Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Fjár­laga­frum­varp 2023 – að­hald framund­an

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023 er komið fram með þeim jákvæða boðskap að allt gangi tiltölulega vel. Heildartekjur allra tekjuhópa hafi hækkað undanfarin ár, kaupmáttur hafi aukist og byrði tekjuskatts hafi minnkað hjá öllum hópum nema þeim tekjuhæstu. Þá er einnig undirstrikað að jöfnuður sé óvíða meiri en á Íslandi og hlutfallsleg fátækt samkvæmt mælingum OECD mælist hvergi minni.
Alþingishús
30. september 2022 - Greiningardeild

Vægi félagslegra tilfærslna ríkissjóðs hefur aukist mikið á síðustu árum, úr um 10% um aldamótin í um 15% í fyrra.

Engu að síður er róður ríkisfjármálanna tiltölulega þungur. Skömmu fyrir sumarleyfi Alþingis voru gerðar breytingar á fjármálaáætlun til að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu, þar sem umfangið í átt til samdráttar á árinu 2022 nam um 0,7% af vergri landsframleiðslu (VLF).

Fjárlagafrumvarpið heldur áfram á sömu braut. Markmiðið er að fjármálum ríkissjóðs verði hagað með þeim hætti að þau hafi hvorki þenslu- né verðbólguáhrif og áfram verði dregið úr halla á rekstri ríkissjóðs. Staðan er samt sú að ríkissjóður mun enn búa við halla á lokaári fjármálaáætlunar 2027.

Allt í rétta átt

Afkoma ríkissjóðs hefur styrkst á síðustu misserum og tekjur ríkissjóðs aukist meira og hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Reiknað er með að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 142 ma.kr., eða 3,9% af VLF í ár. Það er um 45 ma.kr. betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárlögum.

Nú er áætlað að heildartekjur ársins 2022 verði um 1.039 ma.kr., eða 28,5% af VLF. Að sama skapi er reiknað með að útgjöld verði 1.172 ma.kr., eða 32,4% af VLF. Miðað við þetta hafa tekjur aukist um 20% milli 2021 og 2022 en útgjöldin um 4,6%.

Fjárlagafrumvarp 2023

Tekjur ríkissjóðs aukast mikið milli ára bæði í krónum talið og sem hlutfall af VLF samkvæmt nýrri tekjuáætlun fyrir árið 2023. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs aukist um 8,4% á næsta ári og gjöld um 2,9%. Sé litið til tveggja ára aukast tekjur ríkissjóðs um 30,1% milli 2021 og 2023 og gjöld um 7,6%. Tekjuþróunin er því mun hagstæðari en þróun útgjalda. Það er því gert ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári og samkvæmt frumvarpinu er markmiðið m.a. að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga.

Sé litið á heildarjöfnuð má reikna með að hallinn verði 2,3% af VLF árið 2023 miðað við 3,9% halla 2022. Afkoman mun því batna um rúmlega 50 ma.kr. milli 2022 og 2023 miðað við áætlun fyrir 2022. Tekjur ríkissjóðs munu hækka um rúmlega 85 ma.kr. milli ára en heildarútgjöld hækka um innan við 34 ma.kr. Í ár er gert ráð fyrir að hallinn verði um 140 ma.kr., sem er 45 ma.kr. betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2022. Afkoma ríkissjóðs hefur batnað verulega frá því að heimsfaraldurinn var í hámarki, t.d. nam hallinn um 230 mö.kr. árið 2020.

Í öllum meginatriðum eru tekjur og gjöld skv. fjárlagafrumvarpinu í samræmi við þau stefnumið sem sett voru í fjármálaáætlun frá júní sl. Frumjöfnuður er eilítið lakari og vaxtajöfnuður versnar um u.þ.b. 5 ma.kr. vegna reiknaðra verðlagsáhrifa. Samanlagt er afkoman skv. frumvarpinu 6,5 mö.kr. lakari en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun.

Skuldir ríkissjóðs

Verði haldið áfram að selja hluti ríkissjóðs í Íslandsbanka munu skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af VLF. Haustið 2020 var gengið út frá því að skuldir ríkissjóðs yrðu 50% af VLF í árslok 2023. Í nýju fjárlagafrumvarpi er aftur á móti áætlað að skuldir ríkissjóðs verði einungis 33% af VLF í árslok 2023. Sala Íslandsbanka í heild myndi þannig lækka skuldir ríkissjóðs um 4–5% af VLF.

Vegna mikils halla á ríkissjóði 2020 og 2021 hækkuðu skuldir ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu laga um opinber fjármál úr 21,8% af VLF í árslok 2019 upp í 33,4% af VLF í árslok 2021.

 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.