At­vinnu­leysi minnk­ar og launa­þró­un á pari við verð­bólgu

Atvinnuleysi dróst saman í maí og stendur nú í 3%. Það var 3,3% í apríl og 3,9% í maí í fyrra. Laun hafa haldið áfram að hækka eftir því sem fleiri hópar undirrita kjarasamninga og í apríl hafði launavísitalan hækkað um 9,5% á tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur svo gott sem staðið í stað frá því um mitt síðasta ár, en þar áður hafði kaupmáttur aukist samfleytt í 12 ár.
12. júní 2023

Atvinnuleysi mældist 3,0% í maí og fór úr 3,3% í apríl. Það er eðlilegt að atvinnuleysi minnki eftir því sem nær dregur sumri og við búumst við að áfram dragi úr atvinnuleysi í júní og júlí. Árstíðasveiflur skýrast meðal annars af auknum umsvifum ýmissa atvinnugreina á sumrin, ekki síst í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það var einmitt í ferðaþjónustu sem atvinnulausum fækkaði mest í mánuðinum, um 16%, og næstmest í byggingariðnaði, um 8%.

Innflytjendur aldrei stærra hlutfall launafólks

Spenna á vinnumarkaði og skortur á starfsfólki hefur kallað á síaukinn aðflutning launafólks hingað til lands. Innflytjendur hafa aldrei verið stærri hluti þeirra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði, en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hlutfallið 22%. Til samanburðar var það 19% þegar mest lét fyrir faraldurinn.

Hlutfall innflytjenda er mest í greinum tengdum ferðaþjónustu, þá sérstaklega í rekstri gististaða, þar sem það er 67%. Í fiskiðnaði er hlutfall innflytjenda 58% og í matvæla- og drykkjariðnaði 49%.

Eftirspurn eftir vinnuafli er enn mikil, þótt almennt hafi dregið örlítið úr henni á allra síðustu mánuðum. Það eru helst stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sem sjá fyrir sér að fjölga starfsfólki á næstu mánuðum, samkvæmt könnun sem Gallup gerir reglulega fyrir Seðlabankann. Nýjustu gögn eru frá marsmánuði og samkvæmt þeim vildu 55% stjórnenda fyrirtækja í byggingariðnaði fjölga starfsfólki og 60% stjórnenda í ferðaþjónustu, samgöngum og flutningum.

Launavísitalan hækkar enn

Lítið atvinnuleysið og kröftug eftirspurn eftir starfsfólki bætir samningsstöðu launafólks og myndar launaþrýsting. Launavísitalan hækkaði um 1,6% í apríl, en stór hluti opinbera vinnumarkaðarins undirritaði kjarasamninga í mánuðinum. Hún hafði hækkað um tæpt prósent mánuðinn á undan, minna í febrúar og janúar, en um heil 4% í desember þegar samningar á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins voru samþykktir.

Áfram má búast við að launavísitalan hækki lítillega í maí og júní, enda teygðust kjaraviðræður félaga í BSRB fram í júnímánuð. Jafnvel má gera ráð fyrir lítilsháttar hækkunum í júlí vegna spennu á vinnumarkaði og við það myndi tólf mánaða hækkun launa aukast lítillega, enda lækkaði vísitalan örlítið í júní og júlí í fyrra.

Kaupmáttur stendur í stað

Verðbólgan hefur haldið áfram að éta upp launahækkanir, sem sést á því hversu stöðugur kaupmáttur launa hefur haldist þrátt fyrir að laun hafi hækkað um 9,5% á síðustu tólf mánuðum. Launahækkanirnar þýða þannig ekki að launafólk geti keypt 9,5% meira fyrir launin sín en fyrir ári síðan. Í apríl hafði verðlag hækkað örlítið meira en launastigið á tólf mánuðum, um 9,9%, og kaupmáttur launa því dregist saman um 0,4%.

Verðbólgan var í upphafi ekki síst drifin áfram af húsnæðisverðshækkunum. Brattar vaxtalækkanir í faraldrinum greiddu fyrir aðgengi að lánsfé, eftirspurn eftir húsnæði til kaupa tók hratt við sér og verðið rauk upp. Vaxtalækkanir höfðu þó ekki aðeins áhrif á húsnæðismarkað heldur ýttu einnig almennt undir innlenda eftirspurn og sköpuðu verðbólguþrýsting, sem þá þegar hafði látið á sér kræla, meðal annars vegna gengislækkunar í faraldrinum og innfluttrar verðbólgu.

Í mikilli verðbólgu er viðbúið að launafólk krefjist meiri launahækkana en ella, til að viðhalda kaupmætti. Þegar síðustu kjaraviðræður fóru af stað var verðbólga komin upp í tæp tíu prósent og á sama tíma var mikil spenna á vinnumarkaði, atvinnuleysi lítið og skortur á vinnuafli, sem almennt bætir samningsstöðu launafólks. Launahækkanir síðustu mánaða hafa án efa kynt undir og viðhaldið verðbólgunni - hærri laun hafa ýtt undir kröftuga innlenda eftirspurn sem gerir fyrirtækjum kleift að velta kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Nú styttist óðum í næstu kjaraviðræður og eftir því sem verðbólgan verður þrálátari eykst hættan á því að víxlverkun launa og verðlags þyngi baráttuna gegn verðbólgu. Þegar verðlag hefur hækkað vill launafólk hærri laun og með hærri launakostnaði vilja fyrirtæki hærra verð fyrir vörur og þjónustu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur