Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Eigna­bruni jóla­gjaf­anna

Hagfræðilegur þankagangur gengur m.a. út á að kaupa einungis þá hluti og þjónustu sem færa þér jafnmikinn eða meira ábata en þú greiðir fyrir þá.
21. desember 2011

Þannig ætti einstaklingur einungis að kaupa peysu á 10 þúsund krónur ef hann metur hana a.m.k. 10 þúsund króna virði, eða hún færir honum ábata sem er a.m.k. 10 þúsund króna virði. Eftir slík kaup er heildareign viðkomandi sú sama og áður, þ.e. í stað þess að eiga 10 þúsund krónur í reiðufé á hann peysu að verðmæti 10 þúsund krónur. Í mörgum tilfellum er ábati peysukaupandans meiri en sem nemur kaupverðinu. Í þeim tilfellum hagnast hann um það sem nemur mismuninum á ábatanum af peysunni og kaupverðinu.

Ef hins vegar frændi þessa sama einstaklings kaupir handa honum peysu á 10 þúsund krónur en peysuþeginn hefði aldrei greitt nema 6 þúsund fyrir peysuna sjálfur, þá eru frændurnir til samans 4 þúsund krónum fátækari fyrir vikið. Þarna hefur orðið sóun á fjármunum eða svokallaður eignabruni.

Jólahald og þau pakkaskipti sem fram fara á hverju ári á milli vina og ættingja, hefur því óhjákvæmilega í för með sér stórfelldan eignabruna af því tagi sem að ofan er lýst.

Óvelkomið hálsbindi kveikir hugmynd

Joel Waldfogel, prófessor í hagfræði og kennari við Wharton-viðskiptaháskólann í Pensylvaníu, fékk hálsbindi í jólagjöf frá móðursystur sinni í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Bindið hitti engan veginn í mark, en það kveikti hjá Joel hugmynd að rannsókn á eignabruna jólanna. 

Árið 1993 birtist eftir hann grein í The American Economic Review sem heitir "The Deadweight Cost of Christmas". Greinin var byggð á könnun sem hann gerði meðal nemenda sinna. Hver nemandi tók saman lista yfir allar jólagjafir sem hann hafði fengið, hvað hver gjöf hafði kostað, frá hverjum gjöfin var og tiltók hversu mikils hann sjálfur mat hverja gjöf í dollurum. Niðurstaðan var sú að mat þiggjenda gjafanna var lægra en kaupverðið. Munurinn var minnstur þegar gefandi var líklegur til að þekkja vel til, þ.e. foreldri, maki, systkini eða vinur. Gjafir frá frændum, frænkum, öfum og ömmum voru lægst metnar í hlutfalli við kaupverð.

Waldfogel hefur rannsakað efnið frekar og árið 2009 kom út eftir hann bókin „Scroogenomics: Why You Shouldn't Buy Presents for the Holidays.“ Hann áætlar útfrá rannsóknum sínum að af hverjum 100 dollurum sem varið er til kaupa á jólagjöfum sé verðgildi gjafana í augum þiggjandans einungis að jafnaði 80 dollarar. Hinir 20 dollararnir fara þá í súginn.

Eignabruninn hér á landi 1,1 milljarður króna

Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst áætlar að hver Íslendingur muni verja 38 þúsund krónum til jólainnkaupa í ár. Ef við gerum ráð fyrir að þessi 38 þúsund skiptist jafnt á milli jólagjafa og annars kostnaðar og að sama hlutfall tapist hér á landi og í Bandaríkjunum, þá verður eignabruninn þessi jól 19 þúsund krónur á hverja fimm manna fjölskyldu. Samanlagt nemur hann þá 1,1 milljarði króna þegar allt er talið.

Nánar upplýsingar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
Bílar
23. sept. 2025
Aukin neysla, aldrei jafnmargar utanlandsferðir og bílakaup færast í aukana
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.
Íbúðahús
22. sept. 2025
Vikubyrjun 22. september 2025
Raunverð íbúða lækkaði á milli ára í ágúst, í fyrsta skipti frá því í byrjun árs 2024. Nafnverð íbúða hefur aðeins hækkað um 2,2% á einu ári og sífellt lengri tíma tekur að selja íbúðir. Leiguvísitalan hækkaði þó í ágúst og hækkandi leiguverð hefur með tímanum áhrif á verðbólgumælingar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs næsta fimmtudag.
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.