Fast­eigna­mark­að­ur enn á fleygi­ferð

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð um 1,6% í maímánuði, 1,4% á fjölbýli og 2,4% á sérbýli. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017.
Gata í Reykjavík
16. júní 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands er enn verulegur kraftur í íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins eftir verulegar hækkanir síðustu mánaða. Íbúðaverð hækkaði um 1,6% í maímánuði, 1,4% á fjölbýli og 2,4% á sérbýli. Árshækkun íbúðarhúsnæðis hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Mikil eftirspurn virðist enn vera eftir sérbýliseignum sem leiða hækkanirnar áfram.

12 mánaða hækkun sérbýlis mælist nú 18,1% og hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Sérbýliseignum í byggingu hefur fækkað hlutfallslega á síðustu árum og er framboðið augljóslega ekki nægilegt til þess að anna aukinni eftirspurn. Um síðustu áramót var 20% af íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sérbýliseignir, til samanburðar við yfir 40% á árunum 2008 og 2009.

12 mánaða hækkun fjölbýlis er nú 13,1% og hefur heldur ekki verið meiri síðan í nóvember 2017. Vegin meðalhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var 14,6% í mánuðinum, líka sú mesta frá nóvember 2017. Verð íbúðarhúsnæðis hefur nú tvöfaldast á tæplega 8 árum, eða frá september 2013.

Þrátt fyrir að verðbólga sé nú töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu hefur raunverð íbúðarhúsnæðis hækkað töluvert á síðustu mánuðum. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4% á meðan íbúðaverð hefur hækkað um 14,6% sem þýðir að raunverð íbúða hefur hækkað um rúmlega 10% á einu ári. Raunverð sérbýlis hefur hækkað mun meira, eða um 13,6%.

Það hefur verið mat Hagfræðideildar að þessi mikla eftirspurn sem nú er til staðar sé tímabundin og afleiðing lágra vaxta og þeirra aðstæðna sem Covid-faraldurinn hefur skapað, þar sem ferðalög og tækifæri til neyslu eru takmörkuð. Því megi gera ráð fyrir að neysluvenjur fólks og áherslur muni breytast nú þegar faraldrinum er að linna og þar með hægist á eftirspurn eftir stærri og dýrari fasteignum.

Hækkanir á fasteignaverði koma beint inn í mælingu á vísitölu neysluverðs í gegnum útreikning á kostnaði við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga). Reiknuð húsaleiga er samsett úr annars vegar fasteignaverði og hins vegar vaxtakjörum á íbúðalánum. Þessi kostnaður er núna 16,3% af vísitölu neysluverð. Um 1,2 prósentustig af 4,3% ársverðbólgu í maí skýrast af hækkunum á reiknaðri húsaleigu.

Síðustu ár hafa vaxtalækkanir vegið á móti hækkunum á fasteignaverði í reiknaðri húsaleigu. Samhliða vaxtahækkunum og að lækkanir síðasta árs detta út úr útreikningum Hagstofunnar má búast við að framlag vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaðri húsaleigu fjari út þegar líður á árið. Það mun þýða, að öðru óbreyttu, að áhrif frekari hækkana á fasteignamarkað muni skila sér betur inn í verðbólguna en hefur verið síðustu mánuði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fasteignamarkaður enn á fleygiferð

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
8. júlí 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í júlí

Hagstofan birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 23. júlí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%.
Sólheimasandur
7. júlí 2021

Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Seðlabanki Íslands
6. júlí 2021

Mestu kaup Seðlabankans á gjaldeyri síðan í febrúar 2017

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal.  Af 18 viðskiptadögum í júní greip SÍ inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni.
Fasteignir
5. júlí 2021

Vikubyrjun 5. júlí 2021

Frá byrjun árs 2020 til loka apríl 2021 voru hrein ný íbúðalán til heimila, þ.e. ný íbúðalán að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri fasteignalána, að meðaltali um 20 ma. kr. á mánuði.
Alþingi við Austurvöll
5. júlí 2021

Ríkisreikningur 2020 – neikvæð afkoma en ódýrara að fjármagna mikinn halla

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.
2. júlí 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 500 m.kr. í júní. Frá áramótun er ávöxtun á verðtryggðu bréfunum almennt betri en á óverðtryggðu bréfunum.
2. júlí 2021

Verðskrá hótela í Reykjavík farin að hækka á ný

Verðskrá hótela í Reykjavík er byrjuð að hækka á ný og var hækkunin nú í maí töluvert meiri en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Þrátt fyrir að verðið sé tekið að hækka hér á landi er það enn lágt í sögulegu ljósi.
Bílar
2. júlí 2021

Bílakaup landsmanna aukast

Kaup á nýjum bílum hafa nú aukist verulega eftir samdrátt síðustu ára. Bílaleigur eru margar farnar að auka við flota sinn á ný, ásamt því sem einstaklingar virðast margir nýta lága vexti og aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum. Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, þó enn sé langt í land varðandi flotann allan.
Smiður
1. júlí 2021

Vísitala heildarlauna og launavísitalan – mismunandi þróun milli markaða

Ekki var mikill munur á ársbreytingu launavísitölu og vísitölu heildarlauna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Sé litið á þróunina á almenna og opinbera markaðnum hvorum fyrir sig kemur hins vegar mikill munur í ljós. Á almenna markaðnum hækkuðu heildarlaunin töluvert meira en launavísitalan, 12,6% á móti 8,6%. Þessu var algerlega öfugt farið á opinbera markaðnum þar sem heildarlaunin hækkuðu mun minna en launavísitalan, 10,8% á móti 15,9%.
Ferðafólk
30. júní 2021

2.400 laus störf í ferðaþjónustu á öðrum ársfjórðungi

Laus störf í ferðaþjónustu hér á landi voru 2.400 á öðrum fjórðungi samkvæmt mati Hagstofunnar og er þetta langmesti fjöldi lausra starfa í greininni frá því að Hagstofan hóf að birta þetta mat á fyrsta ársfjórðungi 2019. Fyrra met var frá því á fyrsta fjórðungi í fyrra þegar þau voru 1.000.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur