Fjár­fest­ing hins op­in­bera á réttri leið – en ým­is­legt mætti bet­ur fara

Nýjar tölur um fjármál hins opinbera sýna að opinberar fjárfestingar jukust um 22,2% að nafnvirði milli ára á fyrsta ársfjórðungi og eru því á réttri leið miðað við markmið. Undanfarin ár hafa fjárveitingar til fjárfestinga ríkissjóðs verið mun meiri en raunfjárfestingar ársins. Þannig hafa ónýttar fjárheimildir til fjárfestinga verið 25–30% af samþykktum framlögum síðustu ár. Umræðan byggir gjarnan á framlögum þannig að tafir og vannýting framlaga flækja málin og draga úr áhrifum fjárfestingar sem hagstjórnarviðbragðs.
Alþingishús
15. júní 2021 - Hagfræðideild

Nýjar tölur um fjármál hins opinbera sýna að opinberar fjárfestingar jukust um 22,2% að nafnvirði milli ára á fyrsta ársfjórðungi og eru því á réttri leið miðað við markmið. Fjárfesting ríkissjóðs jókst um 25,8% á milli ára og fjárfesting sveitarfélaganna um 19,2%.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir 2020 drógust opinberar fjárfestingar saman um 9,3% eftir 10,8% samdrátt árið áður. Eins og hefur verið fjallað um í Hagsjám skýtur þessi samdráttur skökku við, t.d. vegna sérstaks fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar sem sett var af stað 2020.

Í ár er spáð mikilli aukningu á fjárfestingum hins opinbera, m.a. vegna tafa við að koma verkefnum af stað. Þannig spáir Hagstofan 17,7% aukningu, Seðlabankinn 32% aukningu og Hagfræðideild Landsbankans 25% aukningu. Spár allra þriggja gera svo ráð fyrir að það hægi á ný á fjárfestingum hins opinbera milli 2021 og 2022.

Samdráttur var í fjárfestingum sveitarfélaga í fyrra en áætlanir fyrir árið 2021 benda til þess að um verulega aukningu verði að ræða. Alls er um að ræða fjárfestingar A-hluta sveitarfélaganna upp á tæpa 60 ma.kr., sem er aukning um 24% frá fjárhagsáætlunum 2020.

Ýmislegt í sambandi við opinbera fjárfestingu er flókið hvað umfjöllun varðar. T.d. er munur á því hvað telst opinber fjárfesting samkvæmt reikningsskilastöðlum annars vegar og hagskýrslustöðlum (GFS) hins vegar. Þannig var viðhald innviða hluti boðaðs fjárfestingarátaks í núgildandi áætlun en viðhald af því tagi telst að stærstu leyti vera samneysla samkvæmt hagrænu uppgjöri.

Í tengslum við fjárfestingarátakið skapaðist breið sátt um að verja umtalsverðum fjármunum í innviðauppbyggingu. Ljóst er að innviðaauðlindir mynda nauðsynlegan grunn fyrir ýmiss konar framleiðslu og þjónustu, bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Fjárfesting í innviðum er þar með mikilvægt hagsmunamál allra landsmanna.

Undanfarin ár hafa fjárveitingar til fjárfestinga ríkissjóðs verið mun meiri en raunfjárfestingar ársins. Þannig hafa ónýttar fjárheimildir til fjárfestinga verið 25–30% af samþykktum framlögum síðustu ár. Umræðan byggir gjarnan á framlögum þannig að tafir og vannýting framlaga flækja málin og draga úr áhrifum fjárfestingar sem hagstjórnarviðbragðs.

Umbætur hafa verið boðaðar í þessum efnum. Nú fer fram vinna við lagafrumvarp um fjárfestingar sem mun fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda. Þar yrði kveðið á um sérstaka framkvæmda- og fjárfestingaráætlun í tengslum við fjármálaáætlanir. Það ætti aftur að geta skapað meiri festu í þessum málum í framtíðinni.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárfesting hins opinbera á réttri leið – en ýmislegt mætti betur fara

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
8. júlí 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í júlí

Hagstofan birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 23. júlí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%.
Sólheimasandur
7. júlí 2021

Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Seðlabanki Íslands
6. júlí 2021

Mestu kaup Seðlabankans á gjaldeyri síðan í febrúar 2017

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal.  Af 18 viðskiptadögum í júní greip SÍ inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni.
Fasteignir
5. júlí 2021

Vikubyrjun 5. júlí 2021

Frá byrjun árs 2020 til loka apríl 2021 voru hrein ný íbúðalán til heimila, þ.e. ný íbúðalán að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri fasteignalána, að meðaltali um 20 ma. kr. á mánuði.
Alþingi við Austurvöll
5. júlí 2021

Ríkisreikningur 2020 – neikvæð afkoma en ódýrara að fjármagna mikinn halla

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.
2. júlí 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 500 m.kr. í júní. Frá áramótun er ávöxtun á verðtryggðu bréfunum almennt betri en á óverðtryggðu bréfunum.
2. júlí 2021

Verðskrá hótela í Reykjavík farin að hækka á ný

Verðskrá hótela í Reykjavík er byrjuð að hækka á ný og var hækkunin nú í maí töluvert meiri en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Þrátt fyrir að verðið sé tekið að hækka hér á landi er það enn lágt í sögulegu ljósi.
Bílar
2. júlí 2021

Bílakaup landsmanna aukast

Kaup á nýjum bílum hafa nú aukist verulega eftir samdrátt síðustu ára. Bílaleigur eru margar farnar að auka við flota sinn á ný, ásamt því sem einstaklingar virðast margir nýta lága vexti og aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum. Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, þó enn sé langt í land varðandi flotann allan.
Smiður
1. júlí 2021

Vísitala heildarlauna og launavísitalan – mismunandi þróun milli markaða

Ekki var mikill munur á ársbreytingu launavísitölu og vísitölu heildarlauna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Sé litið á þróunina á almenna og opinbera markaðnum hvorum fyrir sig kemur hins vegar mikill munur í ljós. Á almenna markaðnum hækkuðu heildarlaunin töluvert meira en launavísitalan, 12,6% á móti 8,6%. Þessu var algerlega öfugt farið á opinbera markaðnum þar sem heildarlaunin hækkuðu mun minna en launavísitalan, 10,8% á móti 15,9%.
Ferðafólk
30. júní 2021

2.400 laus störf í ferðaþjónustu á öðrum ársfjórðungi

Laus störf í ferðaþjónustu hér á landi voru 2.400 á öðrum fjórðungi samkvæmt mati Hagstofunnar og er þetta langmesti fjöldi lausra starfa í greininni frá því að Hagstofan hóf að birta þetta mat á fyrsta ársfjórðungi 2019. Fyrra met var frá því á fyrsta fjórðungi í fyrra þegar þau voru 1.000.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur