Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Eigna­bruni jóla­gjaf­anna

Hagfræðilegur þankagangur gengur m.a. út á að kaupa einungis þá hluti og þjónustu sem færa þér jafnmikinn eða meira ábata en þú greiðir fyrir þá.
21. desember 2011

Þannig ætti einstaklingur einungis að kaupa peysu á 10 þúsund krónur ef hann metur hana a.m.k. 10 þúsund króna virði, eða hún færir honum ábata sem er a.m.k. 10 þúsund króna virði. Eftir slík kaup er heildareign viðkomandi sú sama og áður, þ.e. í stað þess að eiga 10 þúsund krónur í reiðufé á hann peysu að verðmæti 10 þúsund krónur. Í mörgum tilfellum er ábati peysukaupandans meiri en sem nemur kaupverðinu. Í þeim tilfellum hagnast hann um það sem nemur mismuninum á ábatanum af peysunni og kaupverðinu.

Ef hins vegar frændi þessa sama einstaklings kaupir handa honum peysu á 10 þúsund krónur en peysuþeginn hefði aldrei greitt nema 6 þúsund fyrir peysuna sjálfur, þá eru frændurnir til samans 4 þúsund krónum fátækari fyrir vikið. Þarna hefur orðið sóun á fjármunum eða svokallaður eignabruni.

Jólahald og þau pakkaskipti sem fram fara á hverju ári á milli vina og ættingja, hefur því óhjákvæmilega í för með sér stórfelldan eignabruna af því tagi sem að ofan er lýst.

Óvelkomið hálsbindi kveikir hugmynd

Joel Waldfogel, prófessor í hagfræði og kennari við Wharton-viðskiptaháskólann í Pensylvaníu, fékk hálsbindi í jólagjöf frá móðursystur sinni í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Bindið hitti engan veginn í mark, en það kveikti hjá Joel hugmynd að rannsókn á eignabruna jólanna. 

Árið 1993 birtist eftir hann grein í The American Economic Review sem heitir "The Deadweight Cost of Christmas". Greinin var byggð á könnun sem hann gerði meðal nemenda sinna. Hver nemandi tók saman lista yfir allar jólagjafir sem hann hafði fengið, hvað hver gjöf hafði kostað, frá hverjum gjöfin var og tiltók hversu mikils hann sjálfur mat hverja gjöf í dollurum. Niðurstaðan var sú að mat þiggjenda gjafanna var lægra en kaupverðið. Munurinn var minnstur þegar gefandi var líklegur til að þekkja vel til, þ.e. foreldri, maki, systkini eða vinur. Gjafir frá frændum, frænkum, öfum og ömmum voru lægst metnar í hlutfalli við kaupverð.

Waldfogel hefur rannsakað efnið frekar og árið 2009 kom út eftir hann bókin „Scroogenomics: Why You Shouldn't Buy Presents for the Holidays.“ Hann áætlar útfrá rannsóknum sínum að af hverjum 100 dollurum sem varið er til kaupa á jólagjöfum sé verðgildi gjafana í augum þiggjandans einungis að jafnaði 80 dollarar. Hinir 20 dollararnir fara þá í súginn.

Eignabruninn hér á landi 1,1 milljarður króna

Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst áætlar að hver Íslendingur muni verja 38 þúsund krónum til jólainnkaupa í ár. Ef við gerum ráð fyrir að þessi 38 þúsund skiptist jafnt á milli jólagjafa og annars kostnaðar og að sama hlutfall tapist hér á landi og í Bandaríkjunum, þá verður eignabruninn þessi jól 19 þúsund krónur á hverja fimm manna fjölskyldu. Samanlagt nemur hann þá 1,1 milljarði króna þegar allt er talið.

Nánar upplýsingar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.