At­vinnu­leysi minnk­aði áfram í júlí og sú þró­un mun halda áfram

Almennt atvinnuleysi var 6,1% í júlí og minnkaði alls staðar á landinu milli júní og júlí. Mest dró úr atvinnuleysi á Suðurnesjum, um 2,8 prósentustig, og svo um 1,4 prósentustig á Suðurlandi. Atvinnuleysi er eftir sem áður mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, en það er ekki lengur tvöfalt meira á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu eins og það var lengi vel.
Hverasvæði
13. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í júlí 6,1% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 7,4% frá því í júní. Um 12.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í júlí. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% (12,8% með skertu starfshlutfalli) og hefur þannig minnkað um 5,5 prósentustig síðan.

Ekki er lengur um að ræða atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið þar sem henni lauk í maí. Því var heildaratvinnuleysi í júní einnig 6,1% samanborið við 7,4% í maí og minnkaði þannig um 1,3 prósentustig milli mánaða. Í júlí 2020 var almennt atvinnuleysi 7,9% og það hefur því minnkað um 1,8 prósentustig á einu ári.

Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu milli júní og júlí. Mest dró úr atvinnuleysi á Suðurnesjum, um 2,8 prósentustig, og svo um 1,4 prósentustig á Suðurlandi. Atvinnuleysi er eftir sem áður mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, en það er ekki lengur tvöfalt meira á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu eins og það var lengi vel.

Vinnumálastofnun spáir því að áfram dragi úr almennu atvinnuleysi og að það verði í kringum 5,5% í ágúst, m.a. vegna aukinna umsvifa og sérstaks atvinnuátaks stjórnvalda. Atvinnuleysi hefur nú minnkað sex mánuði í röð og hefur lækkunin verið nokkuð hröð. Atvinnuleysið var hins vegar um 5% í upphafi ársins 2020 og því enn dálítið í land þar til við sjáum aftur svipað atvinnuleysisstig og þá.

Á síðustu árum hefur atvinnuleysi kynjanna þróast með svipuðum hætti sé litið á landið allt. Á árinu 2020 var meðalatvinnuleysi bæði karla og kvenna 7,9%, en árin tvö þar á undan var atvinnuleysi kvenna 0,2-0,3 prósentustigum meira en hjá körlum. Fyrstu sjö mánuði ársins 2021 hefur atvinnuleysi karla verið 9,5% að meðaltali og 9,7% meðal kvenna. Á milli júní og júlí minnkaði atvinnuleysi karla á landinu öllu um 1,2 prósentustig á meðan það minnkaði um 1,3 prósentustig meðal kvenna. Atvinnuleysi karla var 5,8% í júlí og 6,5% meðal kvenna.

Þrátt fyrir áföll í baráttunni við faraldurinn lítur áfram út fyrir að frekar dragi úr atvinnuleysi í þessari kreppu. Staðan hér innanlands hefur ekki enn haft mikil neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins, hvað sem kann að verða. Eins og áður skiptir baráttan við faraldurinn í helstu viðskiptalöndum okkar miklu og má þar t.d. nefna hvenær yfirvöld í Bandaríkjunum opna á flug til og frá Evrópu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi minnkaði áfram í júlí og sú þróun mun halda áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur