Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Áfram veru­leg­ur slaki á vinnu­mark­aði

Atvinnuþátttaka mældist 78,2% nú í nóvember sem er 0,7 prósentustigum lægra en í nóvember 2019. Minnkandi atvinnuþátttaka er að töluverðum hluta ákveðin birtingarmynd atvinnuleysis þar sem einhver hluti vinnuaflsins kýs að hverfa af vinnumarkaði í stað þess að verða atvinnulaus.
Hárgreiðslustofa
5. janúar 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er áætlað að um 195.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í nóvember, sem jafngildir 78,2% atvinnuþátttöku. Af fólki á vinnumarkaði voru um 183.400 starfandi og um 12.600 atvinnulausir og í atvinnuleit. Starfandi fólki fækkaði um 11.200 milli ára og atvinnulausum fjölgaði um 5.900. Hlutfall starfandi var 73,2% í nóvember og hafði minnkað um 1,8 prósentustig frá nóvember 2019.

Í apríl var atvinnuþátttaka 75,8% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003 þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka mældist meiri í maí og júní en hefur síðan minnkað og mældist 78,2% nú í nóvember sem er 0,7 prósentustigum lægra en í nóvember 2019.

Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal fór atvinnuþátttaka hæst um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í tæp 84%. Samsvarandi tala nú er 79,6% og hefur farið eilítið lækkandi síðustu mánuði.

Minnkandi atvinnuþátttaka er að töluverðum hluta ákveðin birtingarmynd atvinnuleysis þar sem einhver hluti vinnuaflsins kýs að hverfa af vinnumarkaði í stað þess að verða atvinnulaus.

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun voru um 8.500 atvinnulausir í nóvember, sem samsvarar 6,4% atvinnuleysi, og hafði atvinnuleysi þá minnkað um 0,4 prósentustig milli mánaða. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 20.900 skráðir atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok nóvember (án skerts starfshlutfalls), sem samsvarar 10,6% atvinnuleysi. Almennt atvinnuleysi að viðbættu atvinnuleysi í hlutabótakerfinu var hins vegar 12% í nóvember og hafði aukist um 0,9 prósentustig frá mánuðinum á undan. Vinnumálastofnun mælir því töluvert meira atvinnuleysi en Hagstofan um þessar mundir. Ítarlega var fjallað um mismunandi mælingar á atvinnuleysi í nýlegri Hagsjá.

Venjulegur vinnutími styttist verulega milli október og nóvember og er nú 1,6 stundum styttri en í nóvember 2019. Vinnutími var 37,5 stundir í nóvember 2020 samanborið við 39,1 stund í nóvember í 2019.

Starfandi fólki á vinnumarkaði fækkaði um 5,8% frá því í nóvember 2019. Venjulegum vinnustundum fækkaði um 4,1% á sama tíma. Þetta þýðir að fjöldi unninna stunda, eða vinnuaflsnotkun, minnkaði um 9,8% milli ára. Vinnuaflsnotkun hefur nú minnkað í 9 mánuði í röð, eða allt frá því í febrúar 2020. Þarna er um verulega breytingu að ræða frá undanförnum árum, en vinnuaflsnotkun fór þá nær stöðugt vaxandi.

Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar eru áfram dökkar. Kórónuveirufaraldurinn hefur augljóslega haft mikil áhrif á íslenskan vinnumarkað þannig að þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Áhrif faraldursins á hagkerfi og samfélag birtast mjög skýrt í þessum tölum af vinnumarkaði þar sem slakinn er mikill. Nú þegar vonir standa til þess að það sjái fyrir endann á faraldrinum má vænta þess að vinnumarkaðurinn breytist til hins betra. Eitt megineinkenni íslensks vinnumarkaðar er mikill sveigjanleiki og því má ætla að þróunin færist til betri vegar eftir því sem árangur næst af bólusetningum á næstu mánuðum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram verulegur slaki á vinnumarkaði (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.