Faraldurinn hefur bitnað verst á ferðaþjónustu á suðvesturhorninu
Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu gistinætur á hótelum hér á landi alls tæplega 366 þúsund í september borið saman við tæplega 64 þúsund á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða tæplega sexföldun frá því á sama tímabili í fyrra. Það sem af er ári hefur heildarfjöldi gistinátta verið rúmlega 1,6 milljónir borið saman við 1,4 milljónir á sama tímabili í fyrra og nemur aukningin 17,3%. Árið í fyrra var sérstakt ár vegna faraldursins og því eðlilegra að bera gistináttafjöldann saman við síðasta ár fyrir faraldur, þ.e. árið 2019. Sé það gert sést að gistináttafjöldinn á fyrstu 9 mánuðum þessa árs var rúmlega helmingi minni en á sama tímabili 2019.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Faraldurinn hefur bitnað verst á ferðaþjónustu á suðvesturhorninu