Fjár­mála­áætl­un 2022-2026 – betri tím­ar framund­an en reikn­að var með

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili nýrrar fjármálaáætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.
Alþingishús
31. mars 2021 - Hagfræðideild

Ný fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 fjallar mikið um hagstjórnarlegt hlutverk hins opinbera og það erfiða verkefni sem liggur fyrir um að koma opinberum fjármálum aftur á réttan kjöl, m.a. með því að stöðva skuldasöfnun fyrir árslok 2025 og að opinber fjármál nái aftur að uppfylla tölusett skilyrði viðkomandi laga sem slakað var á í fyrra og eiga að taka aftur gildi árið 2026.

Skilaboðin í fjármálaáætluninni eru aðallega þau að efnahagsbatinn muni ná fótfestu í ár og svo flugi árið 2022 eftir einhverja dýpstu efnahagslægð sem við höfum upplifað. Líftími þessarar áætlunar verður reyndar mjög skammur þar sem kosningar verða í haust og nýrri ríkisstjórn ber þá að leggja fram bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. Veruleg útgjaldaaukning hefur orðið til vegna kreppunnar og sagan segir að það geti tekið langan tíma að draga úr þeirri aukningu.

Boðskapur nýrrar fjármálaáætlunar er að aðgerðirnar stjórnvalda hafi skilað árangri og mildað efnahagslegan samdrátt. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla rétt fyrir jól. Samkvæmt fjármálaáætlun er reiknað með neikvæðum heildarjöfnuði ríkissjóðs upp á um 320 ma.kr. í ár þannig að árið 2021 er enn í járnum.

Betri afkoma en reiknað var með á árinu 2020 hefur minnkað þörf á aðgerðum til að draga úr hallanum á afkomu hins opinbera á tímabili áætlunarinnar. Sé litið til ríkissjóðs minnkar þörfin fyrir svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir um næstum fjórðung, eða 7 ma.kr. á ári á tímabili áætlunarinnar, úr 37 ma.kr. í 30 ma.kr. Þannig verður afkoma ríkissjóðs 60 ma.kr. betri á árunum 2021–2025 miðað við fyrri áætlun.

Samkvæmt áætluninni mun þróttmeira hagkerfi en flesta grunaði og kraftmikil viðspyrna leiða til þess að skuldir hins opinbera aukist minna en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjármálaáætlunar.

Þessi jákvæða staða birtist sömuleiðis í minni lánsfjárþörf ríkisins. Nú er gert ráð fyrir að hámark skuldsetningar ríkissjóðs verði 53,9% af VLF árið 2025 í stað 60,4% af VLF í síðustu áætlun.

Bjartari horfur um afkomu fela þannig í sér að þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun fyrir árslok 2025 er fimmtungi minni en í áætluninni frá því í fyrra.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármálaáætlun 2022-2026 – betri tímar framundan en reiknað var með

Þú gætir einnig haft áhuga á
Royal exchange
12. apríl 2021

Vikubyrjun 12. apríl 2021

Í síðustu viku birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn uppfærða spá um þróun heimshagkerfisins næstu ár. Sjóðurinn hækkaði spá sína um hagvöxt í Bretlandi og Bandaríkjunum töluvert en gerði litlar breytingar á spánni fyrir evrusvæðið.
Ský
9. apríl 2021

Bjartsýni eykst meðal landsmanna

Væntingar landsmanna til atvinnu- og efnahagsástandsins eftir 6 mánuði hafa ekki verið hærri síðan 2003. Það er ljóst að mun meiri bjartsýni ríkir nú samanborið við síðustu kreppu og má gera ráð fyrir því að neysla þróist eftir því. Ferðalög til útlanda verða að líkindum fá í sumar en þess í stað mun fólk eflaust ferðast innanlands líkt og í fyrra, og jafnvel á umhverfisvænni máta en áður ef marka má nýskráningar á vistvænum bílum.
Austurstræti 11 grafík
8. apríl 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð bréf að nafnvirði 3.100 m.kr. og Íslandsbanki að nafnvirði 620 m.kr. í mars. Arion banki hélt ekki útboð í mánuðinum. Velta á markaðnum var einungis 10,5 ma.kr. í mars í samanburði við 25,6 ma.kr. í febrúar.
Kaffihús
7. apríl 2021

Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur farið minnkandi

Frá árinu 2000 fram til 2019 hækkuðu atvinnutekjur allra á vinnumarkaði um 214%. Hækkun þeirra sem voru með grunnmenntun var 239%. Atvinnutekjur annarra hópa hækkuðu hins vegar töluvert minna á þessu tímabili. Tekjur þeirra sem voru með starfs- og framhaldsmenntun hækkuðu um 185% og tekjur háskólamenntaðra hækkuðu um 173%.
Ferðafólk
6. apríl 2021

Vikubyrjun 6. apríl 2021

Samkvæmt nýbirtri könnun Ferðamálastofu á ferðaáformum Íslendinga ætla mun færri að fari í frí til útlanda í ár en í sambærilegri könnun í fyrra.
Íbúðir
30. mars 2021

Metlækkun leiguverðs

Nokkuð hefur borið á lækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Munurinn milli ára nú, er sá mesti frá upphafi mælinga.
Háþrýstiþvottur
29. mars 2021

Enn og aftur óvissa um áhrif sóttvarnaraðgerða á vinnumarkað

Atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar var 6,1% í febrúar og hafði minnkað um 0,1 prósentustig frá febrúar 2020. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 11,4% og hafði aukist um 6,4 prósentustig frá febrúar 2020. Því til viðbótar var atvinnuleysi vegna hlutabóta mælt sem 1,1% í febrúar. Vinnumarkaðskönnunin mælir því áfram töluvert minna atvinnuleysi en Vinnumálastofnun gerir.
Seðlabanki
29. mars 2021

Vikubyrjun 29. mars 2021

Það kemur ekki á óvart þegar borin er saman þróun stýrivaxta hér á landi, Evrusvæðinu, Bandaríkjunum og Bretlandi frá 2000 að stýrivextir hafa verið mun hærri hér en á hinum efnahagssvæðunum allt tímabilið.
Peningaseðlar
25. mars 2021

Mesta árshækkun launavísitölu í 5 ár

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli janúar og febrúar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6%, sem er mesta ársbreyting frá því í ágúst 2016. Vísitala neysluverðs hækkaði 4,1% milli febrúarmánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 10,6% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er mikil, eða 6,7%.
Fataverslun
22. mars 2021

Neysla landsmanna í febrúar nokkuð mikil innanlands

Neysla Íslendinga jókst um 5,6% innanlands í febrúar miðað við fast verðlag og dróst saman um 45% erlendis miðað við fast gengi. Veirusmit voru fá í febrúar og tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum hafa orðið til þess að Íslendingar eyddu til að mynda meiru á veitingastöðum og í gistiþjónustu en á síðustu mánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur