4,4% verð­bólga í maí – fast­eigna­verð kom aft­ur á óvart

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,42% milli mánaða í maí og mælist verðbólga nú 4,4% samanborið við 4,6% í mars. Þetta var nokkuð meiri hækkun en við áttum von á. Munar langmestu um að húsnæðisverðið í vísitölunni hækkaði meira en við reiknuðum með.
Verslun
27. maí 2021 - Hagfræðideild

Þetta er nokkuð meiri hækkun en við áttum von á, en við höfðum spáð 0,33% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar kostnað húsnæðiseigenda við það að búa í eigin húsnæði, hækkaði um 1,5% milli mánaða (0,25% áhrif á vísitölu). Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem þessi liður hækkar meira en við áttum von á, en í mars hækkaði reiknuð húsaleiga um 0,9% (0,15% áhrif á vísitölu) og um 2,5% í apríl (0,40% áhrif á vísitöluna).

Síðustu tólf mánuði hefur markaðsverð húsnæðis hækkað um 12,7%, sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað nokkuð meira en húsnæði í heild síðustu tólf mánuði, fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu svipað og fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins minna. Áhrif vaxtabreytinga eru 5,6 prósentustig til lækkunar. Samantekið er tólf mánaða hækkun reiknaðrar húsaleigu því 7,1%.

Hitt sem kom okkur á óvart í tölum Hagstofunnar var að matarkarfan var óbreytt milli mánaða, en við áttum von á að hún myndi hækka.

Þó að matarkarfan í heild hafi staðið óbreytt milli mánaða breyttust flestallir undirliðir. Að þessu sinni vildi það þannig til að þeir liðir sem hækkuðu og þeir sem lækkuðu jöfnuðust út. Þannig hækkuðu heitir drykkir (þ.e. te, kaffi og kakó) um 5,5% og kaldir drykkir (þ.e. gos, vatn og safar) um 1,1% á meðan ávextir lækkuðu um 2,0% milli mánaða og grænmeti um 0,7%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: 4,4% verðbólga í maí– fasteignaverð kom aftur á óvart

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur