Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

At­vinnu­leysi jókst lít­il­lega í janú­ar - í fyrsta skipti í lang­an tíma

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í janúar 5,2% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og jókst um 0,3 prósentustig frá því í desember. Skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur því minnkað um 6,4 prósentustig á einu ári.
Gönguleið
11. febrúar 2022 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í janúar 5,2% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og jókst um 0,3 prósentustig frá því í desember. Það voru 10.541 á atvinnuleysisskrá í lok janúar. Skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur því minnkað um 6,4 prósentustig á einu ári.

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni verða svipað í janúarmánuði og verði rúmlega 5%. Atvinnuleysi er nú álíka og það var í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á.

Atvinnuleysi jókst alls staðar á milli desember og janúar. Atvinnuleysi jókst mest um 0,4 prósentustig á Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi er eftir sem áður langmest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, en það hefur nú verið undir 10% á Suðurnesjum í sex mánuði, en hæst fór það í 24,5% í janúar 2021. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum var þó áfram 10,1% í janúar og jókst um 0,1 prósentustig milli mánaða.

Atvinnuleysi bæði karla og kvenna jókst á milli desember og janúar. Aukningin var eilítið meiri meðal karla. Atvinnuleysi karla í janúar var 5,4% á meðan það var 5,0% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember tóku karlarnir fram úr og hefur munurinn aukist lítillega síðan þá.

Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurlandi, en þar er hann 1,5 prósentustig konum í óhag. Á höfuðborgarsvæðinu er atvinnuleysi karla 0,7 prósentustigum meira en kvenna og ráða þær tölur auðvitað miklu um niðurstöðuna fyrir landið allt.

Miðað við stöðuna í lok mánaðar fjölgaði atvinnulausum í flestum atvinnugreinum milli desember og janúar. Fjölgunin var mest í gisti- og veitingaþjónustu. Í öðrum atvinnugreinum var fjölgun atvinnulausra almennt á bilinu 1% til 4%. Atvinnulausum fækkaði aftur á móti í farþegaflutningum með flugi og lítilsháttar í sjávarútvegi milli desember og janúar.

Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 42% í janúar og hefur aukist úr um 40% frá sumri 2021. Flestir almennir atvinnuleitendur sem hafa erlendan ríkisborgararétt komu frá Póllandi, eða um 48% allra erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. Næstir í röðinni koma Litháar, Lettar, Rúmenar og Spánverjar.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Atvinnuleysi jókst lítillega í janúar - í fyrsta skipti í langan tíma

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.