10% aukn­ing í korta­veltu í fe­brú­ar – al­far­ið inn­flutt notk­un

Íslendingar fóru margir til útlanda í febrúar og jókst kortavelta alls um 10% milli ára. Vöxturinn var alfarið tilkominn vegna aukinnar neyslu hjá erlendum söluaðilum sem var tvöfalt meiri í febrúar í ár en í fyrra. Innanlands dróst kortavelta saman.
15. mars 2022 - Hagfræðideild

Seðlabanki Íslands birti í morgun gögn um veltu innlendra greiðslukorta í febrúar. Samanlagt jókst kortavelta um 10% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem aukningin mælist 10%. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 66 mö.kr. og dróst saman um 1% milli ára á föstu verðlagi. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 15,5 mö.kr. og tvöfaldaðist milli ára miðað við fast gengi. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október 2020 sem samdráttur mælist í neyslu Íslendinga innanlands.

Líkt og sést hefur á síðustu mánuðum er breyting að verða á vexti neyslunnar sem orsakast nú alfarið af aukningu í neyslu hjá erlendum söluaðilum. Neysla Íslendinga innanlands mælist engu að síður sterk, eða 5% meiri en í febrúar 2020, þrátt fyrir lítilsháttar samdrátt nú milli ára.

Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru um 28.000 talsins í febrúar, eða tífalt fleiri en í febrúar í fyrra, og kemur því ekki á óvart að sjá kortanotkun Íslendinga erlendis aukast verulega. Aukningin (tvöföldun milli ára) er þó lítil miðað við aukninguna í ferðalögum. Þetta skýrist af því að netverslun færist sífellt í aukana og gerði það að verkum að neysla frá útlöndum datt aldrei niður, þrátt fyrir nær engin ferðalög þegar faraldurinn stóð sem hæst.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: 10% aukning í kortaveltu í febrúar – alfarið innflutt notkun

Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur