Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áhrif far­ald­urs­ins á fjár­mál rík­is­sjóðs voru veru­leg á ár­inu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Sólheimasandur
7. júlí 2021 - Greiningardeild

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg, líkt og gildir um ríkissjóði flestra nágrannaríkja. Efnahagsáfallið var ófyrirséð og staðan á vinnumarkaði þegar orðin erfið fyrir faraldurinn. Kostnaður vegna áfallsins dreifðist þar að auki misjafnlega á heimili og fyrirtæki í landinu þannig að hlutverk ríkissjóðs varð mikið.

Eins og fjallað var um í nýlegri Hagsjá um ríkisreikning var rekstrarafkoma ríkissjóðs á árinu 2020 verulega neikvæð og í samræmi við það jukust skuldir ríkissjóðs um u.þ.b. 20% að nafnvirði. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% á milli 2019 og 2020. Áætlað er að áhrif krepputengdra ráðstafana á ríkissjóð hafi numið um 100 mö.kr. í fyrra, eða u.þ.b. 3,3% af landsframleiðslu ársins.

Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Flest úrræðin fólu í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð og önnur lægri tekjur, t.d. vegna minni skattheimtu. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu, en með rekstrartilfærslum er átt við greiðslur frá hinu opinbera án þess að á móti komi vinnuframlag eða önnur aðföng eða gæði. Undir þetta falla t.d. öll helstu bóta- og styrkjakerfi ríkisins eins og sjúkra-, atvinnuleysis- og lífeyristryggingar.

Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Útgjöld til sjúkratrygginga jukust með nokkuð eðlilegum hætti, en í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr. Stuðningur við fyrirtæki tengdist mest vinnumarkaðsaðgerðum þannig að með útgjöldum vegna atvinnuleysistrygginga má segja að meginþorrinn af útgjöldum ríkissjóðs vegna faraldursins hafi tengst vinnumarkaðnum.

Í fjárlögum ársins 2020 var reiknað með að útgjöld til Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu um 28 ma.kr. á árinu 2020. Þegar upp var staðið í lok árs höfðu verið samþykkt viðbótarframlög til sjóðsins upp á rúma 58 ma.kr., eða ríflega tvöföld upphafleg áætlun.

Það úrræði stjórnvalda sem fól í sér mestan kostnað á árinu 2020 var hlutastarfaleiðin. Með henni gátu fyrirtæki í rekstrarvanda lækkað starfshlutfall launafólks tímabundið og þar með viðhaldið ráðningasambandi yfir erfiðasta tímabilið. Alls greiddi ríkissjóður ríflega 23 ma.kr. vegna 36 þúsund einstaklinga á árinu 2020.

Næst stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs vegna faraldursins tengdist einnig vinnumarkaðnum, en það var greiðsla til starfsfólks á uppsagnarfresti, en styrkir vegna þessa námu um 12. mö.kr. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn var svo tekjufalls-  og viðspyrnustyrkir til fyrirtækja.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.