Verðbréfaviðskipti á netinu

Verðbréfaviðskipti á netinu

Verð­bréfa­við­skipti á net­inu

Í net­bank­an­um get­ur þú sent beiðni um við­skipti með inn­lend hluta­bréf og sjóði Lands­bréfa hvar og hvenær sem er. Þú get­ur einnig fylgst með fram­gangi við­skipt­anna, séð yf­ir­lit yfir verð­bréfa­eign og við­skipta­sög­una.

Það er einfalt að eiga viðskipti á netinu

Viðskipti með hlutabréf og sjóði Landsbréfa hafa aldrei verið einfaldari. Kauptilboð eru send í aðeins þremur skrefum og það sama gildir um söluferlið.

25% afsláttur af viðskiptaþóknun/kaupgjaldi í netbankanum
50% afsláttur af afgreiðslugjaldi
Yfirsýn yfir verðbréfaeign og viðskiptasögu
Markaðsupplýsingar aðgengilegar

Í netbankanum hefur þú heildarsýn yfir stöðu verðbréfaeignar

Í netbankanum birtast öll verðbréfasöfn í einu heildstæðu yfirliti sem og yfirlit fyrir einstök eignasöfn. Yfirlitið sýnir á einfaldan hátt markaðsvirði, hagnað/tap, nafnávöxtun, upphafsstöðu viðskipta, innleystan og óinnleystan hagnað miðað við tiltekið tímabil og margt fleira.

Hægt er að framkvæma kaup- og söluaðgerðir beint af yfirlitssíðu eignasafnsins.

Öll sagan á einum stað

Netbankinn birtir viðskiptasögu í þægilegu notendaviðmóti. Yfirlitið sýnir dagsetningu og tegund viðskipta, nafnverð, markaðsgengi, virði í íslenskum krónum, greiddan skatt, kostnað og arð.

Hægt er að sækja PDF-yfirlit með hreyfingaryfirliti hvers árs fyrir sig. Yfirlitið sýnir vægi og markaðsvirði sérhvers eignaflokks.

Þú færð góða yfirsýn í appinu

Í Landsbankaappinu getur þú skoðað verðbréfaeign þína, fylgst með þróun mála á hlutabréfamarkaði og séð yfirlit yfir sjóði Landsbréfa.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur