Árið 2022 fimmta stærsta ferða­manna­ár­ið frá upp­hafi

Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi. Ferðamenn voru tæplega 115 þúsund í desember, þó nokkuð færri en í sama mánuði árin 2019 og 2018, en hver ferðamaður eyddi að jafnaði meiru en þá miðað við fast gengi.
Ferðamenn
11. janúar 2023

Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 114.788 í desember, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þær voru 8% færri en í desember árið 2019, síðasta árið fyrir faraldur, en það var aðeins í júlí og nóvember árið 2022 sem brottfarir voru fleiri en í sama mánuði árið 2019. Brottfarir í desember voru 16% færri en í sama mánuði á metferðamannaárinu 2018.

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna fyrir allt árið 2022 nemur rétt tæplega 1,7 milljónum, eins og Hagfræðideild Landsbankans spáði í október. Brottfarir yfir árið 2022 voru 15% færri en árið 2019 og 27% færri en 2018, enda voru ferðatakmarkanir vegna faraldursins enn í gildi á fyrstu mánuðum ársins og ekki fyrr en í sumar sem ferðaþjónustan fór virkilega að ná sér á strik.

Á árinu 2022 voru brottfarir langflestar í ágúst, tæplega 243 þúsund, og fæstar í janúar, tæplega 67 þúsund. Bandaríkjamenn áttu ríflega 25% allra brottfara árið 2022, Bretar 14% og Þjóðverjar 8%. Spá okkar frá því í október gerir ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi á þessu ári og verði í kringum 1,9 milljónir, en fjöldinn veltur þó mjög á þróun efnahagsástandsins í okkar helstu viðskiptalöndum.

Uppsafnaðar gistinætur aldrei fleiri

Hagstofan birtir ekki tölur yfir fjölda gistinótta í desember fyrr en síðar í mánuðinum, en í nóvember voru gistinætur erlendra ferðamanna tæplega 410 þúsund á skráðum gististöðum á Íslandi, 56% fleiri en í nóvember árið áður. Uppsafnaður fjöldi gistinótta erlendra ferðamanna á skráðum gististöðum á Íslandi á síðasta ári var orðinn rúmlega 6,6 milljónir í nóvember, 130% fleiri en í sama mánuði árið áður og 265% fleiri en í sama mánuði árið 2020. Þær voru þó enn örlítið færri en árin 2018 og 2019 (6% færri og 4% færri). Munurinn á fjölda gistinótta nú og árin 2018 og 2019 er mun minni en munurinn á fjölda ferðmanna, sem sýnir að hver ferðamaður dvelur að meðaltali lengur nú en hann gerði þá. Hér ber þó að hafa í huga að ætla má að fyrir hverjar þrjár skráðar gistinætur sé um það bil ein óskráð, til dæmis í gegnum Airbnb, ógreidda gistingu eða gistingu í bílum.   

Séu gistinætur Íslendinga taldar með hafa þær aldrei verið fleiri á bilinu janúar til nóvember en í fyrra. Samtals voru uppsafnaðar gistinætur allra yfir síðasta ár orðnar rétt tæplega 8,4 milljónir í nóvember, en voru 8,1 milljón á metferðamannaárinu 2018. Faraldurinn ýtti mjög undir ferðalög Íslendinga innanlands og þótt samkomu- og ferðatakmarkanir hafi verið afnumdar áður en sumarið gekk í garð og Íslendingar héldu til útlanda, héldu þeir engu að síður áfram að ferðast innanlands.

Kortavelta ferðamanna

Kortavelta ferðamanna nam 16,1 milljarði í desember árið 2022 samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar, 73% meiru en í sama mánuði árið áður á föstu gengi, og 10% meiru en í desember 2019, áður en faraldurinn dró verulega úr komum ferðamanna. Ef horft er á árið 2022 í heild nam kortavelta ferðamanna 262 milljörðum, 1% meiru en árið 2019, á föstu gengi. Það er þó 16% minna en metárið 2018.

Þótt ferðamenn hafi verið 16% færri í desember í ár en í sama mánuði árið 2018 er kortaveltan næstum alveg sú sama og þá, á föstu gengi. Því virðast ferðamenn gera betur við sig en árið 2018, m.a. með lengri ferðalögum.

Í desember 2022 var kortavelta hvers ferðamanns að meðaltali 140 þúsund krónur. Í desember 2018 var hún 118 þúsund krónur, miðað við fast gengi. Fólk eyðir því meiru í eigin mynt nú en áður.

Ferðamenn greiddu með greiðslukortum tæpa 62 milljarða króna fyrir gistiþjónustu á árinu 2022, um 42 milljarða í verslun og 37 milljarða í veitingaþjónustu.

Rúmir 29 milljarðar fóru í bílaleigu og fjöldi bílaleigubíla í umferð var á seinni hluta ársins mjög svipaður fjöldanum árið 2019, fyrir faraldur. Þeir voru enn þó nokkuð færri en árið 2018.

Af þessari umfjöllun er ljóst að ferðaþjónustan hefur rétt nokkuð vel úr kútnum eftir faraldurinn og greinilegt að einhver hópur fólks mun halda áfram að ferðast þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Ferðaþjónustan er stærsta einstaka útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hátt í 40% af útflutningi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs mátti rekja til ferðþjónustunnar og ljóst að þessi grein er og verður áfram ein helsta undirstaða hagvaxtar hér á landi.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur