Er­lend­um ferða­mönn­um fækk­aði um 76% á síð­asta ári

Alls komu rúmlega 478 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári.  Þeir voru rétt tæplega 2 milljónir árið 2019 og fækkaði þeim því um 76% milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2010, síðasta ársins fyrir uppsveifluna í ferðaþjónustu, til að finna færri ferðamenn. Þessa þróun má rekja til Covid-19-faraldursins sem hefur tekið ferðaþjónustu heimsins tímabundið úr sambandi.
Ferðamenn
13. janúar 2021 - Hagfræðideild

Sé horft á fækkun ferðamanna eftir þjóðerni sést að þeim fækkaði í öllum tilfellum mikið. Minnst fækkaði dönskum ferðamönnum sem fækkaði um 52,8%. Þar á eftir komu Svisslendingar með 60,5% fækkun og Bretar í kjölfarið með 61,1% fækkun. Mesta fækkunin var hjá Rússum en þeim fækkaði um 88,8% milli ára og má eflaust að hluta til rekja það til veikingar á rúblunni. Hún lækkaði verulega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu. Önnur mesta fækkunin var 88,7% hjá Bandaríkjamönnum, sem hafa á síðustu árum verið fjölmennasti hópurinn sem hingað hefur komið. Þriðja mesta fækkunin var svo hjá Svíum en þeim fækkaði um 86,8%.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. mars 2021

Krónan styrktist í febrúar

Í lok febrúar stóð evran í 152,9 krónum í samanburði við 156,1 í lok janúar og styrktist krónan því. Gengisvísitalan lækkaði (krónan styrktist) um 1,9%. Bæði velta og flökt var svipað og í janúar. Seðlabankinn hélt áfram reglulegri sölu á gjaldeyri.
Kranar á byggingarsvæði
3. mars 2021

Opinber fjárfesting lítil þessi misserin þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Opinber fjárfesting saman um 9,3% á árinu 2020. Þetta er annað árið í röð sem opinber fjárfesting minnkar, en samdrátturinn var 10,8% á árinu 2019. Þessi niðurstaða skýtur verulega skökku við sé litið til samþykkta um aukin útgjöld til fjárfestinga í bæði fjárlögum og fjáraukalögum og yfirlýsingar ráðamanna allt frá upphafi ársins 2019 um að ríkissjóður myndi nú taka öflugan þátt í fjárfestingum á sama tíma og fjárfesting atvinnuveganna hefði dregist mikið saman.
Ferðafólk
3. mars 2021

Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd áttunda árið í röð

Á síðasta ári var 31 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er aðeins meiri afgangur en við áttum von á. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði um 390 ma.kr. á síðasta ári og var í lok árs 1.040 ma.kr., sem er rétt yfir þriðjungur af vergri landsframleiðslu.
Íbúðir
3. mars 2021

Mikil íbúðauppbygging

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum var mun meira byggt af nýju húsnæði í fyrra en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Fjölgun fullgerðra íbúða hefur ekki verið meiri á einu ári síðan 2007. Ólíklegt er að skortur á húsnæði sé mikill í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins miðað við mannfjölda er nú nokkuð yfir meðallagi.
Austurstræti 11 grafík
2. mars 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð bréf að nafnvirði 5,9 ma.kr. í útboði í febrúar. Hvorki Arion banki né Íslandsbanki héldu útboð, en Íslandsbanki gaf út sértryggð skuldabréf að nafnvirði 33 ma.kr. til eigin nota.
Flutningaskip
2. mars 2021

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi

Útflutningur vöru og þjónustu nam 276,9 mö.kr. á fjórða ársfjórðungi borið saman við um 335,8 ma.kr. á sama tímabili árið áður. Hann dróst því saman um 59 ma.kr., eða 18% milli ára. Innflutningur vöru og þjónustu nam 265,9 mö.kr. á fjórða fjórðungi borið saman við 291,4 ma.kr. á sama tímabili árið áður. Hann dróst því saman um 25,4 ma.kr., eða 9%. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 10,9 mö.kr. á fjórða ársfjórðungi og dróst saman um 33,5 ma.kr., eða 75%.
Valtari
2. mars 2021

Áfram mikill slaki á vinnumarkaði – en vonandi er botninum náð

Í apríl 2020 fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003, þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka mældist meiri í maí og júní en hefur síðan minnkað og mældist 76% nú í janúar, sem er 2,3 prósentustigum lægra en í janúar 2020.
Hverasvæði
1. mars 2021

Vikubyrjun 1. mars 2021

Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti fyrir helgi dróst útflutningur saman um 30,5% milli ára að raunvirði í fyrra. Þetta er langmesti samdráttur milli ára sem mælst hefur frá upphafi mælinga, eða frá árinu 1946.
Gönguleið
26. feb. 2021

Næst mesti samdráttur frá upphafi mælinga

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum dróst hagkerfið saman um 6,6% á síðasta ári. Þetta er næst mesti samdráttur frá seinna stríði en árið 2009 mældist 7,7% samdráttur.
Fasteignir
25. feb. 2021

4,1% verðbólga í febrúar – áfram yfir markmiði Seðlabankans

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,69% milli mánaða í febrúar og mælist verðbólga nú 4,1% samanborið við 4,3% í janúar. Verðbólga er því enn yfir efri vikmörkum Seðlabankans um verðbólgumarkmið.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur