Áhrif far­ald­urs­ins á fjár­mál rík­is­sjóðs voru veru­leg á ár­inu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Sólheimasandur
7. júlí 2021 - Hagfræðideild

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg, líkt og gildir um ríkissjóði flestra nágrannaríkja. Efnahagsáfallið var ófyrirséð og staðan á vinnumarkaði þegar orðin erfið fyrir faraldurinn. Kostnaður vegna áfallsins dreifðist þar að auki misjafnlega á heimili og fyrirtæki í landinu þannig að hlutverk ríkissjóðs varð mikið.

Eins og fjallað var um í nýlegri Hagsjá um ríkisreikning var rekstrarafkoma ríkissjóðs á árinu 2020 verulega neikvæð og í samræmi við það jukust skuldir ríkissjóðs um u.þ.b. 20% að nafnvirði. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% á milli 2019 og 2020. Áætlað er að áhrif krepputengdra ráðstafana á ríkissjóð hafi numið um 100 mö.kr. í fyrra, eða u.þ.b. 3,3% af landsframleiðslu ársins.

Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Flest úrræðin fólu í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð og önnur lægri tekjur, t.d. vegna minni skattheimtu. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu, en með rekstrartilfærslum er átt við greiðslur frá hinu opinbera án þess að á móti komi vinnuframlag eða önnur aðföng eða gæði. Undir þetta falla t.d. öll helstu bóta- og styrkjakerfi ríkisins eins og sjúkra-, atvinnuleysis- og lífeyristryggingar.

Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Útgjöld til sjúkratrygginga jukust með nokkuð eðlilegum hætti, en í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr. Stuðningur við fyrirtæki tengdist mest vinnumarkaðsaðgerðum þannig að með útgjöldum vegna atvinnuleysistrygginga má segja að meginþorrinn af útgjöldum ríkissjóðs vegna faraldursins hafi tengst vinnumarkaðnum.

Í fjárlögum ársins 2020 var reiknað með að útgjöld til Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu um 28 ma.kr. á árinu 2020. Þegar upp var staðið í lok árs höfðu verið samþykkt viðbótarframlög til sjóðsins upp á rúma 58 ma.kr., eða ríflega tvöföld upphafleg áætlun.

Það úrræði stjórnvalda sem fól í sér mestan kostnað á árinu 2020 var hlutastarfaleiðin. Með henni gátu fyrirtæki í rekstrarvanda lækkað starfshlutfall launafólks tímabundið og þar með viðhaldið ráðningasambandi yfir erfiðasta tímabilið. Alls greiddi ríkissjóður ríflega 23 ma.kr. vegna 36 þúsund einstaklinga á árinu 2020.

Næst stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs vegna faraldursins tengdist einnig vinnumarkaðnum, en það var greiðsla til starfsfólks á uppsagnarfresti, en styrkir vegna þessa námu um 12. mö.kr. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn var svo tekjufalls-  og viðspyrnustyrkir til fyrirtækja.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn á Íslandi
13. júlí 2021

Veruleg minnkun atvinnuleysis í júní og mun líklega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í júní 7,4% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 9,1% frá því í maí. Um 14.300 manns voru á atvinnuleysisskrá í júní. Ekki er lengur um að ræða atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið þar sem henni lauk í maí. Því var heildaratvinnuleysi í júní einnig 7,4% samanborið við 10,0% í maí og minnkaði þannig um 2,6 prósentustig milli mánaða. Í júní 2020 var almennt atvinnuleysi 7,5% og það hefur því minnkað um 0,1 prósentustig á einu ári.
Olíuvinnsla
12. júlí 2021

Mikil hækkun á hrávöruverði mun skila sér í aukinni verðbólgu í heiminum

Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur hækkað mikið á undanförnum fjórðungum eftir að hafa lækkað lítillega þegar faraldurinn braust út í heiminum. Hrávöruverð hefur ekki verið jafn hátt síðan í september 2011 eða í tæp 10 ár. Verði þessi hækkun varanleg er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á verðbólgu í heiminum.
Flugvél á flugvelli
12. júlí 2021

Vikubyrjun 12. júlí 2021

Flugfargjöld til útlanda, samkvæmt mælingu Hagstofunnar, hækkuðu um 5,4% milli mánaða í júní. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2020 sem  þessi liður breytist um meira en 5% milli mánaða, en Hagstofan hélt þessum lið nánast óbreyttum eftir að faraldurinn hófst enda lágu flugsamgöngur nánast niðri. Þar áður var ekki óalgengt að þessi liður hreyfðist um tugi prósenta milli mánaða, en jafnan hefur verið dýrast að fljúga í júlí.
Flugvél
8. júlí 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í júlí

Hagstofan birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 23. júlí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%.
Seðlabanki Íslands
6. júlí 2021

Mestu kaup Seðlabankans á gjaldeyri síðan í febrúar 2017

Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal.  Af 18 viðskiptadögum í júní greip SÍ inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni.
Fasteignir
5. júlí 2021

Vikubyrjun 5. júlí 2021

Frá byrjun árs 2020 til loka apríl 2021 voru hrein ný íbúðalán til heimila, þ.e. ný íbúðalán að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri fasteignalána, að meðaltali um 20 ma. kr. á mánuði.
Alþingi við Austurvöll
5. júlí 2021

Ríkisreikningur 2020 – neikvæð afkoma en ódýrara að fjármagna mikinn halla

Þrátt fyrir verulega skuldaaukningu á síðasta ári er ljóst að mun ódýrara er nú fyrir ríkissjóð að fjármagna hallarekstur en var í síðustu kreppu. Á árinu 2009, í upphafi fjármálakreppunnar, námu vaxtagjöld ríkissjóðs rúmum 19% af tekjum ársins. Í fyrra var þetta hlutfall 7,6% og var óbreytt frá fyrra ári þrátt fyrir skuldaaukninguna og lækkun tekna. Kjör á lánsfjármörkuðum eru nú verulega betri en var í síðustu kreppu þannig að fjármögnun mikils halla er mun ódýrari.
2. júlí 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 500 m.kr. í júní. Frá áramótun er ávöxtun á verðtryggðu bréfunum almennt betri en á óverðtryggðu bréfunum.
2. júlí 2021

Verðskrá hótela í Reykjavík farin að hækka á ný

Verðskrá hótela í Reykjavík er byrjuð að hækka á ný og var hækkunin nú í maí töluvert meiri en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Þrátt fyrir að verðið sé tekið að hækka hér á landi er það enn lágt í sögulegu ljósi.
Bílar
2. júlí 2021

Bílakaup landsmanna aukast

Kaup á nýjum bílum hafa nú aukist verulega eftir samdrátt síðustu ára. Bílaleigur eru margar farnar að auka við flota sinn á ný, ásamt því sem einstaklingar virðast margir nýta lága vexti og aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum. Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, þó enn sé langt í land varðandi flotann allan.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur