Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að greiða reikninga, sjá stöðu á bankareikningum og fá nánast alla almenna bankaþjónustu í netbankanum, Landsbankaappinu eða í hraðbönkum.
Þá er hægt að fá ýmis konar aðstoð, ráðgjöf og leiðbeiningar með því að hringja í Þjónustuver Landsbankans.
Útibú og afgreiðslur bankans eru opin samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Til að hægt sé að virða tveggja metra regluna og draga þannig úr hættu á útbreiðslu Covid-19, eru viðskiptavinir hvattir til að panta tíma fyrirfram. Með því að panta tíma er hægt að fá enn markvissari þjónustu og sleppa við bið eftir afgreiðslu.
Aðstoð, ráðgjöf og leiðbeiningar
Við minnum á að ef þú þarft aðstoð, ráðgjöf eða leiðbeiningar, getur þú hringt í Þjónustuver Landsbankans, sent okkur tölvupóst eða pantað ráðgjöf á vef Landsbankans.
- Þjónustuver Landsbankans er opið á milli kl. 9-16.
- Sími: 410 4000
- Tölvupóstur: landsbankinn@landsbankinn.is.
- Á vef Landsbankans er hægt að panta ráðgjöf.