Fjár­fest­ing hins op­in­bera á réttri leið – en ým­is­legt mætti bet­ur fara

Nýjar tölur um fjármál hins opinbera sýna að opinberar fjárfestingar jukust um 22,2% að nafnvirði milli ára á fyrsta ársfjórðungi og eru því á réttri leið miðað við markmið. Undanfarin ár hafa fjárveitingar til fjárfestinga ríkissjóðs verið mun meiri en raunfjárfestingar ársins. Þannig hafa ónýttar fjárheimildir til fjárfestinga verið 25–30% af samþykktum framlögum síðustu ár. Umræðan byggir gjarnan á framlögum þannig að tafir og vannýting framlaga flækja málin og draga úr áhrifum fjárfestingar sem hagstjórnarviðbragðs.
Alþingishús
15. júní 2021 - Hagfræðideild

Nýjar tölur um fjármál hins opinbera sýna að opinberar fjárfestingar jukust um 22,2% að nafnvirði milli ára á fyrsta ársfjórðungi og eru því á réttri leið miðað við markmið. Fjárfesting ríkissjóðs jókst um 25,8% á milli ára og fjárfesting sveitarfélaganna um 19,2%.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir 2020 drógust opinberar fjárfestingar saman um 9,3% eftir 10,8% samdrátt árið áður. Eins og hefur verið fjallað um í Hagsjám skýtur þessi samdráttur skökku við, t.d. vegna sérstaks fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar sem sett var af stað 2020.

Í ár er spáð mikilli aukningu á fjárfestingum hins opinbera, m.a. vegna tafa við að koma verkefnum af stað. Þannig spáir Hagstofan 17,7% aukningu, Seðlabankinn 32% aukningu og Hagfræðideild Landsbankans 25% aukningu. Spár allra þriggja gera svo ráð fyrir að það hægi á ný á fjárfestingum hins opinbera milli 2021 og 2022.

Samdráttur var í fjárfestingum sveitarfélaga í fyrra en áætlanir fyrir árið 2021 benda til þess að um verulega aukningu verði að ræða. Alls er um að ræða fjárfestingar A-hluta sveitarfélaganna upp á tæpa 60 ma.kr., sem er aukning um 24% frá fjárhagsáætlunum 2020.

Ýmislegt í sambandi við opinbera fjárfestingu er flókið hvað umfjöllun varðar. T.d. er munur á því hvað telst opinber fjárfesting samkvæmt reikningsskilastöðlum annars vegar og hagskýrslustöðlum (GFS) hins vegar. Þannig var viðhald innviða hluti boðaðs fjárfestingarátaks í núgildandi áætlun en viðhald af því tagi telst að stærstu leyti vera samneysla samkvæmt hagrænu uppgjöri.

Í tengslum við fjárfestingarátakið skapaðist breið sátt um að verja umtalsverðum fjármunum í innviðauppbyggingu. Ljóst er að innviðaauðlindir mynda nauðsynlegan grunn fyrir ýmiss konar framleiðslu og þjónustu, bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Fjárfesting í innviðum er þar með mikilvægt hagsmunamál allra landsmanna.

Undanfarin ár hafa fjárveitingar til fjárfestinga ríkissjóðs verið mun meiri en raunfjárfestingar ársins. Þannig hafa ónýttar fjárheimildir til fjárfestinga verið 25–30% af samþykktum framlögum síðustu ár. Umræðan byggir gjarnan á framlögum þannig að tafir og vannýting framlaga flækja málin og draga úr áhrifum fjárfestingar sem hagstjórnarviðbragðs.

Umbætur hafa verið boðaðar í þessum efnum. Nú fer fram vinna við lagafrumvarp um fjárfestingar sem mun fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda. Þar yrði kveðið á um sérstaka framkvæmda- og fjárfestingaráætlun í tengslum við fjármálaáætlanir. Það ætti aftur að geta skapað meiri festu í þessum málum í framtíðinni.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Fjárfesting hins opinbera á réttri leið – en ýmislegt mætti betur fara

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur