Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

At­vinnu­leysi óbreytt í fe­brú­ar – minnk­ar vænt­an­lega næstu mán­uði

Fjöldi nýrra auglýstra starfa hjá Vinnumálastofnun hefur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, á bilinu 4-500. Þetta er nokkuð minna en var á tímabilinu mars til september í fyrra þegar átak í atvinnumálum hófst, en töluvert meira en var í upphafi ársins 2021.
15. mars 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í febrúar 5,2% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Alls voru 10.211 á atvinnuleysisskrá í lok febrúar, 5.791 karl og 4.420 konur.

Skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur því minnkað um 6,4 prósentustig síðan.

Atvinnuleysi breyttist ekki mikið á flestum stöðum á milli janúar og febrúar. Atvinnuleysi minnkaði mest um 0,4 prósentustig á Norðurlandi eystra og um 0,3 prósentustig á Suðurnesjum. Atvinnuleysi er áfram langmest á Suðurnesjum, en það hefur nú verið undir 10% á Suðurnesjum í sjö mánuði, en hæst fór það í 24,5% í febrúar 2021. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum fór í fyrsta skipti niður fyrir 10% í febrúar en hæst fór það í 28,5% í febrúar 2021.

Atvinnuleysi karla jókst eilítið á milli janúar og febrúar og atvinnuleysi kvenna var óbreytt. Atvinnuleysi karla í febrúar var 5,3% á meðan það var 5,0% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember tóku karlarnir fram úr og hefur munurinn aukist lítillega síðan. Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurlandi, en þar er atvinnuleysið 1,3 prósentustigum hærra meðal karla. Á höfuðborgarsvæðinu er atvinnuleysi karla 0,8 prósentustigum meira en kvenna og ráða þær tölur auðvitað miklu um niðurstöðuna fyrir landið allt.

Fjöldi nýrra auglýstra starfa hjá Vinnumálastofnun hefur verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, á bilinu 4-500. Þetta er nokkuð minna en var á tímabilinu mars til september í fyrra þegar átak í atvinnumálum hófst, en töluvert meira en var í upphafi ársins 2021.

Enn sem komið er flokkast stór hluti þessara starfa sem átaks- og reynsluverkefni. Þannig hafa um þrír fjórðu hlutar nýrra auglýstra starfa verið átaks- og reynsluverkefni fyrstu tvo mánuði ársins 2022. Hæst fór þetta hlutfall í næstum 100% í apríl og maí 2021, en hefur farið lækkandi síðan, reyndar með nokkrum sveiflum.

Atvinnuleysi hefur nú verið svipað í sex mánuði og lítið eitt meira en var í febrúar 2020, áður en faraldurinn skall á. Góður árangur í baráttunni við atvinnuleysið hefur ekki hvað síst náðst með mikilli notkun ráðningarstyrkja. Ráðningarsambönd á grundvelli þessara styrkja hafa haldið nokkuð vel eins og reynsla fyrri ára hefur sýnt.

Óvissan er þó mikil, aðallega vegna stríðsátaka og stöðunnar í heimshagkerfinu. Líklegt er að hingað komi fjöldi flóttamanna frá Úkraínu, en til lengri tíma gætu margar vinnandi hendur fylgt þeirri þróun, eitthvað sem okkur Íslendinga vantar oft.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Atvinnuleysi óbreytt í febrúar – minnkar væntanlega næstu mánuði

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.