Áfram veru­leg­ur slaki á vinnu­mark­aði

Atvinnuþátttaka mældist 78,2% nú í nóvember sem er 0,7 prósentustigum lægra en í nóvember 2019. Minnkandi atvinnuþátttaka er að töluverðum hluta ákveðin birtingarmynd atvinnuleysis þar sem einhver hluti vinnuaflsins kýs að hverfa af vinnumarkaði í stað þess að verða atvinnulaus.
Hárgreiðslustofa
5. janúar 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er áætlað að um 195.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í nóvember, sem jafngildir 78,2% atvinnuþátttöku. Af fólki á vinnumarkaði voru um 183.400 starfandi og um 12.600 atvinnulausir og í atvinnuleit. Starfandi fólki fækkaði um 11.200 milli ára og atvinnulausum fjölgaði um 5.900. Hlutfall starfandi var 73,2% í nóvember og hafði minnkað um 1,8 prósentustig frá nóvember 2019.

Í apríl var atvinnuþátttaka 75,8% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003 þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka mældist meiri í maí og júní en hefur síðan minnkað og mældist 78,2% nú í nóvember sem er 0,7 prósentustigum lægra en í nóvember 2019.

Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal fór atvinnuþátttaka hæst um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í tæp 84%. Samsvarandi tala nú er 79,6% og hefur farið eilítið lækkandi síðustu mánuði.

Minnkandi atvinnuþátttaka er að töluverðum hluta ákveðin birtingarmynd atvinnuleysis þar sem einhver hluti vinnuaflsins kýs að hverfa af vinnumarkaði í stað þess að verða atvinnulaus.

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun voru um 8.500 atvinnulausir í nóvember, sem samsvarar 6,4% atvinnuleysi, og hafði atvinnuleysi þá minnkað um 0,4 prósentustig milli mánaða. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 20.900 skráðir atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok nóvember (án skerts starfshlutfalls), sem samsvarar 10,6% atvinnuleysi. Almennt atvinnuleysi að viðbættu atvinnuleysi í hlutabótakerfinu var hins vegar 12% í nóvember og hafði aukist um 0,9 prósentustig frá mánuðinum á undan. Vinnumálastofnun mælir því töluvert meira atvinnuleysi en Hagstofan um þessar mundir. Ítarlega var fjallað um mismunandi mælingar á atvinnuleysi í nýlegri Hagsjá.

Venjulegur vinnutími styttist verulega milli október og nóvember og er nú 1,6 stundum styttri en í nóvember 2019. Vinnutími var 37,5 stundir í nóvember 2020 samanborið við 39,1 stund í nóvember í 2019.

Starfandi fólki á vinnumarkaði fækkaði um 5,8% frá því í nóvember 2019. Venjulegum vinnustundum fækkaði um 4,1% á sama tíma. Þetta þýðir að fjöldi unninna stunda, eða vinnuaflsnotkun, minnkaði um 9,8% milli ára. Vinnuaflsnotkun hefur nú minnkað í 9 mánuði í röð, eða allt frá því í febrúar 2020. Þarna er um verulega breytingu að ræða frá undanförnum árum, en vinnuaflsnotkun fór þá nær stöðugt vaxandi.

Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar eru áfram dökkar. Kórónuveirufaraldurinn hefur augljóslega haft mikil áhrif á íslenskan vinnumarkað þannig að þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Áhrif faraldursins á hagkerfi og samfélag birtast mjög skýrt í þessum tölum af vinnumarkaði þar sem slakinn er mikill. Nú þegar vonir standa til þess að það sjái fyrir endann á faraldrinum má vænta þess að vinnumarkaðurinn breytist til hins betra. Eitt megineinkenni íslensks vinnumarkaðar er mikill sveigjanleiki og því má ætla að þróunin færist til betri vegar eftir því sem árangur næst af bólusetningum á næstu mánuðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram verulegur slaki á vinnumarkaði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur