Áframhald á kröftugum hagvexti á þriðja fjórðungi

Vöxturinn á þriðja fjórðungi milli ára var mjög kröftugur, sérstaklega í einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingu og útflutningi. Það skýrist að umtalsverðu leyti af grunnáhrifum vegna samdráttar á þriðja fjórðungi í fyrra. Þrír meginþættir stóðu á bak við hagvöxtinn. Veigamest voru áhrif útflutnings en framlag hans til hagvaxtar var jákvætt um 8,8%. Framlag fjármunamyndunar var 5,3% og framlag einkaneyslu var 4,7%. Það sem vó á móti var mikil aukning í innflutningi en framlagið til hagvaxtar var neikvætt um 11,5%.
Lesa Hagsjána í heild









