Áhrif far­ald­urs­ins á fjár­mál rík­is­sjóðs voru veru­leg á ár­inu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Sólheimasandur
7. júlí 2021 - Hagfræðideild

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg, líkt og gildir um ríkissjóði flestra nágrannaríkja. Efnahagsáfallið var ófyrirséð og staðan á vinnumarkaði þegar orðin erfið fyrir faraldurinn. Kostnaður vegna áfallsins dreifðist þar að auki misjafnlega á heimili og fyrirtæki í landinu þannig að hlutverk ríkissjóðs varð mikið.

Eins og fjallað var um í nýlegri Hagsjá um ríkisreikning var rekstrarafkoma ríkissjóðs á árinu 2020 verulega neikvæð og í samræmi við það jukust skuldir ríkissjóðs um u.þ.b. 20% að nafnvirði. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% á milli 2019 og 2020. Áætlað er að áhrif krepputengdra ráðstafana á ríkissjóð hafi numið um 100 mö.kr. í fyrra, eða u.þ.b. 3,3% af landsframleiðslu ársins.

Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Flest úrræðin fólu í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð og önnur lægri tekjur, t.d. vegna minni skattheimtu. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu, en með rekstrartilfærslum er átt við greiðslur frá hinu opinbera án þess að á móti komi vinnuframlag eða önnur aðföng eða gæði. Undir þetta falla t.d. öll helstu bóta- og styrkjakerfi ríkisins eins og sjúkra-, atvinnuleysis- og lífeyristryggingar.

Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Útgjöld til sjúkratrygginga jukust með nokkuð eðlilegum hætti, en í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr. Stuðningur við fyrirtæki tengdist mest vinnumarkaðsaðgerðum þannig að með útgjöldum vegna atvinnuleysistrygginga má segja að meginþorrinn af útgjöldum ríkissjóðs vegna faraldursins hafi tengst vinnumarkaðnum.

Í fjárlögum ársins 2020 var reiknað með að útgjöld til Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu um 28 ma.kr. á árinu 2020. Þegar upp var staðið í lok árs höfðu verið samþykkt viðbótarframlög til sjóðsins upp á rúma 58 ma.kr., eða ríflega tvöföld upphafleg áætlun.

Það úrræði stjórnvalda sem fól í sér mestan kostnað á árinu 2020 var hlutastarfaleiðin. Með henni gátu fyrirtæki í rekstrarvanda lækkað starfshlutfall launafólks tímabundið og þar með viðhaldið ráðningasambandi yfir erfiðasta tímabilið. Alls greiddi ríkissjóður ríflega 23 ma.kr. vegna 36 þúsund einstaklinga á árinu 2020.

Næst stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs vegna faraldursins tengdist einnig vinnumarkaðnum, en það var greiðsla til starfsfólks á uppsagnarfresti, en styrkir vegna þessa námu um 12. mö.kr. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn var svo tekjufalls-  og viðspyrnustyrkir til fyrirtækja.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
21. sept. 2022

Íbúðaverð lækkar milli mánaða í fyrsta sinn síðan 2019

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og skýr merki um að markaðurinn sé farinn að kólna.
Fólk við Geysi
20. sept. 2022

Atvinnuleysi minnkar enn og aðflutt vinnuafl sífellt mikilvægara

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig milli mánaða í ágúst og var 3,1%. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdum greinum milli mánaða, enda fjölgaði erlendum ferðamönnum eftir því sem leið á sumarið. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja vanta vinnuafl og eftir því sem störfum fjölgar verður erlent vinnuafl mikilvægara á íslenskum vinnumarkaði.
Flutningaskip
19. sept. 2022

Vikubyrjun 19. september 2022

Á fyrstu sex mánuðum ársins var 84 milljarða króna halli af viðskiptum við útlönd. Þrátt fyrir þennan mikla halla hefur krónan styrkst innan árs. Skýrist þetta meðal annars af því að öllum viðskiptum fylgir ekki endilega gjaldeyrisflæði.
Bananar í verslun
15. sept. 2022

Verðbólga mun mjakast niður á við í september

Við spáum því að almennt verðlag hækki um 0,34% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi. Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí og mældist svo aðeins minni eða 9,7% í ágúst. Gangi spáin eftir verður septembermánuður annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan lækkar milli mánaða. Við eigum von hægri hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og að hún verði komin niður í 8,8% í desember.
Olíuvinnsla
12. sept. 2022

Olíuverð einn helsti drifkraftur verðbólgu á síðustu 50 árum

Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.
12. sept. 2022

Vikubyrjun 12. september 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
5. sept. 2022

Vikubyrjun 5. september 2022

Ársverðbólga hjaðnaði í fyrsta sinn í ágúst síðan á vormánuðum 2021.
2. sept. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Tvö útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin í ágúst: 16. ágúst hélt Landsbankinn útboð þar sem bankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 1.060 á kröfunni 6,76% og LBANK CB 27 að fjárhæð 1.080 m.kr. á kröfunni 6,55%. 29. ágúst hélt Íslandsbanki útboð þar sem bankinn seldi  bréf í flokknum ISB CB 27 að fjárhæð 1.300 m.kr. á kröfunni 6,90% og ISB CBI 6.600 m.kr. á kröfunni 2,20%.
Royal exchange
2. sept. 2022

Aftur lækkanir á hlutabréfamörkuðum í ágúst

Hlutabréfamarkaðir heimsins lækkuðu aftur nokkuð í ágúst eftir mikla hækkun í júlí og kom sú lækkun helst til í lok mánaðarins. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hélt ræðu rétt fyrir mánaðarlok á árlegri ráðstefnu seðlabankastjóra hvaðanæva að úr heiminum. Powell sló harðari tón en hann hefur gert undanfarna mánuði og tók af allan vafa um að meginmarkmið seðlabankans yrði að ná verðbólgunni niður. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lækkaði skarpt í kjölfarið og fylgdu hlutabréfamarkaðir margra annarra landa á eftir.
31. ágúst 2022

Ferðaþjónustan drífur áfram kröftugan hagvöxt

Hagvöxtur mældist 6,1% á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands. Þetta er ögn minni vöxtur en á fyrsta fjórðungi en engu að síður kröftugur vöxtur. Vöxturinn var nú eins og verið hefur keyrður áfram af miklum vexti í ferðaþjónustu. Þetta var fimmti ársfjórðungurinn í röð með jákvæðum hagvexti og er frekari staðfesting á því að hagkerfið sé á réttri leið.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur