Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Nið­ur­stöð­ur að­al­fund­ar Lands­bank­ans 2021

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 24. mars 2021, samþykkti að greiða 4.489 milljónir króna í arð til hluthafa. Það samsvarar 42,7% af hagnaði ársins 2020. Þar með munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2021 nema um 146 milljörðum króna. Á fundinum voru þrír nýir aðalmenn kjörnir í bankaráð.
24. mars 2021 - Landsbankinn

Hagnaður Landsbankans á árinu 2020 nam 10,5 milljörðum króna, eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 4,3% og kostnaðarhlutfall var 47,4%. Bankinn gjaldfærði um 12 milljarða króna vegna virðisbreytinga útlána sem má að mestu rekja til áhrifa heimsfaraldurs Covid-19. Eigið fé bankans um sl. áramót var um 258 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið var 25,1%.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans 2020

Bjóðum áfram framúrskarandi þjónustu

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, flutti skýrslu stjórnar og fjallaði m.a. um áherslu Landsbankans á að styðja við viðskiptavini sem lentu í vandræðum vegna útbreiðslu Covid-19. „Við gerum okkur grein fyrir því að áhrifa faraldursins muni gæta fram á næsta ár en sem betur fer gengur vel hjá mörgum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Þess vegna er mikilvægt að við getum, þegar þörf krefur og aðstæður leyfa, horft til lengri tíma með viðskiptavinum okkar,“ sagði hún. Í ljósi aðstæðna væri afkoma bankans á árinu 2020 ásættanleg. Langtímamarkmið bankans væri að skila 10% arðsemi á eigið fé, að teknu tilliti til áhrifa af bankaskatti og sagði Helga að það markmið myndi nást innan nokkurra ára. Áfram væri mikil áhersla lögð á að halda rekstrarkostnaði í skefjum og skilvirkni í rekstri bankans hefði aukist jafnt og þétt. „Árangur undanfarinna ára er gott veganesti inn í framtíðina sem mun án efa einkennast af harðnandi samkeppni, jafnt frá innlendum sem erlendum keppinautum. Í þeim efnum mun bankinn hvergi gefa eftir og halda áfram að bjóða framúrskarandi þjónustu, hvort sem er með stafrænum lausnum eða persónulegri þjónustu og ráðgjöf. Okkur þykir vænt um að ánægja með þjónustuna mælist mikil, eins og sést meðal annars á því að Landsbankinn mældist efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020, annað árið í röð. Við erum afar stolt af þeim árangri.“

Traustur rekstur - einföldum viðskiptavinum lífið

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði m.a. um stafræna stórsókn Landsbankans en bankinn hefur á síðastliðnum þremur árum kynnt um 40 nýjungar í stafrænni þjónustu. „Stafrænu lausnirnar okkar miða allar að því að einfalda viðskiptavinum lífið og um 98% af daglegum bankaviðskiptum einstaklinga og fyrirtækja hjá bankanum eru stafræn. Við nýtum stafræna tækni til að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu en með mannlegri nálgun. Það er Landsbanki nýrra tíma," sagði hún. Hjá Landsbankanum væri ánægja viðskiptavina í fyrsta sæti og því væri það mikil viðurkenning á stefnu og starfi bankans að ánægja með þjónustuna mældist mikil, hvort sem litið væri til stafrænna lausna eða persónulegrar þjónustu. Áhersla á framúrskarandi þjónustu og góð kjör hefði leitt til þess að markaðshlutdeild bankans hefði aukist og ætti það sérstaklega við á íbúðalánamarkaði, þar sem hlutdeildin hefði vaxið úr 22% í 26,3% á árinu 2020.

Lilja sagði uppgjörið fyrir árið 2020 til marks um traustan, skilvirkan og stöðugan rekstur bankans. Bankinn hefði stutt vel við viðskiptavini sína og komið til móts við þá sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna heimsfaraldurs Covid-19. „Sterk staða bankans, góður aðgangur að fjármagni, öflug markaðshlutdeild og traust viðskiptasambönd gefa okkur tilefni til að horfa bjartsýn fram á veginn. Til lengri tíma litið er mikilvægt að hlúa að öflugum fyrirtækjum sem skapa störf á Íslandi og byggja upp öflugt mannlíf og gott samfélag,“ sagði Lilja.

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)

Berglind Svavarsdóttir

Elín H. Jónsdóttir

Guðbrandur Sigurðsson

Guðrún Ó. Blöndal

Helgi Friðjón Arnarson

Þorvaldur Jacobsen

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð Landsbankans:

Sigríður Olgeirsdóttir

Sigurður Jón Björnsson

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
30. apríl 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).