Erf­ið­lega geng­ur að manna störf víða um heim í kjöl­far far­ald­urs­ins

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að heildarmánaðarlaun verkafólks séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021. Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum.
Maður á ísjaka
1. júní 2021 - Hagfræðideild

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Mörg svæði upplifa þannig skort á vinnuafli og það gengur illa að manna þau störf sem verða nú til vegna aukinnar eftirspurnar. Á sama tíma er atvinnuleysi víða mikið og umræða hefur sprottið upp um meint áhugaleysi á vissum störfum.

Í Bandaríkjunum eru nú um 8 milljón laus störf sem erfitt virðist að fá fólk í. Í Ástralíu eru laus störf um 40% fleiri nú en áður en faraldurinn skall á. Þetta vandamál er einnig farið að birtast með skýrari hætti í löndum eins og Þýskalandi og Sviss. Þá hefur umræða um áhugaleysi á störfum einnig verið áberandi hér á landi á síðustu vikum.

Það er því víða um að ræða umframeftirspurn eftir vinnuafli og slíkt leiðir oft til þess að laun hækka meira en ella. Í Bandaríkjunum hefur launahækkunartaktur verið um 3% að undanförnu sem telst mikið þar í landi. Einhverjir fagna eflaust hækkun launa, en aðrir hafa áhyggjur á því að miklar launahækkanir skapi þenslu og auki verðbólgu og óstöðugleika.

Væntanlega snýst þessi staða um lægsta hlutann af launastiganum. Hér á landi hefur umræðan undanfarið snúist um störf í ferðaþjónustu og í öðrum löndum er t.d. um að ræða greinar eins og veitingahúsarekstur, sem er óðum að taka við sér þessar vikurnar. Margir hafa bent á samhengi á milli lágra launa og atvinnuleysisbóta sem eru lítið lægri en lágmarkslaun. Þannig hefur verið bent á að atvinnuleysisbætur og greiðslur til heimila í Bandaríkjunum á síðasta ári hafi valdið því að ráðstöfunartekjur sumra heimila hafi aukist við faraldur og atvinnuleysi.

Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru heildarlaun verkafólks um kr. 573 þús.kr. að meðaltali á mánuði 2019. Samkvæmt framreikningi má ætla að þau séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021.

Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum. Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta eru um 473 þús. kr. á mánuði, eða um 70% af heildarlaunum. Hlutfallið fyrir hærra launaða er auðvitað mun lægra. Hér er þó einungis um grófar áætlanir að ræða þar sem aðrir þættir eins og fjöldi barna hefur áhrif á upphæð bóta og tekjutenging bóta er einungis tímabundin.

Sé litið á alþjóðlegan samanburð virðist staðan vera sú meðal ríkari þjóða að atvinnuleysisbætur séu 55-70% af algengum launum. Einstaklingur sem er atvinnulaus í Danmörku fær 83% af launum eftir 6 mánaða atvinnuleysi samkvæmt tölum frá OECD. Staðan hér og í Noregi er svipuð, tæplega 70%. Opinber tala fyrir Bandaríkin er einungis 7%, en ljóst er að á síðasta ári var farið langt fram úr þeirri tölu.

Umræðan hér á landi um lítinn áhuga atvinnulausra að taka störfum hefur verið nokkuð þung. Dæmin hér að framan sýna að tekjutap vegna atvinnuleysis er verulegt, jafnvel fyrir fólk í neðri hluta launastigans. Það er því ekki líklegt að atvinnuleysisbætur aftri því að fólk taki störfum sem bjóðast og að aðrar skýringar séu líklegri, t.d. að fólk treysti því ekki að faraldrinum sé lokið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erfiðlega gengur að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
8. júní 2021

Vaxtahækkanir sem snerta heimilin

Frá því að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í fyrra hafa heimilin í landinu aukið töku óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum verulega. Vextir slíkra lána fara nú hækkandi og þar með greiðslubyrði lántakenda.
Alþingishús
8. júní 2021

Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Dollarar og Evrur
7. júní 2021

Krónan styrktist í maí

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í maí og hefur ekki mælst sterkari frá því um miðjan mars á síðasta ári. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 35,5 ma.kr. Hlutdeild Seðlabanka Íslands var 2,1 ma.kr., sem var 5,8% af heildarveltunni.
7. júní 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 440 m.kr. í maí. Ávöxtunarkrafan hækkaði nokkuð á markaði.
Hverasvæði
7. júní 2021

Vikubyrjun 7. júní 2021

Lausum störfum samkvæmt talningu Vinnumálastofnunar fjölgað mjög hratt síðustu mánuði, eða úr 350 í febrúar í tæplega 2.000 í apríl. Til samanburðar er meðaltal áranna 2011-2020 um 215 og fór hæst á þessu tímabili í 500 í september 2016.
Gönguleið
2. júní 2021

Halli á viðskiptajöfnuði á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta ársfjórðungi mældist 27,1 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er um 38,8 ma.kr. lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi 2020 og 50 ma.kr. lakari niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Óveruleg breyting varð á hreinni erlendri stöðu á fjórðungnum, en í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.069 ma.kr.
Sólheimasandur
31. maí 2021

Verulega hægði á samdrætti hagkerfisins á fyrsta ársfjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 1,7% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er mun minni samdráttur en verið hefur á síðustu fjórðungum. Mesti samdrátturinn var á öðrum fjórðungi síðasta árs þegar hann nam 10,1%. Síðan þá hefur dregið úr samdrættinum. Við teljum að samdráttur hagkerfisins muni fljótlega breytast í vöxt og spáum því að hagvöxtur yfir árið í heild verði 4,9%.
Smiður
31. maí 2021

Batamerki á vinnumarkaði

Í apríl í fyrra fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003. Atvinnuþátttaka hefur sveiflast nokkuð síðan, í samræmi við stöðu sóttvarna á hverjum tíma, og mældist nú í apríl 78,4% sem er heilum 5 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er nú rétt undir 78% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð síðustu mánuði.
Ský
31. maí 2021

Vikubyrjun 31. maí 2021

Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er að aukast. Þannig jókst verðbólga í Bandaríkjunum úr 2,6% í mars í 4,2% í apríl og úr 0,7% í 1,5% í Bretlandi.
Fasteignir
28. maí 2021

Mikið að gerast á fasteignamarkaði um land allt

Frá því að Covid-faraldurinn hófst hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist verulega. Mikill áhugi virðist vera á kaupum umhverfis höfuðborgarsvæðið, til dæmis í Árborg og Reykjanesbæ, þar sem verð hefur hækkað að undanförnu og það hraðar en á höfuðborgarsvæðinu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur