Enn þurf­um við að byggja veru­lega á inn­fluttu vinnu­afli

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Talið er að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025.
Fólk við Geysi
2. júní 2022 - Hagfræðideild

Einu sinni enn er kominn upp skortur á vinnuafli í íslenska hagkerfinu og einu sinni enn ljóst að ekki er hægt að manna öll störf nema með innfluttu vinnuafli. Íslendingum fjölgar ekki nógu mikið til þess að geta fyllt upp í þörfina sem ný störf skapa. Erlent vinnuafl verður því sífellt mikilvægara.

Á árunum 2010-2013 voru erlendir ríkisborgarar innan við 7% af íbúafjölda hér á landi. Í ár eru þeir um 15%. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%.

Erlendum ríkisborgurum tók að fjölga hér á landi 2012. Á næstu árum fram til 2017 jókst fjölgun aðfluttra umfram brottflutta mikið en eftir þá fjölgun dró aðeins úr 2018 og 2019. Faraldurinn og samdráttur hafði greinilega áhrif á flutninga á árinu 2020, en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum ríkisborgurum það ár. Fjölgunin jókst aftur árið 2021 og nú á 1. ársfjórðungi 2022 var fjölgunin álíka og var á árinu 2019.

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu.

Samtök atvinnulífsins telja að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022-25 en innlendu fólki á starfsaldri fjölgi einungis um 3 þúsund. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025. Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins.

Atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru innan við eitt þúsund að meðaltali á árinu 2017. Á árinu 2020 voru þeir um 6.500 og fækkaði aftur í fyrra, nýjustu gögn frá aprílmánuði benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021.

Í mars sl. taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði um 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra, en almennt atvinnuleysi allra var 4,9% í mars. Hlutfallslegt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara er því ríflega tvöfalt á við íslenska.

Ekki er mikið til um upplýsingar um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar 2021 var þó fjallað nokkuð ítarlega um laun og launaþróun eftir bakgrunni. Í skýrslunni kom m.a. fram að um 80% innflytjenda á vinnumarkaði hér væru innan ASÍ, þar af um ¾ hlutar innan Starfsgreinasambandsins. Í sömu skýrslu kom einnig fram að laun innflytjenda væru að jafnaði lægri en meðal Íslendinga innan sömu hópa. Munurinn var mestur innan BSRB þar sem innflytjendur voru að meðaltali með 83% af reglulegum mánaðarlaunum innfæddra fyrir fullt starf, en hjá öðrum hópum var hlutfallið í kringum 90%.

Lesa Hagsjána í heild:

Enn þurfum við að byggja verulega á innfluttu vinnuafli

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur