Ferða­menn eyða lang­mestu í gist­ingu

Kortavelta erlendra ferðamanna innanlands á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst töluvert á milli ára. Þrír stærstu útgjaldaliðir ferðamanna eru gistiþjónusta, veitingaþjónusta og verslun. Kortveltan hefur aldrei verið meiri í þessum liðum en nú á fyrstu 5 mánuðum ársins sé kortaveltan skoðuð á föstu verðlagi.
Gönguleið
22. júní 2023

Á fyrstu fimm mánuðum ársins var erlend kortavelta innanlands um 108 ma.kr. á föstu verðlagi, mun meiri en á sama tíma í fyrra þegar hún var 73. ma.kr. Hafa ber í huga að ferðaþjónustan í upphafi síðasta árs var enn lituð af faraldrinum og ferðamönnum fjölgað mjög síðan þá. Því er ekki furða þótt kortavelta ferðamanna hafi aukist í takt. Á fyrstu fimm mánuðum ársins í ár komu 720 þúsund ferðamenn til landsins en þeir voru 455 þúsund í fyrra. Kortaveltan það sem af er ári er örlítið meiri en árið 2019, þá var hún 104 ma.kr og ferðamenn lítillega færri en nú, 705 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Gistiþjónusta stærsti útgjaldaliðurinn samkvæmt kortaveltu

Þegar kortaveltan er skoðuð eftir útgjaldaliðum má sjá að hún jókst langmest í gistiþjónustu það sem af er ári og nam 29 mö.kr. Hún hefur aldrei verið meiri að raunvirði. Tekið skal fram að greiðslukortavelta mælir ekki alla neyslu erlendra ferðamanna hér á landi og inniheldur til dæmis ekki útgjöld vegna flugs til og frá landinu sem er mjög stór kostnaðarliður í ferðalögum til landsins.

Verslun er næststærsti útgjaldaliður kortaveltu og greiðslur í verslunum námu um 17 mö.kr. á fyrstu fimm mánuðum ársins. Hún nær til dæmis yfir verslun í stórmörkuðum, fataverslun, gjafa- og minjagripaverslun og tollfrjálsa verslun. Veitingaþjónusta kemur þar á eftir þar sem kortavelta nam um 16 mö.kr á fyrstu fimm mánuðum ársins. Síðustu ár hafa úttektir á reiðufé dregist saman jafn og þétt.

Kortavelta á hvern ferðamann ennþá hærri en fyrir faraldur

Meðalkortavelta á hvern ferðamann á föstu gengi er ennþá meiri en fyrir faraldur, sem þýðir að hver ferðamaður eyðir að meðaltali meiri pening í sínum gjaldmiðli en fyrir faraldur. Það kann að skýrast af því að fólk ferðaðist minna þegar ferðatakmarkanir voru í gildi í faraldrinum, einhverjir gætu átt uppsafnaðan sparnað eftir faraldurinn eða telja sig eiga inni að gera vel við sig á ferðalögum, nú þegar hægt er að ferðast á ný. Kortavelta á hvern ferðamann var þó minni nú í maí en í maí í fyrra þegar hún var óvenjumikil, hugsanlega vegna þess að þá var ferðaþjónustan rétt að komast á skrið og áhrif þess að faraldurinn var nýgenginn yfir í hámarki. Einnig hefur skráðum gistinóttum fjölgað hlutfallslega meira en fjöldi óskráðra gistinótta eftir faraldur, sem þýðir að þeir sem hingað koma eru líklegri til að gista á hótelum en fyrir faraldur. 

Ferðamenn fara þó ekki varhluta af verðbólgunni. Ef kortavelta á hvern ferðamann er skoðuð á föstu verðlagi eykst hún ekki jafnmikið og á föstu gengi, enda dregur hækkandi verðlag úr raunvirði neyslunnar. Kortavelta á hvern ferðamann á föstu verðlagi nú í maí var svipuð og hún var árið 2018.

Kortavelta á hvern ferðamann er almennt meiri á sumrin en á veturna, einfaldlega vegna þess að ferðmenn dvelja lengur á landinu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur