Þú þarft að vera með nýjustu útgáfu af appinu. Til að uppfæra appið ferðu í App Store eða Play Store eftir því sem við á.
Allir bankarnir í appinu okkar!
Allir bankarnir í appinu okkar!
Nú sérðu reikningana sem þú átt í öðrum bönkum í Landsbankaappinu.
Allt á einum stað
Við viljum einfalda þér lífið og bjóða þér að sjá bankareikningana þína, líka þá sem þú ert með hjá öðrum bönkum, á einum og sama stað - í appinu okkar. Með því að hafa allt á sama stað sparar þú tíma og færð enn betri yfirsýn yfir fjármálin.
Það er einfalt að tengjast öðrum bönkum í appinu okkar:
- Undir „Bankareikningar“, veldu „Aðrir bankar“.
- Veldu „Tengjast öðrum banka“.
- Veldu þann banka sem þú vilt tengjast.
- Til þess að klára ferlið verður þú beðinn að auðkenna þig hjá viðkomandi banka.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.