Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Fjár­lög 2022 – mun betri nið­ur­staða en á síð­asta ári

Sé litið á einstaka málaflokka í nýsamþykktum fjárlögum kemur í ljós að langmesta aukningin frá fjárlögum ársins 2021 er í sjúkrahúsaþjónustu, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi faraldursins. Af þeim sex málaflokkum sem aukningin er mest milli ára eru fjórir tengdir sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu og er samanlögð aukning til þessara málaflokka 16,5 ma.kr. milli ára.
Alþingishús
4. janúar 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum verður heildarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 186 ma.kr. í ár. Halli ríkissjóðs verður því tæplega 5% af  VLF sem er innan þess óvissusvigrúms sem er heimilt samkvæmt fjármálastefnu, en þar er hámarkið sett við 5,5% af VLF. Áætluð afkoma er því innan þeirra marka sem tilgreind eru í stefnunni og sama gildir um skuldir ríkissjóðs.

Afkoma ríkissjóðs batnar því um 140 ma.kr. milli fjárlaga áranna 2021 og 2022, en áætlanir gera nú fyrir að afkoma ársins 2021 verði um 35 mö.kr. betri en reiknað var með í fjárlögum ársins 2021.

Stjórnvöld stefna að því að auka aðhaldsstig ríkisfjármála á árinu 2022 og að reyna að draga úr hallarekstri án þess að skerða viðspyrnu hagkerfisins.

Afkomubatinn milli ára skýrist að mestu af hærri tekjum og því að margar af tímabundnum ráðstöfunum ríkissjóðs vegna heimsfaraldursins eru að renna sitt skeið. Áætlanir um tekjur hafa verið uppfærðar miðað við nýja þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem gert er ráð fyrir mun meiri hagvexti en reiknað var með í fjármálaáætluninni frá því í fyrra. Samtals er því reiknað með að tekjur verði 66 mö.kr. hærri en upphaflega var reiknað með.

Það eru einkum tvö málefnasvið sem skýra yfirgnæfandi hluta lækkunar að raungildi. Annars vegar 45 ma.kr. vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis þar sem atvinnuleysi í ár verður nær örugglega verulega minna en í fyrra miðað við horfur. Hins vegar er um að ræða 8,2 ma.kr. lækkun til samgöngu- og fjarskiptamála. Búið er að fella  niður sérstakt fjárfestingarframlag til samgönguframkvæmda sem var fjármagnað með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum og lauk átakinu á árinu 2021. Jafnframt verður dregið úr sérstöku fjárfestingarátaki sem farið var í til að mæta efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldursins.

Margsinnis hefur verið fjallað um meint fjárfestingarátak stjórnvalda í Hagsjám og hefur niðurstaða okkar verið sú að tæplega hafi verið hægt að tala um átak í því sambandi þar sem opinber fjárfesting síðustu ára hefur ekki verið mikið meiri að raungildi en verið hefur á lengra tímabili.

Sé litið á einstaka málaflokka kemur í ljós að langmesta aukningin frá fjárlögum ársins 2021 er í sjúkrahúsaþjónustu, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi faraldursins. Af þeim sex málaflokkum sem aukningin er mest milli ára eru fjórir tengdir sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu og er samanlögð aukning til þessara málaflokka 16,5 ma.kr. milli ára.

Framlög til málaflokksins vinnumarkaður og atvinnuleysi minnka langmest milli ára, eða um 21,4 ma.kr. Næst mesta minnkunin er svo til samgöngu- og fjarskiptamála eins og fjallað var um hér að framan.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárlög 2022 – mun betri niðurstaða en á síðasta ári

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.