Fjárfestingarstigið í hagkerfinu hátt í ljósi faraldursins

Atvinnuvegafjárfesting nam rúmum 350 mö.kr. á síðasta ári og dróst saman um 8,7% að magni til. Þetta er nokkuð minni samdráttur en við spáðum í þjóðhagsspá okkar í október. Þá gerðum við ráð fyrir 16,9% samdrætti. Almenn atvinnuvegafjárfesting, sem telur alla atvinnufjárfestingu utan fjárfestingar í sveiflukenndum liðum eins og stóriðju, skipum og flugvélum, nam 277 mö.kr. á síðasta ári og dróst saman um 10,5%. Sem hlutfall af landsframleiðslu nam almenn atvinnuvegafjárfesting 8,3% á síðasta ári. Það er lægsta hlutfallið síðan árið 2013, þegar það var 6,7%. Meðaltalið milli 1997-2009 var 9,3% og er þetta því aðeins undir því meðaltali. Á árunum eftir hrun lá þetta hlutfall á bilinu 4,4-5,4%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Fjárfestingarstigið í hagkerfinu hátt í ljósi faraldursins









