Lands­bank­inn mun birta upp­lýs­ing­ar um áhrif á nátt­úruf­ar og líf­fræði­lega fjöl­breytni

Austurbakki
17. janúar 2024

Landsbankinn er eitt af yfir 100 fjármálafyrirtækjum sem hafa skuldbundið sig til að veita upplýsingar um hvernig starfsemi þeirra hefur áhrif á náttúrufar og líffræðilega fjölbreytni. Fyrirtækin munu birta náttúrutengdar fjárhagsupplýsingar í samræmi við leiðbeiningar alþjóðlega starfshópsins TNFD (Taskforce on Nature-related Financial Disclosures).

Undanfarin ár hafa loftslagsmálin átt óskipta athygli fjármálageirans í sjálfbærnitengdum málum. Málefni náttúrunnar og líffræðilegrar fjölbreytni hafa nú fengið meiri athygli, sem er tímabært, enda eru málefnin náskyld og vinna þarf að þeim báðum í einu. Leiðbeiningum TNFD er ætlað að stuðla að því að fyrirtæki geti lagt sitt af mörkum til að ná markmiðum  samkomulags sem náðist á COP15-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við í Landsbankanum leggjum áherslu á að þekkja áhrifin af starfsemi okkar og þá áhættu sem við stöndum frammi fyrir. Við teljum að með því safna, greina og birta náttúrutengdar fjárhagsupplýsingar, í samræmi við leiðbeiningar TNFD, munum við með tíð og tíma geta kortlagt áhættu bankans vegna breytinga á náttúrufari. Upplýsingarnar nýtast meðal annars við fjármögnun bankans enda horfa fjárfestar nú meira til áhættu fjármálafyrirtækja vegna breytinga á náttúrufari.“

Upplýsingar um fyrirtækin sem hafa skuldbundið sig til að hefja fruminnleiðingu á leiðbeiningum TNFD voru birtar í gær, 16. janúar 2024, í tengslum við fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos (World Economic Forum). Alls taka um 320 fyrirtæki þetta fyrsta skref, þar af rúmlega 100 fjármálafyrirtæki. Landsbankinn mun birta náttúrutengdar fjárhagsupplýsingar frá og með árinu 2026.

Nánar um sjálfbærni í starfsemi Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur