Fast­eigna­mark­að­ur enn á fleygi­ferð

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð um 1,6% í maímánuði, 1,4% á fjölbýli og 2,4% á sérbýli. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017.
Gata í Reykjavík
16. júní 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands er enn verulegur kraftur í íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins eftir verulegar hækkanir síðustu mánaða. Íbúðaverð hækkaði um 1,6% í maímánuði, 1,4% á fjölbýli og 2,4% á sérbýli. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Mikil eftirspurn virðist enn vera eftir sérbýliseignum sem leiða hækkanirnar áfram.

12 mánaða hækkun sérbýlis mælist nú 18,1% og hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Sérbýliseignum í byggingu hefur fækkað hlutfallslega á síðustu árum og er framboðið augljóslega ekki nægilegt til þess að anna aukinni eftirspurn. Um síðustu áramót var 20% af íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sérbýliseignir, til samanburðar við yfir 40% á árunum 2008 og 2009.

12 mánaða hækkun fjölbýlis er nú 13,1% og hefur heldur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Vegin meðalhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 14,6% í mánuðinum, líka sú mesta frá nóvember 2017. Verð íbúðarhúsnæðis hefur nú tvöfaldast á tæplega 8 árum, eða frá september 2013.

Þrátt fyrir að verðbólga sé nú töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu hefur raunverð íbúðarhúsnæðis hækkað töluvert á síðustu mánuðum. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4% á meðan íbúðaverð hefur hækkað um 14,6% sem þýðir að raunverð íbúða hefur hækkað um rúmlega 10% á einu ári. Raunverð sérbýlis hefur hækkað mun meira, eða um 13,6%.

Það hefur verið mat Hagfræðideildar að þessi mikla eftirspurn sem nú er til staðar sé tímabundin og afleiðing lágra vaxta og þeirra aðstæðna sem Covid-faraldurinn hefur skapað, þar sem ferðalög og tækifæri til neyslu eru takmörkuð. Því megi gera ráð fyrir að neysluvenjur fólks og áherslur muni breytast nú þegar faraldrinum er að linna og þar með hægist á eftirspurn eftir stærri og dýrari fasteignum.

Hækkanir á fasteignaverði koma beint inn í mælingu á vísitölu neysluverðs í gegnum útreikning á kostnaði við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga). Reiknuð húsaleiga er samsett úr annars vegar fasteignaverði og hins vegar vaxtakjörum á íbúðalánum. Þessi kostnaður er núna 16,3% af vísitölu neysluverð. Um 1,2 prósentustig af 4,3% ársverðbólgu í maí skýrast af hækkunum á reiknaðri húsaleigu.

Síðustu ár hafa vaxtalækkanir vegið á móti hækkunum á fasteignaverði í reiknaðri húsaleigu. Samhliða vaxtahækkunum og að lækkanir síðasta árs detta út úr útreikningum Hagstofunnar má búast við að framlag vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaðri húsaleigu fjari út þegar líður á árið. Það mun þýða, að öðru óbreyttu, að áhrif frekari hækkana á fasteignamarkað muni skila sér betur inn í verðbólguna en hefur verið síðustu mánuði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fasteignamarkaður enn á fleygiferð

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar í verslun
15. sept. 2022

Verðbólga mun mjakast niður á við í september

Við spáum því að almennt verðlag hækki um 0,34% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi. Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí og mældist svo aðeins minni eða 9,7% í ágúst. Gangi spáin eftir verður septembermánuður annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan lækkar milli mánaða. Við eigum von hægri hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og að hún verði komin niður í 8,8% í desember.
Olíuvinnsla
12. sept. 2022

Olíuverð einn helsti drifkraftur verðbólgu á síðustu 50 árum

Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.
12. sept. 2022

Vikubyrjun 12. september 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
5. sept. 2022

Vikubyrjun 5. september 2022

Ársverðbólga hjaðnaði í fyrsta sinn í ágúst síðan á vormánuðum 2021.
2. sept. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Tvö útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin í ágúst: 16. ágúst hélt Landsbankinn útboð þar sem bankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 1.060 á kröfunni 6,76% og LBANK CB 27 að fjárhæð 1.080 m.kr. á kröfunni 6,55%. 29. ágúst hélt Íslandsbanki útboð þar sem bankinn seldi  bréf í flokknum ISB CB 27 að fjárhæð 1.300 m.kr. á kröfunni 6,90% og ISB CBI 6.600 m.kr. á kröfunni 2,20%.
Royal exchange
2. sept. 2022

Aftur lækkanir á hlutabréfamörkuðum í ágúst

Hlutabréfamarkaðir heimsins lækkuðu aftur nokkuð í ágúst eftir mikla hækkun í júlí og kom sú lækkun helst til í lok mánaðarins. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hélt ræðu rétt fyrir mánaðarlok á árlegri ráðstefnu seðlabankastjóra hvaðanæva að úr heiminum. Powell sló harðari tón en hann hefur gert undanfarna mánuði og tók af allan vafa um að meginmarkmið seðlabankans yrði að ná verðbólgunni niður. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lækkaði skarpt í kjölfarið og fylgdu hlutabréfamarkaðir margra annarra landa á eftir.
31. ágúst 2022

Ferðaþjónustan drífur áfram kröftugan hagvöxt

Hagvöxtur mældist 6,1% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands. Þetta er ögn minni vöxtur en á fyrsta fjórðungi en engu að síður kröftugur vöxtur. Vöxturinn var nú eins og verið hefur keyrður áfram af miklum vexti í ferðaþjónustu. Þetta var fimmti ársfjórðungurinn í röð með jákvæðum hagvexti og er frekari staðfesting á því að hagkerfið sé á réttri leið.
Flugvél á flugvelli
30. ágúst 2022

Verðbólga byrjuð að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í ágúst og lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,7%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní 2021 sem ársverðbólgan lækkar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að við taki mjög hæg hjöðnun næstu mánuði.
29. ágúst 2022

Vikubyrjun 29. ágúst 2022

Vísbendingar eru um að einkaneysluvöxtur ársins verði m.a. drifinn af auknum bílakaupum en hrein ný bílalán til heimilanna jukust um 34% milli ára í júlí miðað við fast verðlag.
Flutningaskip
26. ágúst 2022

Útflutningsverðmæti stoðanna þriggja sló aftur met á öðrum fjórðungi

Mikil aukning varð á útflutningsverðmæti landsins á öðrum fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra, líkt og gerðist á fyrsta fjórðungi ársins. Aukning varð í útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja: ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Það skýrist af mikilli aukningu í ferðamannafjölda, hærra verði sjávarafurða og mikilli hækkun á álverði frá því í fyrra. Útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 313,3 mö.kr. og hefur ekki áður mælst hærra.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur