Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Aldrei fleiri ferða­menn í nóv­em­ber­mán­uði

Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Ferðamenn á jökli
12. desember 2024

Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 9,3% á milli ára í nóvember og þeir hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Annan mánuðinn í röð er slegið fjöldamet, en síðastliðinn októbermánuður var einnig sá fjölmennasti frá upphafi. Það sem af er ári hefur ferðamönnum fjölgað um tæplega 2% frá fyrra ári. Í hagspánni okkar frá því í október gerðum við ráð fyrir því að ferðamenn á árinu í heild yrðu um 2,2 milljónir og er útlit fyrir að sú spá gangi eftir og í raun gott betur. Fjöldi ferðamanna gæti slagað upp í 2,3 milljónir á árinu ef fjöldatölur í desember verða í takt við síðustu tvo mánuði. 

Eldgosin á Reykjanesi höfðu töluverð áhrif á ferðaþjónustuna í ár 

Árið í ferðaþjónustu litaðist að miklu leyti af eldgosunum á Reykjanesi. Rýming Grindavíkurbæjar og hraunflæði inn í bæinn fékk töluverða athygli í erlendum fjölmiðlum. Sú umfjöllun hafði eflaust nokkur áhrif á bókanir ferðamanna til landsins um vorið sem mátti sjá í samdrætti í ferðaþjónustu á öðrum ársfjórðungi á flesta mælikvarða. Á þriðja fjórðungi sýndu helstu mælikvarðar aftur á móti vöxt á milli ára og sama má segja um þær tölur sem borist hafa fyrir lokafjórðung ársins. Ferðamönnum hefur fjölgað töluvert á milli ára í október og nóvember og kortaveltutölur fyrir október sýndu 5,4% aukningu á milli ára á föstu verðlagi. 

Gagnavandamál áberandi á árinu  

Þær hagtölur sem gefa besta mynd af stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi eru fjöldi ferðamanna, fjöldi gistinátta erlendra aðila og kortavelta erlendra greiðslukorta innanlands. Þessir mælikvarðar fylgjast oftast nokkuð vel að og saman gefa þeir ágæta mynd af stöðu mála. Allir þessir mælikvarðar hafa þó verið endurskoðaðir á árinu. Á vormánuðum voru tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll uppfærðar fyrir tímabilið ágúst 2023 – mars 2024, sem leiddi til fækkunar á ferðum erlendra farþega en fjölgunar á ferðum Íslendinga. 

Í ágúst uppfærði Seðlabankinn kortaveltutölur þar sem í ljós kom að innlend fyrirtæki, þar á meðal í ferðaþjónustu, höfðu í auknum mæli nýtt sér þjónustu erlendra fyrirtækja í greiðslumiðlun og þær færslur ekki skilað sér í gagnasöfnun Seðlabankans. Eftir uppfærsluna sýndu kortaveltutölur meiri vöxt á milli ára fyrstu mánuði ársins en eldri tölur. Í frétt Seðlabankans kom fram að þetta væri fyrsta skrefið í vinnu við að bæta kortaveltutölurnar.  

Nú í nóvember birti Hagstofan ekki gistinætur eftir þjóðernum fyrir októbermánuð á meðan unnið er að endurskoðun gistináttagagna. Hagstofan er að skoða hvort hlutur Íslendinga í gistináttatölum sé ofmetinn og að sama skapi hvort gistinætur ferðamanna séu vanmetnar.  

Í nýlegum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar má einnig sjá í tölum um þjónustuútflutning að ferðaþjónusta, sem samanstendur af tveimur liðum, farþegaflutningum með flugi og ferðalögum, dregst saman um 4,2% á milli ára á þriðja ársfjórðungi á föstu verðlagi. Þar hefur liðurinn fyrir farþegaflutninga með flugi töluvert meiri áhrif á samdráttinn en ferðalagaliðurinn, þar sem tekjur af farþegaflutningum með flugi drógust saman um tæplega 11% á milli ára en tekjur af ferðalagalögum aðeins um 1%, á föstu verðlagi. Ferðalagaliðurinn er því að mestu í takt við aðra mælikvarða um ferðaþjónustuna, en þessi mikli samdráttur í farþegaflutningum með flugi kom mjög á óvart. Í síðustu fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að nokkrar líkur séu á að þjónustuútflutningur sé vanmetinn. Þó ekki komi fram nákvæmlega hvað Seðlabankinn telur vanmetið í þjónustuútflutningi á fjórðungnum er ekki ólíklegt að þar sé vísað til þessa liðar.

Verður næsta ár venjulegt ár í ferðaþjónustu? 

Við spáðum nokkrum vexti í ferðaþjónustu á næsta ári. Vöxturinn sem við spáum byggist ekki síst á því að næsta ár verði meira og minna „venjulegt ár“ í ferðaþjónustunni, þ.e.a.s. að engin meiriháttar áföll muni hafa áhrif á þróunina eins og í ár. Það gefur samt auga leið að þegar gagnauppfærslur eru jafn miklar og raun ber vitni verður erfitt að rýna í stöðuna fram á við. Þótt staðan í dag sé enn nokkuð óljós sýnist okkur árið heilt yfir hafa verið þokkalegt í ferðaþjónustu og mögulega betra en á horfðist í upphafi þegar áhrif eldgosanna á Reykjanesi höfðu sem mest áhrif á bókunarstöðu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.