Almenn hækkun á hlutabréfamörkuðum í mars
Sé litið til verðþróunar einstakra félaga á OMX-markaðnum í kauphöllinni hækkaði Brim mest í mars, um tæp 19%. Næstmest hækkaði Skeljungur, eða um 13,5%, og þriðja mesta hækkunin var hjá Eimskip, eða 11,9%. Þar á eftir komu Síldarvinnslan (11%), Reginn (9,5%) og Hagar (9%). Mesta lækkunin var hjá Iceland Seafood en félagið lækkaði um rúm 8%. Þar á eftir kom Sýn með 8,1% lækkun og VÍS með 6,7% lækkun. Þar á eftir komu svo Icelandair Group (-6,2%), Origo (-3,9%) og Arion banki (-2,8%). Alls hækkaði verð 13 félaga en 6 félög lækkuðu. Eitt stóð í stað en það var Íslandsbanki.