Fjár­lög 2023 – er út­gjalda­þensl­an of mik­il?

Fjárlagafrumvarpið fyrir 2023 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir jól. Niðurstaða fjárlaga er um 120 ma.kr. halli. Í síðustu fjárlögum, sem voru samþykkt í óvissu faraldursins, var hallinn ráðgerður 186 ma.kr., en eftir því sem leið á árið fóru horfur batnandi og nú er gert ráð fyrir að hallinn á árinu 2022 hafi verið um 142 ma.kr.
Alþingishús
5. janúar 2023

Afkoma ríkissjóðs hefur verið erfið á síðustu árum þar sem ríkissjóður tók á sig miklar byrðar á tímum faraldursins. Þannig var samanlagður halli áranna 2020 og 2021 tæplega 500 ma.kr. á verðlagi hvers árs. Afkoman var jákvæð á árunum 2017 og 2018, en hefur verið misneikvæð síðan.

Afkoman fer batnandi

Staða ríkissjóðs og þátttaka í ýmsum björgunarúrræðum á tímabili faraldursins var einstæð og afkoman hefur óneitanlega farið batnandi frá því að faraldrinum lauk. Önnur vandamál hafa hins vegar tekið við eins og mikil verðbólga og afleiðingar stríðs í Evrópu. Seðlabankinn hækkaði vexti hressilega á árinu 2022 og á slíkum tímum er sífellt uppi mikil krafa til ríkisfjármálanna að spila náið með peningastefnunni til þess að auka aðhald í hagkerfinu. Það reynist oft erfitt fyrir ríkisfjármálin að verða við þeirri kröfu þar sem einnig er rík krafa um þátttöku ríkissjóðs á tímum mikillar verðbólgu sem leggst þungt á fólkið í landinu.

Tekjur ríkssjóðs jukust verulega á árinu 2022 í samræmi við aukna virkni í hagkerfinu og einnig er reiknað með töluverðri tekjuaukningu á árinu 2023.

Erfiðasta verkefni ríkisfjármálanna er jafnan að halda aftur af útgjöldunum og segja má að umhverfi efnahagsmála í dag geri það verkefni ekki auðvelt. Áætluð aukning útgjalda í ár er rúmlega 11% frá fjárlögum síðasta árs og rúmlega 8% meira en áætluð útgjöld 2022. Útgjaldaaukningin verður því væntanlega eitthvað umfram almenna verðlagsþróun milli áranna 2022 og 2023.

Fjárlagafrumvarpið stefndi í vænlegri átt

Í upphaflegu frumvarpi til fjárlaga ársins 2023 var reiknað með 8,4% tekjuaukningu frá áætlun fyrra árs og 2,9% aukningu útgjalda. Við afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu riðluðust þessar tölur nokkuð þar sem samþykkt var 5,1% viðbót við útgjöldin á meðan viðbótaraukning tekna var 2,7%. Það má því segja að Alþingi hafi með afgreiðslu sinni hörfað nokkuð, sé litið til hlutverks ríkisfjármálanna í hagstjórninni.

Vextir og vaxtajöfnuður

Fjármagnskostnaður Ríkissjóðs var orðinn nokkuð þægilegur áður en faraldurinn brast á, þó erfiðleikar hafi verið farnir að steðja að þegar á árinu 2019. Vaxtagjöld ríkissjóðs jukust verulega á árinu 2020, bæði vegna aukinna skulda og hærri verðbólgu og vaxtakostnaðar. Vaxtajöfnuður ríkissjóðs fór upp í að vera neikvæður um 80 ma.kr. á árinu 2020 eftir að hafa verið í kringum 50 ma.kr. á árunum 2019 og 2020.

Í fjárlögum árins 2023 er hins vegar gert ráð fyrir því að vaxtaajöfnuður batni um ca. 10 ma.kr. á árinu og verði í kringum 70 ma.kr. Í frumvarpinu er reiknað með að vaxtagjöld lækki nokkuð á árinu 2023, einkum vegna minni verðbólgu en var á árinu 2022. Í frumvarpinu er hins vegar reiknað með mikilli aukningu vaxtatekna A1-hluta ríkissjóðs vegna breytinga á reglum um eignaumsýslu. Þetta þýðir að vaxtajöfnuður A-1 hlutans batnar verulega, en áhrifin þurrkast úr í samstæðuuppgjöri ríkissjóðs. Þessar breytingar þýða í raun að tölur um vaxtamun A-1 hluta ríkissjóðs hafa tapað gildi sínu.

Stærstu málefnasvið ríkisútgjaldanna

Samsetning á útgjöldum ríkissjóðs hafa lítið breyst milli ára, sé litið til fjárlaga. Heilbrigðismál eru langstærsti útgjaldaliðurinn sem fyrr ásamt málefnum aldraðra og fjölskyldumálum. Stærsti einstaki málaflokkurinn er sjúkrahúsaþjónusta, og útgjöld vegna hennar lækka eilítið á milli ára, sem ekki þarf að koma á óvart í ljósi faraldursins. Hins vegar hækka aðrir liðir innan heilbrigðismála verulega, eins og lyf og lækningavörur og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa sem hækka um 15-17% milli tveggja fjárlaga. Málefni aldraðra, örorku og fatlaðs fólks og fjölskyldumál hækka einnig umfram verðlagsþróun.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur