Er­lend­ir mark­að­ir upp en sá ís­lenski nið­ur í nóv­em­ber

Nokkuð kröftugar hækkanir voru á hlutabréfamörkuðum helstu viðskiptalanda Íslands í nóvember og lá hækkunin á bilinu 3,1-8,9% en meðalhækkunin var 6,4%. Þróunin hér heima skar sig verulega frá en íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 0,4% í mánuðinum. Hagstæðar verðbólgutölur í Bandaríkjunum höfðu mikil jákvæð áhrif á verðþróun í Bandaríkjunum og komu þau áhrif einnig fram hér á landi, en þó ekki með jafn afgerandi hætti.
Kauphöll
6. desember 2022 - Hagfræðideild

2/3 félaga lækkaði í verði

Vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 0,4% í nóvember og kom sú lækkun í kjölfar 5,2% hækkunar í október. Um 14 félög af 22 á Aðallistanum, eða 2 af hverjum 3 félögum, lækkuðu í verði. 7 félög hækkuðu í verði og 1 félag stóð í stað. Mesta lækkunin var hjá Iceland Seafood eða 8,2% en félagið er með verstu 12 mánaða ávöxtun í kauphöllinni eða -55%. Næstmesta lækkunin var hjá Icelandair Group eða 6,9%. Þar á eftir kom Skel fjárfestingarfélag með 6,7% lækkun. Þrátt fyrir þá lækkun er 12 mánaða ávöxtun Skeljar sú næstmesta eða 22,1%. Stærsta félagið í Kauphöllinni, Marel, hækkaði mest eða um 8,3% en Marel hefur hins vegar lækkað næstmest í Kauphöllinni á eftir Iceland Seafood á síðustu 12 mánuðum eða um 33,4%. Næstmesta hækkunin var hjá Brim eða 7,8%. Þriðja mesta hækkunin var svo hjá Kviku banka eða 3,9%. Bréf Sýnar stóðu í stað í mánuðinum.

Rúmlega helmingur þeirra félaga sem hafa verið skráð lengur en 12 mánuði á hlutabréfamarkaðnum hér heima (10 félög) eru með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum. Mesta hækkunin hefur verið á Origo (28,6%), Skel fjárfestingarfélagi (22,1%) og Síldarvinnslunni (18,4%). Mesta lækkunin er sem fyrr segir á bréfum Iceland Seafood (-54,9%), Marel (-33,4%) og Kviku banka (-24,8%).

Íslenski markaðurinn lækkaði en aðrir markaðir hækkuðu

Verðþróunin á íslenska markaðnum skar sig verulega frá verðþróun hlutabréfamarkaða helstu viðskiptalanda. Þannig hækkuðu markaðir á bilinu 3,1-8,9% og var hækkunin að meðaltali 6,4%. Íslenski markaðurinn lækkaði hins vegar um 0,4%. Verðþróun hlutabréfa í Bandaríkjunum var mjög kaflaskipt í nóvember. Tölur um verðbólgu í Bandaríkjunum í október birtust 10. nóvember og voru þær nokkuð hagstæðari en markaðurinn hafði gert ráð fyrir. Áhrif þess voru mikil og jákvæð á markaðinn. Frá upphafi nóvembermánaðar og fram að birtingu verðbólgutalna lækkaði bandaríski markaðurinn um 3,2%. Frá því tölurnar birtust og fram að mánaðamótum hækkaði markaðurinn um 8,8%. Heildarhækkunin yfir mánuðinn var því 5,4%. Íslenski markaðurinn, sem hefur fylgt þeim bandaríska töluvert náið eftir á síðustu misserum, lækkaði um 3,4% fram að verðbólgutölunum og hækkaði svo um 3,4% eftir verðbólgutölurnar. Íslenski markaðurinn virðist hafa elt þann bandaríska með ákveðnari hætti en aðrir markaðir en ekki urðu jafn kaflaskiptar breytingar á þeim eins og þeim íslenska fyrir og eftir þessar verðbólgutölur.

Norski markaðurinn sá eini með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum

Síðustu 12 mánuði hefur ávöxtun hlutabréfamarkaða verið neikvæð víðast hvar á meðal viðskiptalanda okkar. Sé litið til helstu viðskiptalanda Íslands mælist jákvæð ávöxtun einungis á norska, japanska og breska markaðnum á síðustu 12 mánuðum. Ávöxtunin er mest í Noregi (8,2%) en síðan kemur Japan (3%) og Bretland (2,8%). Mesta lækkunin er í Þýskalandi (-20,1%), Svíþjóð (-18,5%) og í Bandaríkjunum (-10,7%). Lækkunin hér á landi er -11,2%.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur