4,4% verð­bólga í maí – fast­eigna­verð kom aft­ur á óvart

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,42% milli mánaða í maí og mælist verðbólga nú 4,4% samanborið við 4,6% í mars. Þetta var nokkuð meiri hækkun en við áttum von á. Munar langmestu um að húsnæðisverðið í vísitölunni hækkaði meira en við reiknuðum með.
Verslun
27. maí 2021 - Hagfræðideild

Þetta er nokkuð meiri hækkun en við áttum von á, en við höfðum spáð 0,33% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar kostnað húsnæðiseigenda við það að búa í eigin húsnæði, hækkaði um 1,5% milli mánaða (0,25% áhrif á vísitölu). Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem þessi liður hækkar meira en við áttum von á, en í mars hækkaði reiknuð húsaleiga um 0,9% (0,15% áhrif á vísitölu) og um 2,5% í apríl (0,40% áhrif á vísitöluna).

Síðustu tólf mánuði hefur markaðsverð húsnæðis hækkað um 12,7%, sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað nokkuð meira en húsnæði í heild síðustu tólf mánuði, fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu svipað og fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins minna. Áhrif vaxtabreytinga eru 5,6 prósentustig til lækkunar. Samantekið er tólf mánaða hækkun reiknaðrar húsaleigu því 7,1%.

Hitt sem kom okkur á óvart í tölum Hagstofunnar var að matarkarfan var óbreytt milli mánaða, en við áttum von á að hún myndi hækka.

Þó að matarkarfan í heild hafi staðið óbreytt milli mánaða breyttust flestallir undirliðir. Að þessu sinni vildi það þannig til að þeir liðir sem hækkuðu og þeir sem lækkuðu jöfnuðust út. Þannig hækkuðu heitir drykkir (þ.e. te, kaffi og kakó) um 5,5% og kaldir drykkir (þ.e. gos, vatn og safar) um 1,1% á meðan ávextir lækkuðu um 2,0% milli mánaða og grænmeti um 0,7%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: 4,4% verðbólga í maí– fasteignaverð kom aftur á óvart

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
8. júní 2021

Vaxtahækkanir sem snerta heimilin

Frá því að Seðlabankinn hóf að lækka vexti í fyrra hafa heimilin í landinu aukið töku óverðtryggðra íbúðalána á breytilegum vöxtum verulega. Vextir slíkra lána fara nú hækkandi og þar með greiðslubyrði lántakenda.
Alþingishús
8. júní 2021

Stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins umsvifamiklar

Helstu stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins til handa fyrirtækjum og heimilum nema nú ríflega 95 mö.kr. frá því að þær hófust. Til samanburðar er áætlað að útgjöld ríkissjóðs til menntamála nemi um 86 mö.kr. á árinu 2021. Ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í lok apríl. Stærstur hluti tillagnanna snýr að félags- og vinnumarkaðsmálum, eða um 11,6 ma.kr. Þar af nema aukin framlög vegna vinnumarkaðar og atvinnuleysis samtals 9,8 mö.kr.
Dollarar og Evrur
7. júní 2021

Krónan styrktist í maí

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í maí og hefur ekki mælst sterkari frá því um miðjan mars á síðasta ári. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 35,5 ma.kr. Hlutdeild Seðlabanka Íslands var 2,1 ma.kr., sem var 5,8% af heildarveltunni.
7. júní 2021

Yfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Viðskiptabankarnir seldu sértryggð bréf fyrir 440 m.kr. í maí. Ávöxtunarkrafan hækkaði nokkuð á markaði.
Hverasvæði
7. júní 2021

Vikubyrjun 7. júní 2021

Lausum störfum samkvæmt talningu Vinnumálastofnunar fjölgað mjög hratt síðustu mánuði, eða úr 350 í febrúar í tæplega 2.000 í apríl. Til samanburðar er meðaltal áranna 2011-2020 um 215 og fór hæst á þessu tímabili í 500 í september 2016.
Gönguleið
2. júní 2021

Halli á viðskiptajöfnuði á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta ársfjórðungi mældist 27,1 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er um 38,8 ma.kr. lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi 2020 og 50 ma.kr. lakari niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan. Óveruleg breyting varð á hreinni erlendri stöðu á fjórðungnum, en í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.069 ma.kr.
Maður á ísjaka
1. júní 2021

Erfiðlega gengur að manna störf víða um heim í kjölfar faraldursins

Skrýtin staða hefur komið upp sums staðar í heiminum þegar efnahagslífið er óðum að nálgast fyrra horf eftir veirufaraldurinn. Margir benda á rausnarlegar atvinnuleysisbætur sem rót vandans. Samkvæmt Hagstofu Íslands má ætla að heildarmánaðarlaun verkafólks séu um 670 þús. kr. að meðaltali nú á miðju ári 2021. Venjulegar atvinnuleysisbætur eru um kr. 307 þús. kr. á mánuði, eða u.þ.b. 55% af heildarlaunum.
Sólheimasandur
31. maí 2021

Verulega hægði á samdrætti hagkerfisins á fyrsta ársfjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands dróst landsframleiðslan saman um 1,7% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er mun minni samdráttur en verið hefur á síðustu fjórðungum. Mesti samdrátturinn var á öðrum fjórðungi síðasta árs þegar hann nam 10,1%. Síðan þá hefur dregið úr samdrættinum. Við teljum að samdráttur hagkerfisins muni fljótlega breytast í vöxt og spáum því að hagvöxtur yfir árið í heild verði 4,9%.
Smiður
31. maí 2021

Batamerki á vinnumarkaði

Í apríl í fyrra fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003. Atvinnuþátttaka hefur sveiflast nokkuð síðan, í samræmi við stöðu sóttvarna á hverjum tíma, og mældist nú í apríl 78,4% sem er heilum 5 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er nú rétt undir 78% og hefur atvinnuþátttaka aukist nokkuð síðustu mánuði.
Ský
31. maí 2021

Vikubyrjun 31. maí 2021

Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er að aukast. Þannig jókst verðbólga í Bandaríkjunum úr 2,6% í mars í 4,2% í apríl og úr 0,7% í 1,5% í Bretlandi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur