Enn þurf­um við að byggja veru­lega á inn­fluttu vinnu­afli

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Talið er að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025.
Fólk við Geysi
2. júní 2022 - Hagfræðideild

Einu sinni enn er kominn upp skortur á vinnuafli í íslenska hagkerfinu og einu sinni enn ljóst að ekki er hægt að manna öll störf nema með innfluttu vinnuafli. Íslendingum fjölgar ekki nógu mikið til þess að geta fyllt upp í þörfina sem ný störf skapa. Erlent vinnuafl verður því sífellt mikilvægara.

Á árunum 2010-2013 voru erlendir ríkisborgarar innan við 7% af íbúafjölda hér á landi. Í ár eru þeir um 15%. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%.

Erlendum ríkisborgurum tók að fjölga hér á landi 2012. Á næstu árum fram til 2017 jókst fjölgun aðfluttra umfram brottflutta mikið en eftir þá fjölgun dró aðeins úr 2018 og 2019. Faraldurinn og samdráttur hafði greinilega áhrif á flutninga á árinu 2020, en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum ríkisborgurum það ár. Fjölgunin jókst aftur árið 2021 og nú á 1. ársfjórðungi 2022 var fjölgunin álíka og var á árinu 2019.

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu.

Samtök atvinnulífsins telja að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022-25 en innlendu fólki á starfsaldri fjölgi einungis um 3 þúsund. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025. Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins.

Atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru innan við eitt þúsund að meðaltali á árinu 2017. Á árinu 2020 voru þeir um 6.500 og fækkaði aftur í fyrra, nýjustu gögn frá aprílmánuði benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021.

Í mars sl. taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði um 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra, en almennt atvinnuleysi allra var 4,9% í mars. Hlutfallslegt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara er því ríflega tvöfalt á við íslenska.

Ekki er mikið til um upplýsingar um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar 2021 var þó fjallað nokkuð ítarlega um laun og launaþróun eftir bakgrunni. Í skýrslunni kom m.a. fram að um 80% innflytjenda á vinnumarkaði hér væru innan ASÍ, þar af um ¾ hlutar innan Starfsgreinasambandsins. Í sömu skýrslu kom einnig fram að laun innflytjenda væru að jafnaði lægri en meðal Íslendinga innan sömu hópa. Munurinn var mestur innan BSRB þar sem innflytjendur voru að meðaltali með 83% af reglulegum mánaðarlaunum innfæddra fyrir fullt starf, en hjá öðrum hópum var hlutfallið í kringum 90%.

Lesa Hagsjána í heild:

Enn þurfum við að byggja verulega á innfluttu vinnuafli

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur