At­vinnu­leysi mest á Ís­landi af Norð­ur­lönd­un­um

Vorið 2020 jókst atvinnuleysi á öllum Norðurlöndunum. Tímabundið var aukningin mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur komu meira til sögunnar en í hinum löndunum. Sé hins vegar litið á stöðuna í lok ársins, þegar hlutabæturnar voru farnar að skipta mun minna máli, má sjá að þróunin hér á landi er mjög frábrugðin hinum löndunum. Hér hefur atvinnuleysi haldið áfram að aukast og var komið yfir 10% í lok ársins. Frá miðju síðasta ári hefur atvinnuleysi verið óbreytt í Finnlandi en minnkað í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Ferðamenn á jökli
18. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Í gegnum árin hefur atvinnuleysi verið einna lægst á Íslandi meðal Norðurlandanna. Fyrir 1990 einkenndist Ísland reyndar af mjög mikilli verðbólgu og litlu atvinnuleysi. Atvinnuleysi hér á landi jókst verulega á árinu 2020 og mun meira en í nágrannalöndunum. Nú er svo komið að atvinnuleysið hér er það mesta á Norðurlöndunum í fyrsta skipti, sé miðað við síðustu áratugi, og væntanlega í fyrsta skiptið í sögunni.

Sé litið á þróun atvinnuleysis á Norðurlöndunum frá aldamótum má sjá að sveiflurnar á síðustu árum eru mestar hér á landi og miklar breytingar gerast mun hraðar en í hinum löndunum. Það á sérstaklega við um fjármálakreppuna og Covid-faraldurinn sem hófst á síðasta ári. Fram til 2008 var atvinnuleysið að jafnaði minnst hér á landi og í fjármálakreppunni var einungis Noregur með minna atvinnuleysi en við. Staðan í Finnlandi versnaði verulega eftir 1990 og þar var atvinnuleysi að jafnaði yfir 10% fram að aldamótum. Staðan var heldur ekki góð í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar, en batnaði mun fyrr en í Finnlandi.

Sé tímabilinu frá 1991 skipt upp í þrjá hluta má sjá töluverða sérstöðu Íslands og Noregs með mun minna atvinnuleysi allan tímann. Það kemur líka í ljós að staðan hér á landi var einungis sú besta á milli 1991 og 2000, atvinnuleysi var meira hér en í Noregi síðustu tvö tímabilin. Á fyrsta tímabilinu var atvinnuleysi hér að jafnaði 3,7% á meðan það var 4,6% í Noregi. Seinni tímabilin voru tölurnar ívið lægri hjá Norðmönnum en hjá okkur, en fyrir utan stöðuna í Danmörku 2001-2010 er sérstaða Íslands og Noregs mikil. Sé litið á allt tímabilið frá 1991 var meðalatvinnuleysi hér á landi 4,2% á meðan það var 3,9% í Noregi. Á þessu tímabili var meðalatvinnuleysið 9,5% í Finnlandi, 5,9% í Danmörku og 7,3% í Svíþjóð.

Vorið 2020 jókst atvinnuleysi í öllum löndunum. Tímabundið var aukningin mest á Íslandi og í Noregi þar sem hlutabætur komu meira til sögunnar en í hinum löndunum, en tölurnar sýna atvinnuleysi með hlutabótum.

Sé hins vegar litið á stöðuna í lok ársins, þegar hlutabæturnar voru farnar að skipta mun minna máli, má sjá að þróunin hér á landi er mjög frábrugðin hinum löndunum. Hér hefur atvinnuleysi haldið áfram að aukast og var komið yfir 10% í lok ársins. Frá miðju síðasta ári hefur atvinnuleysi verið óbreytt í Finnlandi en minnkað í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Meginskýringin á sérstakri þróun hér á landi er stórt hlutverk ferðaþjónustunnar í atvinnulífi og atvinnusköpun. Segja má að ferðaþjónustan og tengdar greinar hafi átt stærstan þátt í því að draga úr atvinnuleysinu sem varð til hér eftir fjármálakreppuna. Sá árangur hvarf eins og dögg fyrir sólu á tiltölulega stuttum tíma eftir að ferðaþjónustan tók að lenda í skakkaföllum. Á hinum Norðurlöndunum er mun meiri fjölbreytni í atvinnulífinu þannig að stór áföll í einstökum greinum hafa ekki jafn mikil áhrif og getur gerst hér á landi. Í fjármálakreppunni vorum við búin að koma upp fjármálakerfi sem var allt of stórt miðað við hagkerfið sjálft. Á síðustu árum hefur ferðaþjónustan orðið mikilvægasta útflutningsgrein okkar. Áföll þessara greina hafa því haft mun meiri áhrif hér á landi en í nágrannalöndunum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi mest á Íslandi af Norðurlöndunum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur