At­vinnu­leysi minnk­aði um 0,6% í ág­úst og mun vænt­an­lega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Smiður
13. september 2021 - Hagfræðideild

Vinnumálastofnun spáir því að áfram dragi úr almennu atvinnuleysi og að það verði á bilinu 5,1-5,4% í september, m.a. vegna árstíðasveiflu. Búist er við að 2-300 einstaklingar geti komið til baka á atvinnuleysiskrá í september eftir að ráðningarstyrk vegna starfs lýkur.

Atvinnuleysi hefur nú minnkað sjö mánuði í röð og hefur lækkunin verið nokkuð hröð. Atvinnuleysið var hins vegar um 5% í upphafi ársins 2020 og því ekki langt í land þar til við sjáum aftur svipað atvinnuleysisstig og þá. Það er töluvert háð því hvort fólk haldi störfum sínum eftir að ráðningarstyrkjum lýkur.

Alls var ráðið í um 4.570 störf með ráðningarstyrkjum á tímabilinu frá apríl til ágúst 2021 og er það ein veigamesta ástæðan fyrir minnkun atvinnuleysis. Nú í september byrja þessir ráðningarstyrkir að renna út og skiptir miklu hvort fólk á ráðningarstyrkjum heldur ráðningum sínum eða hvort þær taki enda. Almennt hefur verið góð reynsla af ráðningarstyrkjum í gegnum árin, en aðstæður nú eru töluvert öðruvísi en verið hefur. Það skiptir auðvitað fyrir áframhaldandi þróun atvinnuástands að fólk á ráðningarstyrkjum haldi störfum sínum.

Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu nema á Vestfjörðum milli júlí og ágúst. Mest dró úr atvinnuleysi á Suðurnesjum, um 1,2 prósentustig, og svo um 0,6 prósentustig á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi er eftir sem áður langmest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, en það er ekki lengur tvöfalt meira á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu eins og það var lengi vel.

Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 9,7% í ágúst og minnkaði um 1,2 prósentustig frá júlí. Almennt atvinnuleysi þar var 24,5% í janúar og hefur nú minnkað sjö mánuði í röð, alls um 14,9 prósentustig.

Þrátt fyrir áföll í baráttunni við faraldurinn lítur áfram út fyrir að frekar dragi úr atvinnuleysi á næstunni. Staðan hér innanlands hefur ekki enn haft veruleg neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins, þó væntingar hafi verið um fleiri komur. Eins og áður skiptir baráttan við faraldurinn í helstu viðskiptalöndum okkar miklu og sama má segja um afdrif ráðninga vegna styrkja.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur