Einka­neysla meiri en spáð var

Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum dróst einkaneysla saman um 3,3% í fyrra. Við höfðum spáð því að samdráttur yrði meiri, enda bentu fyrstu tölur til þess að fólk hefði dregið verulega úr neyslu sinni eftir að faraldurinn hófst. Aðgerðir stjórnvalda og breyttar neysluvenjur gerðu það að verkum að samdráttur varð minni þegar leið á árið.
Matvöruverslun
11. mars 2021 - Hagfræðideild

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs dróst neysla saman um rúm 3% milli ára sem er örlítið meiri samdráttur en á þriðja ársfjórðungi (-2,2%) en talsvert minni samdráttur en á fyrsta fjórðungi (-8,7%). Sóttvarnaraðgerðir voru harðari og lengur við lýði í þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu en þrátt fyrir það dróst neysla mun minna saman.

Er það m.a. vegna breyttra neysluvenja þar sem fólk nýtti sér í auknum mæli netverslanir, en einnig breyttust áherslur í neyslu þar sem minna var eytt í ferðalög út fyrir landsteinana og meira innanlands. Það má ætla að neysla margra hafi verið í formi fjárfestingar til heimilis. Til marks um það jókst kortavelta einstaklinga um þriðjung í raf- og heimilistækjaverslunum og 22% í byggingarvöruverslunum milli ára í fyrra.

Þrátt fyrir nokkuð kraftmeiri neyslu en fyrstu spár og bráðabirgðatölur bentu til, eru vísbendingar um að heimilin séu að halda að sér höndum og eyði ekki um efni fram. Til marks um þetta drógust yfirdráttarlán verulega saman um leið og faraldurinn skall á og innlán jukust. Sumir eru eflaust að fresta neyslu og ætla að nýta sér þennan sparnað þegar ferðalög og samkomur verða almennari, en aðrir gætu hafa viljað koma sér upp varúðarsjóði á meðan óvissan í atvinnu- og efnahagslífinu var sem mest.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Einkaneysla meiri en spáð var

Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur