Ár­s­verð­bólg­an fer úr 10,2% í 9,8%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars og lækkaði ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu. Verðbólgan var lægri en við gerðum ráð fyrir, en við höfðum spáð því að hún myndi lækka í 10% í mars.
28. mars 2023

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan dróst saman, úr 10,2% í 9,8%. Smávægileg breyting varð á samsetningu verðbólgunnar en framlag bensíns og húsnæðis til ársverðbólgu lækkaði á meðan framlag þjónustu hækkaði. Þetta var minni hækkun en við bjuggumst við. Við spáðum 0,61% hækkun milli mánaða (9,8% ársverðbólgu) í verðkönnunarvikunni og hækkuðum svo spána í 0,72% milli mánaða (10,0% ársverðbólgu) í kjölfar birtingar HMS á vísitölu íbúðaverðs.

Húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði óvænt

Matarkarfan hækkaði um 0,7% á milli mánaða, en næstu tvo mánuðina þar á undan hafði hún hækkað um tæplega 2% og virðist því hafa hægst örlítið á. Þegar litið er til áhrifa á heildarvísitöluna hafði þessi hækkun 0,11 prósentustiga áhrif til hækkunar. Föt og skór hækkuðu um 4,3% (0,14% áhrif). Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkuðu um 1,7% (-0,11% áhrif), mæling sem kom okkur á óvart.

Nánar um helstu undirliði:

  • Matarkarfan hækkaði svipað og við bjuggumst við, alls um 0,7%, en við höfðum spáð 0,8% hækkun. Mesta hækkun milli mánaða var á grænmeti sem hækkaði um 2,4% milli mánaða. Þar af hækkaði grænmeti ræktað vegna ávaxtar um 9,4%, en undir þann lið falla meðal annars tómatar og paprikur.
  • Föt og skór hækkuðu um 4,2% í samræmi við væntingar, en við höfðum spáð 4,3%. Föt og skór mælast nú 2% dýrari en fyrir útsölurnar í janúar.
  • Liðurinn húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkaði um 1,7%, en við höfðum spáð 0,5% hækkun. Þetta er sá liður sem kom okkur mest á óvart og skýrir að miklu leyti muninn á spá okkar og mælingu Hagstofunnar. Mesta lækkun var á sængurfatnaði og handklæðum sem lækkaði um 10,3% milli mánaða, en í verðkönnunarvikunni voru tilboðsdagar hjá einhverjum söluaðilum. Því er mögulega um skammtímaáhrif að ræða sem gætu hæglega gengið tilbaka. Stór heimilistæki lækkuðu um 3,7%.
  • Reiknuð húsaleiga samanstendur af markaðsverði húsnæðis á landinu öllu ásamt framlagi vaxtabreytinga. Liðurinn í heild hækkaði um 0,8% milli mánaða en við höfðum spáð hækkun um 1,0%. Skýrist munurinn á því að fasteignaverð hækkaði minna en við áttum von á, en framlag vaxtabreytinga var í takt við væntingar. Við hækkuðum spá okkar á markaðsverði húsnæðis í kjölfar birtingar HMS á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, en samkvæmt Hagstofunni lækkaði húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins milli mánaða sem skýrir að mestu muninn á okkar spá og tölunum sem birtust.

Hlutfall undirliða sem hafa hækkað meira en 10% lækkaði lítillega

Í fyrsta sinn síðan janúar 2022 fjölgaði ekki þeim undirliðum sem hafa hækkað meira en 10% á síðustu tólf mánuðum. Í desember 2021, þegar ársverðbólgan var einungis 5,1%, höfðu 5% undirliða hækkað meira en 10%. Þetta hlutfall hækkaði síðan jafnt og þétt var það komið upp í 35% undirliða í febrúar. Núna í mars lækkaði þetta hlutfall lítillega, eða niður í 33%.

Samsetning á verðbólgunni breytist aðeins milli mánaða

Samsetning verðbólgunnar breyttist ekki mikið, en þó eitthvað, á milli mánaða. Framlag innfluttra vara án bensíns og innlendra vara standur í stað en framlag bensíns og húsnæðis heldur áfram að lækka. Framlag þjónustu hækkar lítillega. Árshækkun kjarnavísitalna 1, 2 og 3 dróst saman milli mánaða en kjarnavísitala 4 hækkar, fjórða mánuðinn í röð. Kjarnavísitala 4 er ársverðbólgan þegar búið er að taka út sveiflukenndustu liðina (búvöru, grænmeti, ávexti, bensín), opinbera þjónustu og reiknaða húsaleigu. Það að kjarnavísitalan hækki sýnir okkur að enn er þónokkur verðbólguþrýstingur undirliggjandi, þó svo að verðbólga hafi hjaðnað lítillega.

Breytum ekki spá okkar til allra næstu mánaða

Við breytum ekki spá okkar um ársverðbólgu til næstu þriggja mánaða vegna þessara talna. Munurinn á mælingu Hagstofunnar og spá okkar fyrir mars var aðallega að húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt milli mánaða. Það var að öllum líkindum vegna sérstakra tilboða sem munu ganga til baka í apríl. Við spáum áfram 9,5% verðbólgu í apríl, 9,1% í maí og 8,4% í júní.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur