Ár­s­verð­bólg­an fer úr 10,2% í 9,8%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars og lækkaði ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu. Verðbólgan var lægri en við gerðum ráð fyrir, en við höfðum spáð því að hún myndi lækka í 10% í mars.
28. mars 2023

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan dróst saman, úr 10,2% í 9,8%. Smávægileg breyting varð á samsetningu verðbólgunnar en framlag bensíns og húsnæðis til ársverðbólgu lækkaði á meðan framlag þjónustu hækkaði. Þetta var minni hækkun en við bjuggumst við. Við spáðum 0,61% hækkun milli mánaða (9,8% ársverðbólgu) í verðkönnunarvikunni og hækkuðum svo spána í 0,72% milli mánaða (10,0% ársverðbólgu) í kjölfar birtingar HMS á vísitölu íbúðaverðs.

Húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði óvænt

Matarkarfan hækkaði um 0,7% á milli mánaða, en næstu tvo mánuðina þar á undan hafði hún hækkað um tæplega 2% og virðist því hafa hægst örlítið á. Þegar litið er til áhrifa á heildarvísitöluna hafði þessi hækkun 0,11 prósentustiga áhrif til hækkunar. Föt og skór hækkuðu um 4,3% (0,14% áhrif). Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkuðu um 1,7% (-0,11% áhrif), mæling sem kom okkur á óvart.

Nánar um helstu undirliði:

  • Matarkarfan hækkaði svipað og við bjuggumst við, alls um 0,7%, en við höfðum spáð 0,8% hækkun. Mesta hækkun milli mánaða var á grænmeti sem hækkaði um 2,4% milli mánaða. Þar af hækkaði grænmeti ræktað vegna ávaxtar um 9,4%, en undir þann lið falla meðal annars tómatar og paprikur.
  • Föt og skór hækkuðu um 4,2% í samræmi við væntingar, en við höfðum spáð 4,3%. Föt og skór mælast nú 2% dýrari en fyrir útsölurnar í janúar.
  • Liðurinn húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkaði um 1,7%, en við höfðum spáð 0,5% hækkun. Þetta er sá liður sem kom okkur mest á óvart og skýrir að miklu leyti muninn á spá okkar og mælingu Hagstofunnar. Mesta lækkun var á sængurfatnaði og handklæðum sem lækkaði um 10,3% milli mánaða, en í verðkönnunarvikunni voru tilboðsdagar hjá einhverjum söluaðilum. Því er mögulega um skammtímaáhrif að ræða sem gætu hæglega gengið tilbaka. Stór heimilistæki lækkuðu um 3,7%.
  • Reiknuð húsaleiga samanstendur af markaðsverði húsnæðis á landinu öllu ásamt framlagi vaxtabreytinga. Liðurinn í heild hækkaði um 0,8% milli mánaða en við höfðum spáð hækkun um 1,0%. Skýrist munurinn á því að fasteignaverð hækkaði minna en við áttum von á, en framlag vaxtabreytinga var í takt við væntingar. Við hækkuðum spá okkar á markaðsverði húsnæðis í kjölfar birtingar HMS á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, en samkvæmt Hagstofunni lækkaði húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins milli mánaða sem skýrir að mestu muninn á okkar spá og tölunum sem birtust.

Hlutfall undirliða sem hafa hækkað meira en 10% lækkaði lítillega

Í fyrsta sinn síðan janúar 2022 fjölgaði ekki þeim undirliðum sem hafa hækkað meira en 10% á síðustu tólf mánuðum. Í desember 2021, þegar ársverðbólgan var einungis 5,1%, höfðu 5% undirliða hækkað meira en 10%. Þetta hlutfall hækkaði síðan jafnt og þétt var það komið upp í 35% undirliða í febrúar. Núna í mars lækkaði þetta hlutfall lítillega, eða niður í 33%.

Samsetning á verðbólgunni breytist aðeins milli mánaða

Samsetning verðbólgunnar breyttist ekki mikið, en þó eitthvað, á milli mánaða. Framlag innfluttra vara án bensíns og innlendra vara standur í stað en framlag bensíns og húsnæðis heldur áfram að lækka. Framlag þjónustu hækkar lítillega. Árshækkun kjarnavísitalna 1, 2 og 3 dróst saman milli mánaða en kjarnavísitala 4 hækkar, fjórða mánuðinn í röð. Kjarnavísitala 4 er ársverðbólgan þegar búið er að taka út sveiflukenndustu liðina (búvöru, grænmeti, ávexti, bensín), opinbera þjónustu og reiknaða húsaleigu. Það að kjarnavísitalan hækki sýnir okkur að enn er þónokkur verðbólguþrýstingur undirliggjandi, þó svo að verðbólga hafi hjaðnað lítillega.

Breytum ekki spá okkar til allra næstu mánaða

Við breytum ekki spá okkar um ársverðbólgu til næstu þriggja mánaða vegna þessara talna. Munurinn á mælingu Hagstofunnar og spá okkar fyrir mars var aðallega að húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu óvænt milli mánaða. Það var að öllum líkindum vegna sérstakra tilboða sem munu ganga til baka í apríl. Við spáum áfram 9,5% verðbólgu í apríl, 9,1% í maí og 8,4% í júní.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur