Kort

Réttu kort­in fyr­ir rekst­ur­inn

Við bjóð­um úr­val kred­it­korta og de­bet­korta auk inn­lagn­ar og inn­eign­ar­korta.

Svona sækir þú um kort

Þú getur sótt um kort í Landsbankaappinu hvenær sem þér hentar. Þú getur einnig sótt um eða skipt um kort í netbankanum eða með því að hafa samband í síma 410 5000.

Kreditkort

Kreditkort

Þú getur einfaldað innkaup og umsýslu reikninga með því að nota kreditkort í fyrirtækjarekstrinum. Til að finna rétta kortið fyrir reksturinn er gott að skoða muninn á fríðindasöfnun, ferðatryggingum og árgjöldum.

Debetkort

Debetkort

Þú færð debetkort með veltureikningnum þínum. Debetkort er öruggt greiðslukort sem þú getur notað til að versla á netinu og greiða snertilaust um allan heim.

Innlagnarkort

Innlagnarkort

Einföld og örugg leið til að leggja reiðufé inn í bankann, hvenær sem er sólarhringsins.

Vörur

Inneignarkort

Heildarlausn korta sem nýtast jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum. Inneignarkort geta meðal annars verið í formi gjafakorta, bensínkorta og matarkorta.

Öryggi og vöktun

Í appinu getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum og síðan opnað  aftur þegar þér hentar. Þú getur líka vaktað kortin og fengið tilkynningar þegar þau eru notuð á ákveðinn hátt.

Kona í verslun

Kvittanir beint í bókhaldið

Í appinu er hægt að bæta viðhengi eins og greiðslukvittun eða nótu við kortafærslur, setja inn skýringu og velja viðeigandi bókunarlykil.

Kona
Kortið þitt er alltaf í appinu

Allar kortaupplýsingar eru aðgengilegar í appinu. Þar getur þú fylgst með stöðu kortsins og innborgunum, fryst kortið og afritað kortaupplýsingarnar þínar, t.d. yfir í vefverslanir. Þú getur líka breytt heimildinni á kortinu í appinu og dreift kreditkortareikningnum.

Borgað með síma eða úri

Það er einfalt að borga með símanum eða úrinu. Úttektarheimildir og öll virkni kortanna er sú sama og þegar greitt er með kortinu sjálfu. Ekki er hægt að borga snertilaust með innkaupakortinu.

Endurkröfur

Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu, eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér, getur þú átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.

Tryggingar og neyðaraðstoð

Vörður sér um tryggingar allra kreditkorta Landsbankans. SOS International sér um neyðaraðstoð fyrir kreditkorthafa Landsbankans, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Gjafakort
Gjafakort

Það er ekkert mál að velja rétta gjöf með gjafakortinu - viðtakandinn fær alltaf eitthvað við sitt hæfi. Þú kaupir gjafakort í næsta útibúi.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Verslun með matvörur
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur