Endurkaupatilboðið byggir á skilmálum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsett 11. febrúar 2020 og fyrirvörum sem þar koma fram, þar á meðal niðurstöðu bankans í nýju skuldabréfaútboði. Endurkaupatilboðið miðast við fast verð sem ákvarðast af -0,20% ávöxtunarkröfu og takmarkast við hámarksendurkaup að nafnverði EUR 300.000.000.
Nánari upplýsingar um endurkaupatilboðið má finna í tilkynningu í írsku kauphöllinni þar sem skuldabréfin eru skráð. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Lucid Issuer Services Limited, landsbankinn@lucid-is.com.
Umsjónaraðilar eru Barclays, BofA Securities og J.P. Morgan.









