Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áhrif far­ald­urs­ins á fjár­mál rík­is­sjóðs voru veru­leg á ár­inu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Sólheimasandur
7. júlí 2021 - Greiningardeild

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg, líkt og gildir um ríkissjóði flestra nágrannaríkja. Efnahagsáfallið var ófyrirséð og staðan á vinnumarkaði þegar orðin erfið fyrir faraldurinn. Kostnaður vegna áfallsins dreifðist þar að auki misjafnlega á heimili og fyrirtæki í landinu þannig að hlutverk ríkissjóðs varð mikið.

Eins og fjallað var um í nýlegri Hagsjá um ríkisreikning var rekstrarafkoma ríkissjóðs á árinu 2020 verulega neikvæð og í samræmi við það jukust skuldir ríkissjóðs um u.þ.b. 20% að nafnvirði. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% á milli 2019 og 2020. Áætlað er að áhrif krepputengdra ráðstafana á ríkissjóð hafi numið um 100 mö.kr. í fyrra, eða u.þ.b. 3,3% af landsframleiðslu ársins.

Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Flest úrræðin fólu í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð og önnur lægri tekjur, t.d. vegna minni skattheimtu. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu, en með rekstrartilfærslum er átt við greiðslur frá hinu opinbera án þess að á móti komi vinnuframlag eða önnur aðföng eða gæði. Undir þetta falla t.d. öll helstu bóta- og styrkjakerfi ríkisins eins og sjúkra-, atvinnuleysis- og lífeyristryggingar.

Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Útgjöld til sjúkratrygginga jukust með nokkuð eðlilegum hætti, en í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr. Stuðningur við fyrirtæki tengdist mest vinnumarkaðsaðgerðum þannig að með útgjöldum vegna atvinnuleysistrygginga má segja að meginþorrinn af útgjöldum ríkissjóðs vegna faraldursins hafi tengst vinnumarkaðnum.

Í fjárlögum ársins 2020 var reiknað með að útgjöld til Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu um 28 ma.kr. á árinu 2020. Þegar upp var staðið í lok árs höfðu verið samþykkt viðbótarframlög til sjóðsins upp á rúma 58 ma.kr., eða ríflega tvöföld upphafleg áætlun.

Það úrræði stjórnvalda sem fól í sér mestan kostnað á árinu 2020 var hlutastarfaleiðin. Með henni gátu fyrirtæki í rekstrarvanda lækkað starfshlutfall launafólks tímabundið og þar með viðhaldið ráðningasambandi yfir erfiðasta tímabilið. Alls greiddi ríkissjóður ríflega 23 ma.kr. vegna 36 þúsund einstaklinga á árinu 2020.

Næst stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs vegna faraldursins tengdist einnig vinnumarkaðnum, en það var greiðsla til starfsfólks á uppsagnarfresti, en styrkir vegna þessa námu um 12. mö.kr. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn var svo tekjufalls-  og viðspyrnustyrkir til fyrirtækja.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
30. jan. 2026
Spáum 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta í næstu viku 
Við spáum því að peningastefnunefnd hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku en muni á fundi sínum einnig fjalla um möguleika á að halda stýrivöxtum óbreyttum. Verðbólga jókst umfram væntingar í janúar og mældist 5,2%. Aukin verðbólga í janúar skýrist að mestu leyti af hækkun opinberra gjalda, en þó ekki einungis. Mælingin ber þess einnig merki að undirliggjandi verðþrýstingur er enn til staðar. Ekki hefur tekist að draga úr verðbólguvæntingum og kaupmáttaraukning heldur áfram að skila sér í aukinni neyslu.  
Bakarí
29. jan. 2026
Aukna verðbólgu má rekja til opinberra gjalda
Verðbólga jókst úr 4,5% í 5,2% í janúar. Verðbólga mældist lægst 3,7% í nóvember síðastliðnum og hefur því hækkað um 1,5 prósentustig síðan þá. Verðhækkanir tengdar bílum og rekstri bifreiða skýra hækkunina að langmestu leyti nú í janúar. Matvara hækkaði þó töluvert umfram spár og verð á flugfargjöldum lækkaði minna en við spáðum. Á móti hafði húsnæðiskostnaður minni áhrif til hækkunar en við höfðum gert ráð fyrir.
Kranar á byggingarsvæði
26. jan. 2026
Vikubyrjun 26. janúar 2026
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um tæplega 1,2% á milli mánaða í desember og á sama tíma lækkaði vísitala leiguverðs um 1,4%. Hagstofan birti vísitölu launa, sem hélst óbreytt á milli mánaða. Á fimmtudag verður vísitala neysluverðs í janúar birt.
Mynt 100 kr.
19. jan. 2026
Vikubyrjun 19. janúar 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
15. jan. 2026
Spáum 5,1% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.
Smiður
13. jan. 2026
Atvinnuleysi eykst en kortavelta líka
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.
Bílar
12. jan. 2026
Breytt gjaldtaka af bílum gæti aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.
Rafbíll í hleðslu
12. jan. 2026
Vikubyrjun 12. janúar 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.