At­vinnu­leysi minnk­aði áfram í mars – þró­un­in á réttri leið

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 var atvinnuleysi karla 11,5% á meðan það var 11,1% meðal kvenna. Atvinnuleysi karla og kvenna er svipað víðast hvar á landinu. Atvinnuleysi karla er einungis meira en kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum var 4,9 prósentustigum meira en meðal karla á svæðinu. Töluverður munur er einnig á atvinnuleysi kynjanna, konum í óhag, á Vesturlandi og Suðurlandi.
Flugvél
13. apríl 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í mars 11,0% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 11,4% frá því í febrúar. Um 25.200 manns voru á atvinnuleysisskrá í mars, þar af um 21.000 atvinnulausir og um 4.200 atvinnulausir í minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var 1,1% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í mars var því 12,1% samanborið við 12,5% í febrúar og minnkaði þannig um 0,4 prósentustig.

Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu milli febrúar og mars, nema á Norðurlandi vestra þar sem það var óbreytt. Almennt er reiknað með að atvinnuleysi minnki þegar líður á árið 2021 en sú þróun er auðvitað háð hraða bólusetninga og því að tök náist á faraldrinum þannig að landið opnist meira. Okkar möguleikar í því sambandi eru reyndar líka mjög háðir sömu baráttu í okkar helstu viðskiptalöndum.

Vinnumálastofnun spáir því að áfram dragi úr almennu atvinnuleysi í apríl og að það verði í kringum 10%, m.a. vegna árstíðarsveiflu og sérstaks atvinnuátaks stjórnvalda. Því lítur nú út fyrir að hámarki atvinnuleysis hafi verið náð. Atvinnuleysið var hins vegar um 5% í upphafi 2020 og því langt í land þar til við sjáum aftur svipað atvinnuleysisstig og þá.

Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 23,2% í mars og minnkaði um 0,8 prósentustig frá febrúar. Almennt atvinnuleysi var 24,5% í janúar og hefur nú minnkað tvo mánuði í röð, alls um 1,3 prósentustig. Almennt atvinnuleysi þar er eftir sem áður rúmlega tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var næst mest, eða 10,9%. Þriðja mesta atvinnuleysið var á Suðurlandi, 10,2%. Minnsta atvinnuleysið var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra eins og verið hefur.

Á síðustu árum hefur atvinnuleysi kynjanna þróast með svipuðum hætti sé litið á landið allt. Í fyrra var meðalatvinnuleysi bæði karla og kvenna 7,9%, en árin tvö þar á undan var atvinnuleysi kvenna 0,2-0,3 prósentustigum hærra en hjá körlum. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 hefur atvinnuleysi karla verið 11,5% á meðan það var 11,1% meðal kvenna, þannig að munur á atvinnuleysi kynjanna kann að vera að aukast samhliða því sem atvinnuleysi minnkar.

Langtímaatvinnuleysi fylgir jafnan kreppum eins og þeirri sem nú stendur yfir. Alls höfðu um 6.200 almennir atvinnuleitendur verið án vinnu í meira en 12 mánuði í lok mars, en voru um 4.700 í febrúarlok 2021. Þeir voru hins vegar um 2.200 í marslok 2020 og hefur því fjölgað um 4.000 milli ára.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi minnkaði áfram í mars – þróunin á réttri leið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur