At­vinnu­leysi minnk­aði áfram í mars – þró­un­in á réttri leið

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 var atvinnuleysi karla 11,5% á meðan það var 11,1% meðal kvenna. Atvinnuleysi karla og kvenna er svipað víðast hvar á landinu. Atvinnuleysi karla er einungis meira en kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum var 4,9 prósentustigum meira en meðal karla á svæðinu. Töluverður munur er einnig á atvinnuleysi kynjanna, konum í óhag, á Vesturlandi og Suðurlandi.
Flugvél
13. apríl 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í mars 11,0% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 11,4% frá því í febrúar. Um 25.200 manns voru á atvinnuleysisskrá í mars, þar af um 21.000 atvinnulausir og um 4.200 atvinnulausir í minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var 1,1% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í mars var því 12,1% samanborið við 12,5% í febrúar og minnkaði þannig um 0,4 prósentustig.

Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu milli febrúar og mars, nema á Norðurlandi vestra þar sem það var óbreytt. Almennt er reiknað með að atvinnuleysi minnki þegar líður á árið 2021 en sú þróun er auðvitað háð hraða bólusetninga og því að tök náist á faraldrinum þannig að landið opnist meira. Okkar möguleikar í því sambandi eru reyndar líka mjög háðir sömu baráttu í okkar helstu viðskiptalöndum.

Vinnumálastofnun spáir því að áfram dragi úr almennu atvinnuleysi í apríl og að það verði í kringum 10%, m.a. vegna árstíðarsveiflu og sérstaks atvinnuátaks stjórnvalda. Því lítur nú út fyrir að hámarki atvinnuleysis hafi verið náð. Atvinnuleysið var hins vegar um 5% í upphafi 2020 og því langt í land þar til við sjáum aftur svipað atvinnuleysisstig og þá.

Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 23,2% í mars og minnkaði um 0,8 prósentustig frá febrúar. Almennt atvinnuleysi var 24,5% í janúar og hefur nú minnkað tvo mánuði í röð, alls um 1,3 prósentustig. Almennt atvinnuleysi þar er eftir sem áður rúmlega tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var næst mest, eða 10,9%. Þriðja mesta atvinnuleysið var á Suðurlandi, 10,2%. Minnsta atvinnuleysið var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra eins og verið hefur.

Á síðustu árum hefur atvinnuleysi kynjanna þróast með svipuðum hætti sé litið á landið allt. Í fyrra var meðalatvinnuleysi bæði karla og kvenna 7,9%, en árin tvö þar á undan var atvinnuleysi kvenna 0,2-0,3 prósentustigum hærra en hjá körlum. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 hefur atvinnuleysi karla verið 11,5% á meðan það var 11,1% meðal kvenna, þannig að munur á atvinnuleysi kynjanna kann að vera að aukast samhliða því sem atvinnuleysi minnkar.

Langtímaatvinnuleysi fylgir jafnan kreppum eins og þeirri sem nú stendur yfir. Alls höfðu um 6.200 almennir atvinnuleitendur verið án vinnu í meira en 12 mánuði í lok mars, en voru um 4.700 í febrúarlok 2021. Þeir voru hins vegar um 2.200 í marslok 2020 og hefur því fjölgað um 4.000 milli ára.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi minnkaði áfram í mars – þróunin á réttri leið

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur