Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áhrif far­ald­urs­ins á fjár­mál rík­is­sjóðs voru veru­leg á ár­inu 2020

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg. Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu. Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr.
Sólheimasandur
7. júlí 2021 - Greiningardeild

Áhrif kórónuveirufaraldursins á ríkissjóð Íslands hafa verið veruleg, líkt og gildir um ríkissjóði flestra nágrannaríkja. Efnahagsáfallið var ófyrirséð og staðan á vinnumarkaði þegar orðin erfið fyrir faraldurinn. Kostnaður vegna áfallsins dreifðist þar að auki misjafnlega á heimili og fyrirtæki í landinu þannig að hlutverk ríkissjóðs varð mikið.

Eins og fjallað var um í nýlegri Hagsjá um ríkisreikning var rekstrarafkoma ríkissjóðs á árinu 2020 verulega neikvæð og í samræmi við það jukust skuldir ríkissjóðs um u.þ.b. 20% að nafnvirði. Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu jukust úr 63% upp í 78% á milli 2019 og 2020. Áætlað er að áhrif krepputengdra ráðstafana á ríkissjóð hafi numið um 100 mö.kr. í fyrra, eða u.þ.b. 3,3% af landsframleiðslu ársins.

Fjöldi sértækra efnahagsúrræða litu dagsins ljós sem ætlað var að vinna gegn áhrifum faraldursins. Flest úrræðin fólu í sér bein útgjöld fyrir ríkissjóð og önnur lægri tekjur, t.d. vegna minni skattheimtu. Rekstrartilfærslur frá ríkissjóði til annarra aðila í hagkerfinu jukust verulega á árinu, en með rekstrartilfærslum er átt við greiðslur frá hinu opinbera án þess að á móti komi vinnuframlag eða önnur aðföng eða gæði. Undir þetta falla t.d. öll helstu bóta- og styrkjakerfi ríkisins eins og sjúkra-, atvinnuleysis- og lífeyristryggingar.

Útgjöld vegna atvinnuleysis rúmlega þrefölduðust á árinu 2020, og útgjöld vegna félagslegrar aðstoðar jukust um 12%. Útgjöld til sjúkratrygginga jukust með nokkuð eðlilegum hætti, en í fyrra varð til ný tegund tilfærslna sem var stuðningur við fyrirtæki og nam sá liður um 24 mö.kr. Stuðningur við fyrirtæki tengdist mest vinnumarkaðsaðgerðum þannig að með útgjöldum vegna atvinnuleysistrygginga má segja að meginþorrinn af útgjöldum ríkissjóðs vegna faraldursins hafi tengst vinnumarkaðnum.

Í fjárlögum ársins 2020 var reiknað með að útgjöld til Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu um 28 ma.kr. á árinu 2020. Þegar upp var staðið í lok árs höfðu verið samþykkt viðbótarframlög til sjóðsins upp á rúma 58 ma.kr., eða ríflega tvöföld upphafleg áætlun.

Það úrræði stjórnvalda sem fól í sér mestan kostnað á árinu 2020 var hlutastarfaleiðin. Með henni gátu fyrirtæki í rekstrarvanda lækkað starfshlutfall launafólks tímabundið og þar með viðhaldið ráðningasambandi yfir erfiðasta tímabilið. Alls greiddi ríkissjóður ríflega 23 ma.kr. vegna 36 þúsund einstaklinga á árinu 2020.

Næst stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs vegna faraldursins tengdist einnig vinnumarkaðnum, en það var greiðsla til starfsfólks á uppsagnarfresti, en styrkir vegna þessa námu um 12. mö.kr. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn var svo tekjufalls-  og viðspyrnustyrkir til fyrirtækja.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á árinu 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.