Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Erf­ið­lega geng­ur að manna störf víða um heim í kjöl­far far­ald­urs­ins

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að heildarmánaðarlaun verkafólks séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021. Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum.
Maður á ísjaka
1. júní 2021 - Greiningardeild

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Mörg svæði upplifa þannig skort á vinnuafli og það gengur illa að manna þau störf sem verða nú til vegna aukinnar eftirspurnar. Á sama tíma er atvinnuleysi víða mikið og umræða hefur sprottið upp um meint áhugaleysi á vissum störfum.

Í Bandaríkjunum eru nú um 8 milljón laus störf sem erfitt virðist að fá fólk í. Í Ástralíu eru laus störf um 40% fleiri nú en áður en faraldurinn skall á. Þetta vandamál er einnig farið að birtast með skýrari hætti í löndum eins og Þýskalandi og Sviss. Þá hefur umræða um áhugaleysi á störfum einnig verið áberandi hér á landi á síðustu vikum.

Það er því víða um að ræða umframeftirspurn eftir vinnuafli og slíkt leiðir oft til þess að laun hækka meira en ella. Í Bandaríkjunum hefur launahækkunartaktur verið um 3% að undanförnu sem telst mikið þar í landi. Einhverjir fagna eflaust hækkun launa, en aðrir hafa áhyggjur á því að miklar launahækkanir skapi þenslu og auki verðbólgu og óstöðugleika.

Væntanlega snýst þessi staða um lægsta hlutann af launastiganum. Hér á landi hefur umræðan undanfarið snúist um störf í ferðaþjónustu og í öðrum löndum er t.d. um að ræða greinar eins og veitingahúsarekstur, sem er óðum að taka við sér þessar vikurnar. Margir hafa bent á samhengi á milli lágra launa og atvinnuleysisbóta sem eru lítið lægri en lágmarkslaun. Þannig hefur verið bent á að atvinnuleysisbætur og greiðslur til heimila í Bandaríkjunum á síðasta ári hafi valdið því að ráðstöfunartekjur sumra heimila hafi aukist við faraldur og atvinnuleysi.

Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru heildarlaun verkafólks um kr. 573 þús.kr. að meðaltali á mánuði 2019. Samkvæmt framreikningi má ætla að þau séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021.

Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum. Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta eru um 473 þús. kr. á mánuði, eða um 70% af heildarlaunum. Hlutfallið fyrir hærra launaða er auðvitað mun lægra. Hér er þó einungis um grófar áætlanir að ræða þar sem aðrir þættir eins og fjöldi barna hefur áhrif á upphæð bóta og tekjutenging bóta er einungis tímabundin.

Sé litið á alþjóðlegan samanburð virðist staðan vera sú meðal ríkari þjóða að atvinnuleysisbætur séu 55-70% af algengum launum. Einstaklingur sem er atvinnulaus í Danmörku fær 83% af launum eftir 6 mánaða atvinnuleysi samkvæmt tölum frá OECD. Staðan hér og í Noregi er svipuð, tæplega 70%. Opinber tala fyrir Bandaríkin er einungis 7%, en ljóst er að á síðasta ári var farið langt fram úr þeirri tölu.

Umræðan hér á landi um lítinn áhuga atvinnulausra að taka störfum hefur verið nokkuð þung. Dæmin hér að framan sýna að tekjutap vegna atvinnuleysis er verulegt, jafnvel fyrir fólk í neðri hluta launastigans. Það er því ekki líklegt að atvinnuleysisbætur aftri því að fólk taki störfum sem bjóðast og að aðrar skýringar séu líklegri, t.d. að fólk treysti því ekki að faraldrinum sé lokið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erfiðlega gengur að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.