjármálaáætlun er reiknað með neikvæðum heildarjöfnuði ríkissjóðs upp á um 320 ma.kr. í ár þannig að árið 2021 er enn í járnum.

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili áætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung, eða 7 ma.kr. á ári á tímabili áætlunarinnar, úr 37 ma.kr. í 30 ma.kr. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.

Samkvæmt áætluninni mun þróttmeira hagkerfi en flesta grunaði og kraftmikil viðspyrna leiða til þess að skuldir hins opinbera aukist minna en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjármálaáætlunar.

Þessi jákvæða staða birtist sömuleiðis í minni lánsfjárþörf ríkisins. Nú er gert ráð fyrir að hámark skuldsetningar ríkissjóðs verði 53,9% af VLF árið 2025 í stað 60,4% af VLF í síðustu áætlun.

Bjartari horfur um afkomu fela þannig í sér að þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun fyrir árslok 2025 er fimmtungi minni en í áætluninni frá því í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármálaáætlun 2022-2026 – betri tímar framundan en reiknað var með

Þú gætir einnig haft áhuga á
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.