Appið

Hafðu fjár­mál­in í hendi þér

Lands­banka­app­ið er ör­ugg og fljót­leg leið til að sinna banka­við­skipt­um hvar og hvenær sem er.

Einfaldari verðbréfaviðskipti

Í appinu getur þú átt viðskipti með innlend hlutabréf og keypt eða selt í sjóðum hvar og hvenær sem er. Þú getur líka stofnað áskrift að sjóðum og færð skýrt yfirlit yfir verðbréfaeign þína og viðskiptasögu.

Skjámynd úr appinu

Þægilegri sparnaður í appinu

Þú getur með einföldum hætti byrjað að spara í appinu. Þú velur þér markmið og hversu mikið þú vilt spara og appið reiknar út hvað þú þarft að spara mikið mánaðarlega til að ná markmiðinu. Þú getur líka safnað fyrir sameiginlegu markmiði með vinum eða fjölskyldu. Engin binding og einfalt að byrja.

Þarftu hjálp með appið?

Í myndböndunum hér fyrir neðan getur þú kynnt þér nokkra af þeim möguleikum sem appið býður upp á.

Auðkenningarleiðir

Þú getur valið um nokkrar mismunandi leiðir til að skrá þig inn og staðfesta greiðslur í netbankanum og appinu. Þú getur auðkennt þig með því að nota lífkenni í snjallsíma, rafræn skilríki í síma eða með Auðkennisappinu frá Auðkenni allt eftir því hvað hentar þér best hverju sinni.

Umboð

Stundum viljum við veita öðrum aðila aðgang að fjármálunum okkar. Það gerum við með því að veita þessum aðila umboð.

Eldri hjón með hund

Hvernig fæ ég bankaþjónustu án þess að fara í útibú?

Hér er að finna svör við nokkrum algengum spurningum þeirra sem eru að nota netbankann eða appið í fyrsta sinn.

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur