Lands­bank­inn ger­ir sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið og ræðst í að­gerð­ir til að efla sam­keppni

Landsbankinn hefur, fyrstur íslensku bankanna, gert sátt við Samkeppniseftirlitið sem felst í að bankinn ræðst í aðgerðir til að efla samkeppni á sviði almennrar viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki.
12. júní 2017 - Landsbankinn

Landsbankinn hefur, fyrstur íslensku bankanna, gert sátt við Samkeppniseftirlitið sem felst í að bankinn ræðst í aðgerðir til að efla samkeppni á sviði almennrar viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Markmið sáttarinnar er að draga úr skiptikostnaði í fjármálaþjónustu, stuðla að virkara samkeppnisaðhaldi viðskiptavina og vinna gegn aðstæðum sem rennt gætu stoðum undir þögla samhæfingu á viðskiptabankamarkaði.

Landsbankinn hefur átt gott samstarf við Samkeppniseftirlitið við að greina samkeppnisréttarlegar áskoranir á markaði fyrir viðskiptabankastarfsemi og móta aðgerðaráætlun til að örva samkeppni. Þær aðgerðir sem bankinn ræðst í eru afrakstur þeirrar vinnu. Það er mat bankans að aðgerðirnar styrki stöðu og réttindi viðskiptavina, auki gagnsæi og ýti undir frekari tækniþróun í viðskiptabankastarfsemi. Hluti af samstarfinu hefur falið í sér að innleiða þær aðgerðir sem fjallað er um í sáttinni og eru margar þeirra þegar komnar til framkvæmda.

Þær aðgerðir sem bankinn ræðst í eru eftirfarandi:

  • Uppgreiðslugjöld verða ekki lögð á uppgreiðslur skuldara inn á nein ný og útistandandi lán einstaklinga og smærri fyrirtækja sem bera breytilega vexti.
  • Þóknun við flutning bundins séreignasparnaðar frá bankanum mun ekki fara yfir tiltekin hámörk.
  • Yfirtaka íbúðaláns verður ekki háð því að kaupandinn færi önnur bankaviðskipti sín til bankans.
  • Viðskiptavinum verður auðveldað að færa bankaviðskipti sín milli banka. Val, þróun og innleiðing kerfa og tæknilegra úrlausna mun miða að þessu og þjónustukannanir nýttar til að bera kennsl á áherslur viðskiptavina í tengslum við þetta og mun bankinn bregðast við þeim.
  • Viðskiptavinir verða upplýstir sérstaklega um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá áður en þær eiga sér stað, til að gefa viðskiptavinum svigrúm til þess að færa viðskipti sín ef þeir svo kjósa.
  • Tekið verður upp upplýsingatækniviðmót (e. API) sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp samanburðarvefsíðu sem virkjað gæti skilvirkara neytendaaðhald.
  • Tilteknir skilmálar íbúðalána sem fela í sér verulega bindingu verða ekki virkjaðir.

Frétt á vef Samkeppniseftirlitsins um sáttina

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur