Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

At­vinnu­leysi minnk­ar og launa­þró­un á pari við verð­bólgu

Atvinnuleysi dróst saman í maí og stendur nú í 3%. Það var 3,3% í apríl og 3,9% í maí í fyrra. Laun hafa haldið áfram að hækka eftir því sem fleiri hópar undirrita kjarasamninga og í apríl hafði launavísitalan hækkað um 9,5% á tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur svo gott sem staðið í stað frá því um mitt síðasta ár, en þar áður hafði kaupmáttur aukist samfleytt í 12 ár.
12. júní 2023

Atvinnuleysi mældist 3,0% í maí og fór úr 3,3% í apríl. Það er eðlilegt að atvinnuleysi minnki eftir því sem nær dregur sumri og við búumst við að áfram dragi úr atvinnuleysi í júní og júlí. Árstíðasveiflur skýrast meðal annars af auknum umsvifum ýmissa atvinnugreina á sumrin, ekki síst í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það var einmitt í ferðaþjónustu sem atvinnulausum fækkaði mest í mánuðinum, um 16%, og næstmest í byggingariðnaði, um 8%.

Innflytjendur aldrei stærra hlutfall launafólks

Spenna á vinnumarkaði og skortur á starfsfólki hefur kallað á síaukinn aðflutning launafólks hingað til lands. Innflytjendur hafa aldrei verið stærri hluti þeirra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði, en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hlutfallið 22%. Til samanburðar var það 19% þegar mest lét fyrir faraldurinn.

Hlutfall innflytjenda er mest í greinum tengdum ferðaþjónustu, þá sérstaklega í rekstri gististaða, þar sem það er 67%. Í fiskiðnaði er hlutfall innflytjenda 58% og í matvæla- og drykkjariðnaði 49%.

Eftirspurn eftir vinnuafli er enn mikil, þótt almennt hafi dregið örlítið úr henni á allra síðustu mánuðum. Það eru helst stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sem sjá fyrir sér að fjölga starfsfólki á næstu mánuðum, samkvæmt könnun sem Gallup gerir reglulega fyrir Seðlabankann. Nýjustu gögn eru frá marsmánuði og samkvæmt þeim vildu 55% stjórnenda fyrirtækja í byggingariðnaði fjölga starfsfólki og 60% stjórnenda í ferðaþjónustu, samgöngum og flutningum.

Launavísitalan hækkar enn

Lítið atvinnuleysið og kröftug eftirspurn eftir starfsfólki bætir samningsstöðu launafólks og myndar launaþrýsting. Launavísitalan hækkaði um 1,6% í apríl, en stór hluti opinbera vinnumarkaðarins undirritaði kjarasamninga í mánuðinum. Hún hafði hækkað um tæpt prósent mánuðinn á undan, minna í febrúar og janúar, en um heil 4% í desember þegar samningar á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins voru samþykktir.

Áfram má búast við að launavísitalan hækki lítillega í maí og júní, enda teygðust kjaraviðræður félaga í BSRB fram í júnímánuð. Jafnvel má gera ráð fyrir lítilsháttar hækkunum í júlí vegna spennu á vinnumarkaði og við það myndi tólf mánaða hækkun launa aukast lítillega, enda lækkaði vísitalan örlítið í júní og júlí í fyrra.

Kaupmáttur stendur í stað

Verðbólgan hefur haldið áfram að éta upp launahækkanir, sem sést á því hversu stöðugur kaupmáttur launa hefur haldist þrátt fyrir að laun hafi hækkað um 9,5% á síðustu tólf mánuðum. Launahækkanirnar þýða þannig ekki að launafólk geti keypt 9,5% meira fyrir launin sín en fyrir ári síðan. Í apríl hafði verðlag hækkað örlítið meira en launastigið á tólf mánuðum, um 9,9%, og kaupmáttur launa því dregist saman um 0,4%.

Verðbólgan var í upphafi ekki síst drifin áfram af húsnæðisverðshækkunum. Brattar vaxtalækkanir í faraldrinum greiddu fyrir aðgengi að lánsfé, eftirspurn eftir húsnæði til kaupa tók hratt við sér og verðið rauk upp. Vaxtalækkanir höfðu þó ekki aðeins áhrif á húsnæðismarkað heldur ýttu einnig almennt undir innlenda eftirspurn og sköpuðu verðbólguþrýsting, sem þá þegar hafði látið á sér kræla, meðal annars vegna gengislækkunar í faraldrinum og innfluttrar verðbólgu.

Í mikilli verðbólgu er viðbúið að launafólk krefjist meiri launahækkana en ella, til að viðhalda kaupmætti. Þegar síðustu kjaraviðræður fóru af stað var verðbólga komin upp í tæp tíu prósent og á sama tíma var mikil spenna á vinnumarkaði, atvinnuleysi lítið og skortur á vinnuafli, sem almennt bætir samningsstöðu launafólks. Launahækkanir síðustu mánaða hafa án efa kynt undir og viðhaldið verðbólgunni - hærri laun hafa ýtt undir kröftuga innlenda eftirspurn sem gerir fyrirtækjum kleift að velta kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Nú styttist óðum í næstu kjaraviðræður og eftir því sem verðbólgan verður þrálátari eykst hættan á því að víxlverkun launa og verðlags þyngi baráttuna gegn verðbólgu. Þegar verðlag hefur hækkað vill launafólk hærri laun og með hærri launakostnaði vilja fyrirtæki hærra verð fyrir vörur og þjónustu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.
Mynt 100 kr.
14. apríl 2025
Vikubyrjun 14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hús í Reykjavík
31. mars 2025
Vikubyrjun 31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.