Mest áhrif til hækkunar milli mánaða hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsleiga) sem hækkaði um 0,7% (áhrif á vísitölu 0,12%) og flugfargjöld sem hækkuðu um 4,9% (0,07% áhrif á vísitölu). Mestu áhrif til lækkunar höfðu húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. sem lækkuðu um 1,0% milli mánaða (-0,07% áhrif). Vísitalan hækkað nokkuð minna en við áttum von á, en við höfðum spáð 0,3% hækkun milli mánaða. Það sem kom mest á óvart var að matarkarfan lækkaði um 0,31% milli mánaða en við áttum von á að hún myndi hækka.
Lesa hagsjána í heild









