Það er einfalt að kaupa og selja íslensk hlutabréf í netbankanum. Þar eru einnig sýndar breytingar á markaði, gengi, fjölda viðskipta innan dagsins og veltu í milljónum króna.
Eftir að hafa valið hlutabréf nægir að smella á Kaupa hnappinn sem er fyrir aftan nafn hlutabréfs.
- Veldu tilboðsgengi eða markaðsgengi, skráðu inn fjölda hluta, veldu safn og úttektarreikning.
- Veldu hnappinn Senda kauptilboð.
- Yfirlit yfir viðskiptafyrirmæli í vinnslu birtist efst á verðbréfasíðunni.
First-North markaður
Til þess að eiga viðskipti á First-North markaði þarf samning um verðbréfaviðskipti. Hann er stofnaður á einfaldan hátt í netbankanum undir verðbréfaflipanum og velja „Viltu eiga verðbréfaviðskipti í netbankanum?“.
Þegar þú byrjar að eiga verðbréfaviðskipti þarf að veita upplýsingar um þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum. Það er gert á einfaldan hátt með því að svara nokkrum spurningum sem birtar eru í verðbréfaflipanum í netbankanum.
Til að ganga frá kaupum eða sölu á First-North markaði þarf að hafa samband við Verðbréfa og lífeyrisþjónustu Landsbankans.