Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Eigna­bruni jóla­gjaf­anna

Hagfræðilegur þankagangur gengur m.a. út á að kaupa einungis þá hluti og þjónustu sem færa þér jafnmikinn eða meira ábata en þú greiðir fyrir þá.
21. desember 2011

Þannig ætti einstaklingur einungis að kaupa peysu á 10 þúsund krónur ef hann metur hana a.m.k. 10 þúsund króna virði, eða hún færir honum ábata sem er a.m.k. 10 þúsund króna virði. Eftir slík kaup er heildareign viðkomandi sú sama og áður, þ.e. í stað þess að eiga 10 þúsund krónur í reiðufé á hann peysu að verðmæti 10 þúsund krónur. Í mörgum tilfellum er ábati peysukaupandans meiri en sem nemur kaupverðinu. Í þeim tilfellum hagnast hann um það sem nemur mismuninum á ábatanum af peysunni og kaupverðinu.

Ef hins vegar frændi þessa sama einstaklings kaupir handa honum peysu á 10 þúsund krónur en peysuþeginn hefði aldrei greitt nema 6 þúsund fyrir peysuna sjálfur, þá eru frændurnir til samans 4 þúsund krónum fátækari fyrir vikið. Þarna hefur orðið sóun á fjármunum eða svokallaður eignabruni.

Jólahald og þau pakkaskipti sem fram fara á hverju ári á milli vina og ættingja, hefur því óhjákvæmilega í för með sér stórfelldan eignabruna af því tagi sem að ofan er lýst.

Óvelkomið hálsbindi kveikir hugmynd

Joel Waldfogel, prófessor í hagfræði og kennari við Wharton-viðskiptaháskólann í Pensylvaníu, fékk hálsbindi í jólagjöf frá móðursystur sinni í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Bindið hitti engan veginn í mark, en það kveikti hjá Joel hugmynd að rannsókn á eignabruna jólanna. 

Árið 1993 birtist eftir hann grein í The American Economic Review sem heitir "The Deadweight Cost of Christmas". Greinin var byggð á könnun sem hann gerði meðal nemenda sinna. Hver nemandi tók saman lista yfir allar jólagjafir sem hann hafði fengið, hvað hver gjöf hafði kostað, frá hverjum gjöfin var og tiltók hversu mikils hann sjálfur mat hverja gjöf í dollurum. Niðurstaðan var sú að mat þiggjenda gjafanna var lægra en kaupverðið. Munurinn var minnstur þegar gefandi var líklegur til að þekkja vel til, þ.e. foreldri, maki, systkini eða vinur. Gjafir frá frændum, frænkum, öfum og ömmum voru lægst metnar í hlutfalli við kaupverð.

Waldfogel hefur rannsakað efnið frekar og árið 2009 kom út eftir hann bókin „Scroogenomics: Why You Shouldn't Buy Presents for the Holidays.“ Hann áætlar útfrá rannsóknum sínum að af hverjum 100 dollurum sem varið er til kaupa á jólagjöfum sé verðgildi gjafana í augum þiggjandans einungis að jafnaði 80 dollarar. Hinir 20 dollararnir fara þá í súginn.

Eignabruninn hér á landi 1,1 milljarður króna

Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst áætlar að hver Íslendingur muni verja 38 þúsund krónum til jólainnkaupa í ár. Ef við gerum ráð fyrir að þessi 38 þúsund skiptist jafnt á milli jólagjafa og annars kostnaðar og að sama hlutfall tapist hér á landi og í Bandaríkjunum, þá verður eignabruninn þessi jól 19 þúsund krónur á hverja fimm manna fjölskyldu. Samanlagt nemur hann þá 1,1 milljarði króna þegar allt er talið.

Nánar upplýsingar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.
Peningaseðlar
10. júní 2025
Vikubyrjun 10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.
Flutningaskip
6. júní 2025
Áfram verulegur halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.
Strönd
5. júní 2025
Stóraukin útgjöld til hernaðar- og varnarmála um allan heim
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.
2. júní 2025
Mánaðamót 2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Gróðurhús
2. júní 2025
Vikubyrjun 2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Lyftari í vöruhúsi
30. maí 2025
2,6% hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en samdráttur í fyrra
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.