Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd áttunda árið í röð
Á síðasta ári var 31 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd þrátt fyrir að stærsta útflutningsatvinnugrein landsins, ferðaþjónusta, hafi orðið fyrir gríðarlegu höggi vegna Covid-19 faraldursins. Afgangur hefur verið á viðskiptajöfnuði nú samfleytt í átta ár eða allt frá árinu 2013.
Afgangurinn dróst þó verulega saman milli ára eða um 163 ma.kr. en árið 2019 var viðskiptajöfnuður jákvæður um 194 ma.kr.
Samkvæmt mati Seðlabankans voru erlendar eignir þjóðarbúsins 4.440 ma.kr. í lok árs og erlendar skuldir 3.400 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 1.040 ma.kr. (35% af VLF) og hefur batnað um 390 ma.kr. (13% af VLF) frá árslokum 2019.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd áttunda árið í röð