Árs­hækk­un vísi­tölu íbúða­verðs ekki minni síð­an fyr­ir far­ald­ur

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,1% milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 6,1% í 2,7% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á og Seðlabankinn brást við með vaxtalækkunum.
Gata í Reykjavík
20. júlí 2023

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,1% milli mánaða í júní samkvæmt tölum sem HMS birti á þriðjudaginn. Þessi lækkun kemur í kjölfar þess að vísitalan hækkaði á milli mánaða síðustu fjóra mánuði í röð. Vísitalan hefur ekki lækkað jafnmikið milli mánaða síðan í desember 2010. Að þessu sinni var ekki mikill munur á fjölbýli og sérbýli, en fjölbýli lækkaði um 1,1% á meðan sérbýli lækkaði um 0,9%.

Árshækkun vísitölunnar 2,7%

Vísitalan hefur hækkað um 2,7% á síðasta árinu og árshækkunin dróst þó nokkuð saman á milli mánaða, hún var 6,1% í maí. Sérbýli hefur hækkað nokkuð meira en fjölbýli síðastliðið ár, en árshækkun fjölbýlis er 1,8% á meðan árshækkun sérbýlis er 7,1%. Lægri árshækkun milli mánaða nú er tilkomin bæði vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá því í júní 2022 datt út úr ársbreytingunni, en vísitalan hækkaði um 2,2% milli mánaða þá. Árshækkunin fór hæst í 25,5% í júlí í fyrra en vísitalan hefur lækkað nokkuð jafn síðan. Árshækkun vísitölunnar hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á og Seðlabankinn brást við með því að lækka vexti.

Vaxtahækkanir bíta

Á mánudaginn birti Seðlabankinn tölur um veltu greiðslukorta í júní. Greiðslukortavelta heimilanna dróst saman um 7,5% milli ára, á föstu verðlagi. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 8,4% og erlendis dróst hún saman um 4,1%. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem greiðslukortavelta heimila dregst saman á milli ára. Alls dróst kortavelta heimilanna saman um 6,7% á 2. ársfjórðungi.

Samdráttur í kortaveltu og lækkun íbúðaverðs eru hvort tveggja merki um að vaxtahækkanir séu farnar að slá á eftirspurn í hagkerfinu. Á fasteignamarkaði spila einnig inn í þrengri lántökuskilyrði. Telja má víst að peningastefnunefnd líti til þessarar þróunar og er líklegt að hún telji sig ekki þurfa að halda vöxtum jafn háum til að ná verðbólgu niður í markmið en ella. Næsta vaxtaákvörðun verður birt miðvikudaginn 23. ágúst.

Eigum nú von á aðeins minni verðbólgu

Nýjasta verðbólguspá okkar frá verðkönnunarvikunni (birt 7. júlí) gerði ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,24% milli mánaða og að verðbólgan myndi lækka úr 8,9% í 7,9%. Í þeirri spá gerðum við ráð fyrir að markaðsverð húsnæðis á landinu öllu myndi hækka um 0,3% milli mánaða, sem verður að teljast ólíklegt í ljósi þessarar mælingar á vísitölu íbúðverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þó þarf að hafa í huga að einhverju getur munað á markaðsverði húsnæðis á landinu sem Hagstofan notar við útreikning á vísitölu neysluverðs og vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Við lækkum verðbólguspá okkar lítillega og gerum nú ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,09% milli mánaða í júlí og ársverðbólgan lækki í 7,7%.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur