10% aukning í kortaveltu í febrúar – alfarið innflutt notkun
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/76b024cb-f67c-4c6d-a84a-cf466590246c_%C3%AD+verslun.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,83,1920,1080&q=50)
Seðlabanki Íslands birti í morgun gögn um veltu innlendra greiðslukorta í febrúar. Samanlagt jókst kortavelta um 10% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem aukningin mælist 10%. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 66 mö.kr. og dróst saman um 1% milli ára á föstu verðlagi. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 15,5 mö.kr. og tvöfaldaðist milli ára miðað við fast gengi. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október 2020 sem samdráttur mælist í neyslu Íslendinga innanlands.
Líkt og sést hefur á síðustu mánuðum er breyting að verða á vexti neyslunnar sem orsakast nú alfarið af aukningu í neyslu hjá erlendum söluaðilum. Neysla Íslendinga innanlands mælist engu að síður sterk, eða 5% meiri en í febrúar 2020, þrátt fyrir lítilsháttar samdrátt nú milli ára.
Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru um 28.000 talsins í febrúar, eða tífalt fleiri en í febrúar í fyrra, og kemur því ekki á óvart að sjá kortanotkun Íslendinga erlendis aukast verulega. Aukningin (tvöföldun milli ára) er þó lítil miðað við aukninguna í ferðalögum. Þetta skýrist af því að netverslun færist sífellt í aukana og gerði það að verkum að neysla frá útlöndum datt aldrei niður, þrátt fyrir nær engin ferðalög þegar faraldurinn stóð sem hæst.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: 10% aukning í kortaveltu í febrúar – alfarið innflutt notkun
![Ský](https://images.prismic.io/landsbankinn/a975c174-975b-4bcd-835e-59e91d690a7a_Skyjum-ofar.jpg?fit=max&w=3840&rect=333,0,5333,4000&q=50)
![Fataverslun](https://images.prismic.io/landsbankinn/1da63ef3-f754-4e33-85b0-ae3d774b3971_Fataverslun.jpg?fit=max&w=3840&rect=58,0,1440,1080&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/35de1bcf-c5e3-4cd3-ae60-cf32894ad792_LB_Office_11200+1920px.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1707,1280&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/028a0757-28f9-4183-b615-499104716808_Landsbankinn_Irma_Abstrakt_018.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,140,1168,876&q=50)
![Flugvöllur, Leifsstöð](https://images.prismic.io/landsbankinn/b0c57a7a-f73a-448b-8212-7f6ad4d3b4c3_keflavikurflugvollur-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=367,551,1185,889&q=50)
![Símagreiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/70729767-bf19-4cbd-bf24-fd48e37009c5_Simi-greida-naermynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=5,0,1911,1433&q=50)
![Greiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/c266d4e3-b30b-4c49-a81a-cffe2b7aacd4_LB_Greidslumidlun_detail1675.jpg?fit=max&w=3840&rect=109,0,1748,1311&q=50)
![Flutningaskip við Vestmannaeyjar](https://images.prismic.io/landsbankinn/eb63e91b-2dd7-49e6-b216-7219f2044d85_Flutningaskip-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=211,0,1709,1282&q=50)
![Ferðamenn á jökli](https://images.prismic.io/landsbankinn/c17f4791-eaf2-4efc-94db-20bcd459b773_Ferdamenn-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=107,0,1707,1280&q=50)
![Flugvél](https://images.prismic.io/landsbankinn/e1391961-f110-41dc-ac25-5e13f760329c_Flugvel-loftmynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=572,569,809,607&q=50)