Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Landsbankinn átti um 379 milljónir eigin hluti fyrir viðskiptin á endurkaupatímabilinu og að því loknu um 385 milljónir eigin hluti, eða sem nemur um 1,6% af útgefnum hlutum í bankanum.
Endurkaup samkvæmt áætluninni gátu að hámarki numið samtals 54 milljónum hluta, eða um 0,23% af útgefnu hlutafé.









