Enn þurf­um við að byggja veru­lega á inn­fluttu vinnu­afli

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu. Talið er að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025.
Fólk við Geysi
2. júní 2022 - Hagfræðideild

Einu sinni enn er kominn upp skortur á vinnuafli í íslenska hagkerfinu og einu sinni enn ljóst að ekki er hægt að manna öll störf nema með innfluttu vinnuafli. Íslendingum fjölgar ekki nógu mikið til þess að geta fyllt upp í þörfina sem ný störf skapa. Erlent vinnuafl verður því sífellt mikilvægara.

Á árunum 2010-2013 voru erlendir ríkisborgarar innan við 7% af íbúafjölda hér á landi. Í ár eru þeir um 15%. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 160%.

Erlendum ríkisborgurum tók að fjölga hér á landi 2012. Á næstu árum fram til 2017 jókst fjölgun aðfluttra umfram brottflutta mikið en eftir þá fjölgun dró aðeins úr 2018 og 2019. Faraldurinn og samdráttur hafði greinilega áhrif á flutninga á árinu 2020, en þrátt fyrir það fjölgaði erlendum ríkisborgurum það ár. Fjölgunin jókst aftur árið 2021 og nú á 1. ársfjórðungi 2022 var fjölgunin álíka og var á árinu 2019.

Á árinu 2005 voru 20-59 ára innflytjendur 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á 1. ársfjórðungi 2022 var hlutallið 22,3% og hefur aldrei verið hærra. Hlutfall innflytjenda fór undir 20% á árinu 2021 en hefur nú náð fyrri stöðu.

Samtök atvinnulífsins telja að flytja þurfi inn 12 þúsund starfsmenn á næstu fjórum árum. Störfum muni fjölga um 15 þúsund á árunum 2022-25 en innlendu fólki á starfsaldri fjölgi einungis um 3 þúsund. Gangi þetta eftir, sem allt bendir til, yrði hlutfall innflytjenda af starfandi fólki komið yfir 27% á árinu 2025. Fram til þessa hefur starfsfólk úr röðum innflytjenda einkum verið ófaglært, en bent hefur verið á að á næstu árum verði ekki síður skortur á háskólamenntuðu fólki. Í því sambandi þurfi laða erlent háskólamenntað starfsfólk til landsins.

Atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru innan við eitt þúsund að meðaltali á árinu 2017. Á árinu 2020 voru þeir um 6.500 og fækkaði aftur í fyrra, nýjustu gögn frá aprílmánuði benda til þess að nú séu um 3.850 erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið á síðustu árum úr því að vera um 15% á árinu 2010 í yfir 40% upp á síðkastið. Hlutfallið hefur verið tæp 43% á þessu ári og hefur aukist úr um 40% frá sumrinu 2021.

Í mars sl. taldi Vinnumálastofnun að fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara samsvaraði um 10,5% atvinnuleysi meðal þeirra, en almennt atvinnuleysi allra var 4,9% í mars. Hlutfallslegt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara er því ríflega tvöfalt á við íslenska.

Ekki er mikið til um upplýsingar um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar 2021 var þó fjallað nokkuð ítarlega um laun og launaþróun eftir bakgrunni. Í skýrslunni kom m.a. fram að um 80% innflytjenda á vinnumarkaði hér væru innan ASÍ, þar af um ¾ hlutar innan Starfsgreinasambandsins. Í sömu skýrslu kom einnig fram að laun innflytjenda væru að jafnaði lægri en meðal Íslendinga innan sömu hópa. Munurinn var mestur innan BSRB þar sem innflytjendur voru að meðaltali með 83% af reglulegum mánaðarlaunum innfæddra fyrir fullt starf, en hjá öðrum hópum var hlutfallið í kringum 90%.

Lesa Hagsjána í heild:

Enn þurfum við að byggja verulega á innfluttu vinnuafli

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
5. júlí 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Íslandsbanki og Landsbankinn héldu útboð sértryggðra skuldabréfa í júní. Arion banki hélt ekki útboð.
Mengun í borg
5. júlí 2022

Losun gróðurhúsalofttegunda nálgast sama stig og fyrir faraldur

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 eftir verulega minnkun næstu tvö ár þar á undan. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var heildarlosun hagkerfisins 2021 þó um fjórðungi minni en var á árinu 2018. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6% milli fyrstu fjögurra mánaða 2021 og 2022, fyrst og fremst vegna 6,7% aukningar frá atvinnulífinu. Losun frá heimilum fyrstu fjóra mánuðina í ár hefur hins vegar minnkað um u.þ.b. 1% frá árinu 2021.
Gata í Reykjavík
4. júlí 2022

Vikubyrjun 4. júlí 2022

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan úr 7,6% í 8,8%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009.
Smiður
1. júlí 2022

Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
Fjölbýlishús
30. júní 2022

Óverðtryggð íbúðalán hjá viðskiptabönkunum þrefölduðust í heimsfaraldrinum

Veruleg breyting varð á samsetningu íbúðalána í heimsfaraldrinum og upphæð óverðtryggðra íbúðalána hjá viðskiptabönkunum rúmlega þrefaldaðist. Nú er hafið verulega bratt hækkunarferli stýrivaxta og viðbúið að vextir íbúðalána fylgi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði lána.
Olíuvinnsla
29. júní 2022

Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og hækkaði ársverðbólgan í 8,8% úr 7,6%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Við teljum að verðbólgan muni nái hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá um 9,5%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun hennar.
Fasteignir
27. júní 2022

Vikubyrjun 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Byggingakrani og fjölbýlishús
23. júní 2022

Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
Evrópsk verslunargata
21. júní 2022

Íslendingar aldrei eytt meiru erlendis

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% á milli ára í maí, að raunvirði. Kortavelta Íslendinga erlendis jókst um 120% milli ára miðað við fast gengi. Þetta sýnir okkur að eftirspurn er mikil í hagkerfinu og það sér í lagi eftir ferðalögum. Vöxtur einkaneyslu mun að öllum líkindum vera innfluttur í formi aukinna ferðalaga næstu misserin.
Símagreiðsla
20. júní 2022

Vikubyrjun 20. júní 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst alls um 16,5% að raunvirði milli ára í maí.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur