4,6% verðbólga í apríl – fasteignaverð dreif hækkunina milli mánaða

Af þeim útgjaldaliðum sem meðalheimili finnur mest fyrir dags daglega, sést að matarkarfan hefur hækkað nokkuð meira en vísitala neysluverðs síðustu tólf mánuði, eða um 5,8%. Föt og skór (+4,5% milli ára) og húsnæðiskostnaður (+4,4% milli ára) hafa hækkað svipað og vísitalan. Bensín hefur hækkað um 10%.
Óhætt er að segja að óvissan um þróun verðbólgunnar næstu mánuði hafi aukist við þessa mælingu. Hún var töluvert hærri en við áttum von á og því viðbúið að verðbólgan muni leita eitthvað seinna niður í átt að markmiði en við gerðum áður ráð fyrir. Framlag húsnæðis og þjónustu til tólf mánaða hækkunarinnar er að aukast. Á móti kemur að krónan hefur styrkst það sem af er ári sem ætti að vinna að einhverju leyti á móti innlendum verðbólguþrýstingi.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: 4,6% verðbólga í apríl – fasteignaverð dreif hækkunina milli mánaða









