Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áfram­hald­andi lækk­an­ir á hluta­bréfa­mörk­uð­um í sept­em­ber

Hlutabréfamarkaðir heimsins héldu áfram að lækka í september eftir að hafa einnig lækkað í ágúst. Lækkunin reyndist töluvert meiri í september en ágúst og náðu nær allir markaðir viðskiptalanda Íslands nýju lágmarki á árinu sé horft á lokagildi hvers mánaðar.
Kauphöll
11. október 2022 - Greiningardeild

Vísitala Aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 8,3% í september. Lækkunin er sú næst mesta yfir heilan mánuð á árinu, en í maí lækkaði vísitalan um 9,9%. Flest félaganna á Aðallistanum lækkuðu í verði eða 19 af samtals 22 félögum. Mesta lækkunin var hjá Eimskip, (-17,3%) næst mesta hjá Iceland Seafood (-13,4%) og svo hjá Origo (-12,3%). Minnsta lækkunin var hjá Icelandair Group, 5,5%. Þar á eftir kom Síldarvinnslan (-5,7%) og Skel fjárfestingarfélag (-5,8%). Þrjú félög hækkuðu í verði, Síminn (7,6%), Ölgerðin Egill Skallagrímsson (7,3%) og Hagar (4,4%).

Þrátt fyrir þessar lækkanir er meirihluti félaga enn með jákvæða ávöxtun sé horft til síðustu 12 mánaða. Mesta ávöxtunin er hjá Sýn (38,4%) en þar á eftir koma Brim (26,1%) og Skel fjárfestingarfélag (23,7%). Mesta lækkunin er hjá Iceland Seafood (54,7%) og stærsta félaginu í Kauphöllinni, Marel, sem hefur lækkað um rétt rúman helming.

Langflestir markaðir ná nýjum lægðum á árinu

Hlutabréfamarkaðir í helstu viðskiptalöndum Íslands héldu áfram að lækka í september eftir verðlækkun í ágúst. Lækkunin var að meðaltali 8% í viðskiptalöndunum sem er næst mesta lækkunin á árinu á eftir júnímánuði þegar lækkunin var að meðaltali 8,3%. Sé horft til lokaverðs í hverjum mánuði náðu nær allir markaðir nýju lágmarki nú í september. Frá áramótum hefur lækkunin verið mest í Þýskalandi, eða 34,3%. Þar á eftir koma Svíþjóð (-31,9%) og Austurríki (-30,3%). Bandaríski markaðurinn hefur tapað fjórðungi af verðgildi sínu og sé breski hefur lækkað um 10,6%. Íslenski markaðurinn hefur lækkað um 18,4%. Þessi þróun nú í september þýðir að nánast allir markaðir í helstu viðskiptalöndum Íslands eru með neikvæða 12 mánaða ávöxtun. Einungis norski markaðurinn rétt hangir yfir núllinu, en 12 mánaða ávöxtun hans er 0,3%. Minnsta lækkunin hefur verið í Bretlandi, eða 7,3%. Þar á eftir koma Kanada (-8,1%) og Japan (-9,6%). Mesta lækkunin er í Þýskalandi (33,3%) en þar á eftir koma Svíþjóð (-23,9%) og Finnland (-20,3%).

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.
Flugvöllur, Leifsstöð
13. ágúst 2025
Aukinn kaupmáttur, meiri neysla og fleiri utanlandsferðir
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.
24. júlí 2025
Verðbólga aftur við efri vikmörk
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% á milli mánaða og verðbólgan hjaðnaði úr 4,2% í 4,0%. Þetta var í samræmi við væntingar, en við spáðum 0,26% aukningu VNV á milli mánaða og 4,0% verðbólgu. Við teljum að verðbólga komist ekki undir 4,0% efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í ár.
Fjölbýlishús
21. júlí 2025
Vikubyrjun 21. júlí 2025
Í júní dró úr árshækkun bæði vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs. Ró virðist hafa færst yfir húsnæðismarkaðinn og HMS fjallaði um það í síðustu viku að markaðurinn væri frekar á valdi kaupenda en seljenda. Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%.
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.