Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Ann­að metár í ferða­þjón­ustu í upp­sigl­ingu?

Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
Fólk við Geysi
7. maí 2024

Hóflegur vöxtur næstu ár 

Ferðamönnum fjölgaði hratt eftir heimsfaraldurinn og hefur vöxtur greinarinnar síðustu ár verið töluverður á meðan hún var að ná sér aftur á strik. Síðasta ár var metár í ferðaþjónustunni á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Met var slegið í erlendri kortaveltu á föstu gengi og í fjölda gistinótta sem skilaði sér í því að hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu hefur aldrei verið stærri en í fyrra, eða um 8,8%, samkvæmt nýlegum ferðaþjónustureikningum Hagstofunnar. Til samanburðar var hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu um 8,1% árið 2018, fjölmennasta ferðmannaári frá upphafi. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og verði um 2,3 milljónir. Við gerum einnig ráð fyrir að greinin skili meiri útflutningsverðmætum en á síðasta ári og þar með mestu verðmætum frá upphafi. 

Árið fer ágætlega af stað 

Undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs fækkaði gistinóttum erlendra ferðamanna frá því í fyrra og tölur um kortaveltu bentu til þess að ferðamenn hafi eytt minna. Nýbirtar tölur Hagstofunnar um veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum sýna að í nóvember og desember í fyrra, þegar jarðhræringarnar á Reykjanesskaga fóru af stað af krafti, dróst velta í ferðaþjónustutengdum greinum saman um tæplega 5% á milli ára en í janúar og febrúar jókst veltan svo aftur um tæplega 5% á milli ára á föstu verðlagi. 

Fyrsti fjórðungur í ár kom ágætlega út þar sem kortavelta mældist örlítið meiri en í fyrra á föstu gengi, þrátt fyrir að gistinætur voru örlítið færri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi ferðamanna sem hingað hefur komið á fyrsta fjórðungi þessa árs mælist þó 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Hver ferðamaður virðist því vera að eyða minna og gista skemur, en þrátt fyrir það mælist vöxtur í greininni. Áhrif jarðhræringanna á ferðaþjónustuna virðast því ekki vera mikil, þó einhverra áhrifa hafi mögulega gætt þegar þær hófust fyrst undir lok síðasta árs.

Annað metár í uppsiglingu? 

Gangi spá okkar eftir verða ferðamenn um það bil jafnmargir á þessu ári og þeir voru á metárinu 2018, um 2,3 milljónir, eða ríflega 3% fleiri en í fyrra. Sætaframboð íslensku flugfélaganna í ferðum til landsins yfir sumarið bendir til þess að gera megi ráð fyrir góðu ferðasumri. Það voru um 2% fleiri hótelherbergi í boði á landinu í mars á þessu ári en í mars í fyrra, samkvæmt talningu Hagstofunnar, sem bendir sömuleiðis til þess að greinin sé að vaxa. Í heild gerum ráð fyrir að útflutningsverðmæti greinarinnar aukist á milli ára, sem þýðir að árið í ár verði stærsta ferðaþjónustuárið hingað til. Við teljum að ferðaþjónustan haldi svo áfram að vaxa hægt og rólega næstu ár á eftir, að ferðamenn verði 2,4 milljónir árið 2025 og 2,5 milljónir árið 2026.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.