Er­lend­um ferða­mönn­um fækk­aði um 76% á síð­asta ári

Alls komu rúmlega 478 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári.  Þeir voru rétt tæplega 2 milljónir árið 2019 og fækkaði þeim því um 76% milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2010, síðasta ársins fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu, til að finna færri ferðamenn. Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi.
Ferðamenn
13. janúar 2021 - Hagfræðideild

Sé horft á fækkun ferðamanna eftir þjóðerni sést að þeim fækkaði í öllum tilfellum mikið. Minnst fækkaði dönskum ferðamönnum sem fækkaði um 52,8%. Þar á eftir komu Svisslendingar með 60,5% fækkun og Bretar í kjölfarið með 61,1% fækkun. Mesta fækkunin var hjá Rússum en þeim fækkaði um 88,8% milli ára og má eflaust að hluta til rekja það til veikingar á rúblunni. Hún lækkaði verulega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu. Önnur mesta fækkunin var 88,7% hjá Bandaríkjamönnum, sem hafa á síðustu árum verið fjölmennasti hópurinn sem hingað hefur komið. Þriðja mesta fækkunin var svo hjá Svíum en þeim fækkaði um 86,8%.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
30. maí 2023

Vikubyrjun 30. maí 2023

Hér á landi hefur kjölfesta verðbólguvæntinga gefið nokkuð eftir, en í öðrum þróuðum ríkjum virðast verðbólguvæntingar ekki hafa versnað að ráði þrátt fyrir mikla verðbólgu.
26. maí 2023

Ársverðbólga úr 9,9% í 9,5%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við áttum von á og á stærstan hlut í muninum á mælingu Hagstofunnar og okkar spá fyrir maí.
Flutningaskip
25. maí 2023

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi

Útflutningsverðmæti landsins jókst mjög á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti sjávarafurða og ferðaþjónustu en dróst örlítið saman fyrir ál. Það skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Samanlagt útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 266,8 mö.kr.
23. maí 2023

Hagvöxtur byggir sífellt meira á ferðaþjónustunni

Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
22. maí 2023

Vikubyrjun 22. maí 2023

Um 20% af allri kortaveltu íslenskra heimila fer núna fram erlendis, en aukning í kortaveltu íslenskra heimila síðan heimsfaraldrinum lauk hefur verið drifinn áfram af kaupum á vöru og þjónustu frá erlendum söluaðilum.
17. maí 2023

Spáum stýrivaxtahækkun um 1,0 prósentustig

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 1,0 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 7,5% upp í 8,5%.
Bananar
17. maí 2023

Spáum 9,6% verðbólgu í maí

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% milli mánaða í maí og að ársverðbólgan lækki úr 9,9% í 9,6%. Verðbólgan hefur reynst þrálát síðustu mánuði og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Við gerum ráð fyrir því að toppnum sé náð, verðbólga fari hægt hjaðnandi og mælist 8,4% í ágúst. Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 26. maí næstkomandi.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Flugvél
16. maí 2023

Ferðaþjónustan á fleygiferð

Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
Ský
15. maí 2023

Vikubyrjun 15. maí 2023

Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt í á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur