Fjár­lög 2022 – mun betri nið­ur­staða en á síð­asta ári

Sé litið á einstaka málaflokka í nýsamþykktum fjárlögum kemur í ljós að langmesta aukningin frá fjárlögum ársins 2021 er í sjúkrahúsaþjónustu, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi faraldursins. Af þeim sex málaflokkum sem aukningin er mest milli ára eru fjórir tengdir sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu og er samanlögð aukning til þessara málaflokka 16,5 ma.kr. milli ára.
Alþingishús
4. janúar 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum verður heildarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 186 ma.kr. í ár. Halli ríkissjóðs verður því tæplega 5% af  VLF sem er innan þess óvissusvigrúms sem er heimilt samkvæmt fjármálastefnu, en þar er hámarkið sett við 5,5% af VLF. Áætluð afkoma er því innan þeirra marka sem tilgreind eru í stefnunni og sama gildir um skuldir ríkissjóðs.

Afkoma ríkissjóðs batnar því um 140 ma.kr. milli fjárlaga áranna 2021 og 2022, en áætlanir gera nú fyrir að afkoma ársins 2021 verði um 35 mö.kr. betri en reiknað var með í fjárlögum ársins 2021.

Stjórnvöld stefna að því að auka aðhaldsstig ríkisfjármála á árinu 2022 og að reyna að draga úr hallarekstri án þess að skerða viðspyrnu hagkerfisins.

Afkomubatinn milli ára skýrist að mestu af hærri tekjum og því að margar af tímabundnum ráðstöfunum ríkissjóðs vegna heimsfaraldursins eru að renna sitt skeið. Áætlanir um tekjur hafa verið uppfærðar miðað við nýja þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem gert er ráð fyrir mun meiri hagvexti en reiknað var með í fjármálaáætluninni frá því í fyrra. Samtals er því reiknað með að tekjur verði 66 mö.kr. hærri en upphaflega var reiknað með.

Það eru einkum tvö málefnasvið sem skýra yfirgnæfandi hluta lækkunar að raungildi. Annars vegar 45 ma.kr. vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis þar sem atvinnuleysi í ár verður nær örugglega verulega minna en í fyrra miðað við horfur. Hins vegar er um að ræða 8,2 ma.kr. lækkun til samgöngu- og fjarskiptamála. Búið er að fella  niður sérstakt fjárfestingarframlag til samgönguframkvæmda sem var fjármagnað með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum og lauk átakinu á árinu 2021. Jafnframt verður dregið úr sérstöku fjárfestingarátaki sem farið var í til að mæta efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldursins.

Margsinnis hefur verið fjallað um meint fjárfestingarátak stjórnvalda í Hagsjám og hefur niðurstaða okkar verið sú að tæplega hafi verið hægt að tala um átak í því sambandi þar sem opinber fjárfesting síðustu ára hefur ekki verið mikið meiri að raungildi en verið hefur á lengra tímabili.

Sé litið á einstaka málaflokka kemur í ljós að langmesta aukningin frá fjárlögum ársins 2021 er í sjúkrahúsaþjónustu, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi faraldursins. Af þeim sex málaflokkum sem aukningin er mest milli ára eru fjórir tengdir sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu og er samanlögð aukning til þessara málaflokka 16,5 ma.kr. milli ára.

Framlög til málaflokksins vinnumarkaður og atvinnuleysi minnka langmest milli ára, eða um 21,4 ma.kr. Næst mesta minnkunin er svo til samgöngu- og fjarskiptamála eins og fjallað var um hér að framan.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárlög 2022 – mun betri niðurstaða en á síðasta ári

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur