Ár­s­verð­bólg­an úr 9,5% í 8,9%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,5% í 8,9%, eins og við spáðum. Framlag innfluttra vara, bensíns, innlendra vara og húsnæðis til ársverðbólgu lækkaði milli mánaða, en framlag þjónustu jókst.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
28. júní 2023

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% milli mánaða í júní, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan lækkar því annan mánuðinn í röð og fer úr 9,5% í 8,9% eins og við höfðum spáð. Þó ársverðbólgan hafi verið sú sama og við spáðum var þróun ýmissa undirliða önnur en við gerðum ráð fyrir. Liðirnir reiknuð húsaleiga, húsgögn og heimilisbúnaður, tómstundir og menning, og hótel og veitingastaðir hækkuðu meira en við spáðum, en á móti kemur að flugfargjöld til útlanda hækkuðu mun minna en við bjuggumst við. Áhrif bensínverðs er nú til lækkunar á ársverðbólgunni en hlutdeild þjónustu til verðbólgunnar eykst, bæði á milli mánaða og á milli ára.

Reiknaða húsaleigan hækkaði meira en við höfðum spáð

Liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,63% á milli mánaða í júní, þar sem íbúðaverð hækkaði um 0,99% og framlag vaxtabreytinga var 0,64%. Við höfðum spáð því að liðurinn myndi hækka um 1,1% á milli mánaða þar sem íbúðaverð myndi hækka um 0,4% og áhrif vaxta yrði 0,7%. Munurinn liggur í því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði töluvert meira en í okkar spá. Árstakturinn í mælingu Hagstofunnar á markaðsverði íbúðarhúsnæðis heldur áfram að lækka og fer úr 10,2% í síðasta mánuði í 7,9% nú.

Nánar um aðra undirliði:

  • Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,54% (áhrif á vísitöluna 0,08%) á milli mánaða, aðeins minna en við höfðum spáð.
  • Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 2,7% á milli mánaða, sem kom okkur mjög á óvart, enda óvenju lítil hækkun á milli mánaða júní. Við spáðum 15,6% hækkun.
  • Húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði um 1,3% á milli mánaða. Skýrist þessi lækkun af lækkun á liðnum sængurfatnaður, handklæði o.fl. og stórum heimilistækjum. Að öllum líkindum er hér um að ræða útsölur eða tilboð sem munu ganga til baka á næstu mánuðum.
  • Tómstundir og menning hækkuðu um 1,5% milli mánaða. Meðal annars hækkuðu sjónvörp, útvörp og myndaspilarar um 6,2%, leikföng og spil um 5,2% og pakkaferðir til útlanda um 4,9%.

Samsetning á verðbólgunni önnur en fyrir ári

Af 8,9% verðbólgu í júní er hlutur húsnæðis 2,9 prósentustig og lækkar frá síðasta mánuði. Hlutur innfluttra vara án bensíns lækkar úr 2,3 prósentustigum í 2,2. Hlutur bensíns er nú til lækkunar og fer úr 0,1 prósentustigum í -0,3 prósentustig og hlutur innlendra vara lækkar úr 1,6 prósentustigum í 1,5 prósentustig. Eini liðurinn sem er til hækkunar milli mánaða er hlutur þjónustu sem fer úr 2,4 prósentustigum í 2,6 prósentustig.

Verðbólgan er örlítið meiri en hún var fyrir ári síðan þegar hún var 8,8%, en samsetningin hefur breyst nokkuð. Þegar júní er borinn saman við júní í fyrra, má sjá að hlutur húsnæðis og bensíns í ársverðbólgunni hefur minnkað töluvert, en hlutur annarra liða hefur aukist. Mestar hækkanir milli ára hafa verið í innfluttum vörum án bensíns og í þjónustu.

Kjarnavísitölurnar, þar sem búið er að fjarlægja þá liði sem sveiflast mest milli mánaða, lækka allar nema kjarnavísitala 4, en hlutur þjónustu vegur mest þar vegna þess að búið er að fjarlæga stóra vöruliði. Þetta rýmar við breytingar á samsetningu verðbólgunnar, þar sem framlag þjónustu til ársverðbólgu hefur aukist á milli mánaða en hlutur vara hefur lækkað á milli mánaða.

Hlutfall undirliða sem hafa hækkað yfir 5% eykst lítillega

Ekki er að greina mikla breytingu á því hversu stór hluti undirliða hækkar verulega í verði. Þegar talað er um að verðbólgan sé almenn er átt við að margir undirliðanna hafi hækkaði mikið í verði, sú skipting hefur haldist nokkuð óbreytt á síðustu mánuðum. Liðum sem hafa hækkað meira en 10% á 12 mánuðum og liðum sem hafa hækkað minna en 2,5% fjölgar á milli mánaða.

Búumst við 8,2% verðbólgu í september

Við sjáum ekki ástæðu til þess að gera verulega breytingu á spá okkar til næstu mánaða vegna þessarar mælingar. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni hægt næstu mánuði. Spá okkar gerir núna ráð fyrir að verðbólgan mælist 8,0% í júlí, 8,1% í ágúst og 8,2% í september. Við gerum ráð fyrir sömu verðbólgu næstu mánuði og við gerðum  í síðustu spá, en búumst við minni hækkun á flugfargjöldum næstu mánuði, en hækkun á húsgögnum og heimilisbúnaði.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur