Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Bata­merki á vinnu­mark­aði

Í apríl í fyrra fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003. Atvinnuþátttaka hefur sveiflast nokkuð síðan, í samræmi við stöðu sóttvarna á hverjum tíma, og mældist nú í apríl 78,4% sem er heilum 5 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er nú rétt undir 78% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð síðustu mánuði.
Smiður
31. maí 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er áætlað að um 206.200 manns hafi verið á vinnumarkaði í apríl 2021, sem jafngildir 78,4% atvinnuþátttöku. Af fólki á vinnumarkaði voru um 184.000 starfandi og um 22.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 10,8% af vinnuaflinu. Starfandi fólki fækkaði um 3.600 milli ára og atvinnulausum fjölgaði um 6.900. Hlutfall starfandi var 69,9% í apríl og hafði hækkað um 2,4 prósentustig frá apríl 2020.

Í apríl í fyrra fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003, þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka hefur sveiflast nokkuð síðan, í samræmi við stöðu sóttvarna á hverjum tíma, og mældist nú 78,4% sem er heilum 5 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er nú rétt undir 78% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð síðustu mánuði.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 10,8% í apríl sem er 2,8 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 10,4% í apríl og hafði aukist um 2,9 prósentustig milli ára. Því til viðbótar var atvinnuleysi vegna hlutabóta mælt sem 1,1% í apríl og samanlagt atvinnuleysi því 11,5%. Atvinnuleysi var óvenju mikið í apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og er líkleg skýring að námsmenn séu snemma á ferðinni í ár í leit að sumarstörfum.

Starfandi fólki í apríl fjölgaði um 4,5% miðað við fyrra ár. Á sama tímabili styttist vinnutími um 2,9% þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 1,6% milli ára. Heildarvinnustundum fjölgaði einnig lítillega milli ára í febrúar, en annars hafði verið um fækkun vinnuaflsstunda að ræða í hverjum mánuði allt frá upphafi ársins 2020.

Nú er liðið rúmt ár síðan kórónuveirufaraldurinn fór að hafa veruleg áhrif á íslenskan vinnumarkað. Það á sérstaklega við um atvinnuleysið, sem aldrei hefur verið meira, en aðrar stærðir, eins og fjöldi og hlutfall starfandi, atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun, hafa einnig þróast í neikvæða átt á þessum tíma.

Ýmislegt bendir þó til þess að botninum sé náð, að bjartara sé framundan og að vinnumarkaðurinn fari að styrkjast aftur. Þó mæling Hagstofunnar á atvinnuleysi hafi verið óvenju há í apríl má benda á að niðurstöður hennar eru oft sveiflukenndar. Mælingar Vinnumálastofnunar á skráðu atvinnuleysi eru sífellt að þokast niður á við. Þar mun viðleitni stjórnvalda til að fjölga störfum, m.a. með ráðningarstyrkjum, skipta máli, en einnig árangur í bólusetningu og auknir möguleikar á opnun landsins og vaxandi komur ferðamanna. Þá sýna niðurstöður Hagstofunnar nú að atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun eru á réttri leið.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Batamerki á vinnumarkaði

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.